Það síðasta sem við þurftum.

Eyjafjallajökulsgosið í fyrra og Grímsvatnagosið um daginn röskuðu talsverðu á meðan þau stóðu en á móti kom að til lengri tíma litið auglýstu þeir Ísland rækilegar en nokkuð annað, sem hægt er að nefna í því sambandi. 

Sú var tíð hér á árum áður að verkföll á Íslandi voru tíðari en í flestum öðrum löndum og vinnudeilur ollu gríðarlegu tjóni. 

Sem betur fer skánaði þetta en hvarf þó ekki með öllu.

Efnahagshrunið og hrun krónunnar ollu ómældu tjóni en á móti kom að ferðaþjónustan fékk mun betra rekstrarumhverfi en áður og var í raun eina bjargráðið og sóknarfæri okkar. 

Það er því þyngra en tárum taki að einmitt í upphafi aðal ferðamannatímans á lang mikilvægasta tímabilinu skuli vinnudeilur ógna þessu eina sem við áttum þó til að reiða okkur á.

Þetta var það síðasta sem við þurftum. 


mbl.is „Hurðinni skellt á okkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að hæstlaunaða stétt þjóðarinnar,skuli láta sér detta í hug verkfall, eftir mesta efnahagshrun og atvinnuleysi, og allar þær hörmungar sem þjóðin hefur orðið að ganga í genum eftir hrun, sýnir að þessir menn eru veruleykafyrrtir, víla ekkert fyrir sér, þó há annatími ferðaþjónustunnar er að byrja.

Icelandair á ekki nema einn leik í stöðunni að senda öllum þessum mönnum uppsagarbréf, og bjóða þeim sem vilja vinnu hjá íslenskri áhafnleygu.

Jón Sig. (IP-tala skráð) 26.6.2011 kl. 20:28

2 identicon

Þetta er ekki verkfall, þetta er yfirvinnubann.  Grundvallarmunur á þessu tvennu.  Þar að auki snýst deilan um atvinnuöruggi sem og vinnufyrirkomulag sem snertir beint öryggi farþega í flugi.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 26.6.2011 kl. 23:12

3 identicon

Allveg er það með ólíkindum að fluleiðir skuli enn og aftur leggja í há-annatímann án þess að hafa tiltækann nægann mannskap. En það er svosem ekki í fyrsta skiptið sem icelanair ætlast til þess af flugáhöfnum sínum að redda fyrir þá sumrinu og selja sinn frítíma.

Það er kominn tími á að icelandair verð gert skylt að manna allar stöður fyrir vertýðina !!!

Kv.

Bjössi (IP-tala skráð) 26.6.2011 kl. 23:15

4 identicon

1 Eigum við að vinna á frídögunum okkar (ekki eru þau margir 9 á mánuði) svo fyrirtækið heldur áfram að græða? Og svo í haust er manni sagt upp og atvinnulaus (6 sinnum nú þegar)

2 Svo er ekki hlaupið að því að fá vinnu erlendis þar sem Icelandair vill fá okkur í sumar aftur( það ræður enginn flugmenn í 4-6 mánuði í vinnu nema einhver skíta félög þar sem enginn réttindi eru og yfirleitt í langt í burtu í einhverjum löndum þar sem flugöryggi er ekki gott)

3 Eiga menn að fara borga 7-9 milljónir sem eru ekki lánshæft hjá LÍN til þess að missa vinnuna alltaf á haustin (hálaunað sttétafélag jú en fullt af háum skuldum lika)

4 Meðan ég er atvinnulaus í haust, eru félagar mínir keyrðir á fullu og vinna yfirvinnu.

Þannig er þetta bara, ég hef ALLAN RÉTT að neita að vinna í fríinu mínu, kannski finnst almenningi í lagi að mæta í vinnu kl 01:00AM á laugardegi og ef hann neitar því verður þá sett lögbann á hann?

Jói (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 12:03

5 identicon

Prófaðu að gerast kúabóndi Jói.

Það eru engir frídagar yfirleitt, nema ef þú getir borgað einhverjum í staðinn.

Launin eru...uuu....slöpp

Vakt 24/7

Vinnan er reyndar skemmtileg og maður vinnur heima hjá sér...

Jón Logi (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband