Hvað gera Norðmenn við Breivik?

Jafnvel þótt notuð verði lög um glæpi gegn mannkyni, sem gefa færi á 30 ára fangelsisvist Anders Behring Breivik, mega Norðmenn áreiðanlega ekki til þess hugsa að um síðir geti hann sloppið út eftir að hafa hegðað sér vel og jafnvel fengið refsitímann styttan út á það.

Þá fer að vera spurning hvort skárra sé að hann sé dæmdur ósakhæfur og verði vistaður örugglega á hæli til æviloka.

Norðmenn hafa einu sinni áður staðið frammi fyrir erfiðri ákvörðun varðandi sakamann.

Það var í réttarhöldunum yfir Vidkun Quisling í stríðslok, þar sem spurningin stóðu um lífstíðar fangelsi eða aftöku.

Niðurstaðan var aftaka. Sú leið er ekki fær nú, því að líflátsdómar eru löngu aflagðir á Norðurlöndum og líflát Quislings algert einsdæmi á sinni tíð.


mbl.is Var undir áhrifum fíkniefna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nú mega þeir naga sig í handarbökin yfir bæði ónógum vörnum, lélegum undirbúningi lögreglusveita, sem notuðu jafnvel ekki eigin þyrlu, og vannýtingu vel búins hers síns, en ennfremur vegna allt of linrar refsilöggjafar.

Ómar, líflát Quislings var EKKI "algert einsdæmi á sinni tíð," það fengu fleiri að hanga í hinum fyrrum hernumdu löndum nazista og helzt þeir sem það verðskulduðu.

Ég skora á þig: Komdu nú, ef þú getur, með góð rök gegn aftöku Quislings.

Jón Valur Jensson, 12.8.2011 kl. 00:45

2 identicon

Norðmennirnir voru búnir að gefa það út að þeir ætluðu að láta hann svara til saka fyrir hvert einasta morð, sem yrði þá 21 ár margfaldað með 77.

Sandra (IP-tala skráð) 12.8.2011 kl. 08:38

3 identicon

Það sem var einstakt við aftökurnar á Norðurlöndum í stríðslok var að sett voru í lög afturvirk ákvæði um dauðarefsingar og beitt gegn fjölda manna. Dauðarefsingar höfðu þá löngu verið afnumdar í lögum eins og Íslendingar vita.

EINAR S. HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 12.8.2011 kl. 11:18

4 identicon

JVJ segir: Ég skora á þig: Komdu nú, ef þú getur, með góð rök gegn aftöku Quislings


Boðorðin 10
"Þú skalt ekki morð fremja."

Morð er morð, sama hvort þú kallar það aftöku,líflát blah;
Það er alger óþarfi að vera asni þó aðrir séu það.
Eins og George Charlin sagði um boðorðin 10, þá má draga þau saman í eitt boðorð: Don't be an asshole

DoctorE (IP-tala skráð) 12.8.2011 kl. 12:35

5 identicon

Þótt ótrúlegt teljist er til það sem heitir "niðurlægjandi aftaka". Það er týpískt henging eða hálshögg á meðan einhver æra þykir sumpartinn vera fólgin í því að fá yfir sig heila aftökusveit.

Quisling fékk þó aftökusveit. Og þetta var vissulega einsdæmi í réttarsögu Norðurlanda, þar sem dauðarefsingar tíðkuðust ekki lengur.

Hann hefði reyndar ekki enst einn dag á götunni sá skarfur, andspyrnumenn hefðu notað hann í hundafóður eins og skot.

Sama er við Breivík. Það ætti kannski bara að leysa málið og sleppa honum. Eða hvað?

Ég er hræddastur við það að þessi kaldrifjaði andskoti noti "aðstöðu" sína til að breiða út áróður, breyta sér í píslarvott og bulla upp sitt eigið "mein kampf" það vel og skipulega að hann feli staðreyndina, - hann er jú unglinga-fjöldamorðingi.

Þetta getur hann gert úr fangelsi með réttindum sínum sem fangi. Kannski....og hann vonar það örugglega.

Jón Logi (IP-tala skráð) 12.8.2011 kl. 13:51

6 identicon

Breivik er bilaður á geði.  Þess vegna er eðlilegt að  hafa hann í öryggisgæslu það sem eftir er ævi hans.  Réttarhöld yfir geðbiluðu fólki eru markleysa.

Pétur Jósefsson (IP-tala skráð) 12.8.2011 kl. 15:51

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ertu með sjúkdómsgreiningu á honum, Pétur? Vitaskuld ertu það ekki.

Okkar færi réttarsálfræðingur, Gísli H. Guðjónsson, prófessor við King's College í London, var í athyglisverðu viðtali í Morgunblaðinu 28. júlí og taldi, að "miðað við þær upplýsingar sem komið hafa fram [sé] ekkert sem bendi(r) til þess að um geðveiki sé að ræða. Þessi maður hefur fulla stjórn á sér, hann veit hvað hann er að gera og hvað hann ætlar sér og er mjög ánægður með afleiðingarnar."

Sandra, ég held að þetta sé rangt hjá þér, Norðmenn eru a.m.k. ekki með ameríska kerfið á þessu. En það væri spurning, hvort geyma mætti að ákæra hann út af einu morði eða mörgum líkamsmeiðingum þar til eftir um 20 ár og fá hann dæmdan fyrir það í álíka langan tíma. Ef einhver flötur er á því að heyja einkamál gegn honum, geta viðkomandi fórnarlömb þá væntanlega dregið eitthvað lögsóknina. Í millitíðinni mætti setja lög um, að fjöldaárásir og hryðjuverk fyrnist aldrei.

Einar, þú kannt að vera endurskoðandinn og (að mig minnir) lögfræðingur, en getur ekki verið, að þig misminni um þetta? Annars var náttúrurétturinn endurvakinn og til hans höfðað í Nürnberg-réttarhöldunum gegn foringjum nazista, góðu heilli, og vera má, að Norðmenn hafi hugsað þetta á þeim línum, en við þurfum að athuga þetta betur.

Gervidoktor, vanþekking þín á Biblíunni er orðin landsfræg á netinu. Mósebækur (sem boðorin tíu eru í) eru mjög skýrar á því að leyfa dauðarefsingu: I. Mós. 9.6: "Hver sem úthellir blóði manns, hans blóði skal og úthellt verða af manni, því að í mynd sinni skapaði Guð manninn."

Jón Valur Jensson, 12.8.2011 kl. 18:42

8 identicon

Þú skalt ekki mann deyða.

Það er svona....skýrara.

En ég held hann myndi ekki endast lengi á götunni væri hann laus. Þeir eiga vel saman hann og Quisling, og hvorugur fær að spila á hörpu.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 13.8.2011 kl. 07:33

9 identicon

Elskaðu óvini þína... blah; Enn og aftur þakka ég JVJ fyrir að sýna öllum að biblían styður ALLT, sama hvað þú vilt að hún styðji, hún gerir það; Og sem slík er bókin ónýt.

DoctorE (IP-tala skráð) 13.8.2011 kl. 08:43

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Biblían bannar morð, en hún kallar það ekki morð, að morðingi sé dæmdur til dauða, ekki frekar en réttarkerfi ríkja í allri mannkynssögunni hafa kallað slíkt morð. Þar er talað um dauðarefsingu og aftöku. Þessi viðurlög eru einmitt til þess sett að vernda mannslíf saklausra: "í mynd sinni skapaði Guð manninn," og af því kemur það til, að sagt er í næsta versi á undan í I. Mós.9: "Úr hendi manns mun ég krefjast reikningsskapar fyrir líf mannsins, af hverjum manni fyrir líf bróður hans."

Biblían og almenn málvitund kallar það heldur ekki "morð" þegar menn verjast innrásarherjum og verða við það einhverjum að bana; þvert á móti leyfi Biblían hervarnir.

Jón Valur Jensson, 13.8.2011 kl. 13:42

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Leyfir, ekki leyfi.

Jón Valur Jensson, 13.8.2011 kl. 13:43

12 identicon

Þú málar þig enn betur út í horn og kemur út eins og einhver undirlægja hvaða einræðisherra sögunnar.. Ó master já það má drepa þegar þú segir það.

Tökum nú ofurritskoðaða bloggið þitt, þar sem þú hamast við að gagnrýna norsku lögregluna.. ég sé þig ekki gagnrýna guð þinn, er það ekki ljóst að krakkarnir hafi hrópað á hann, já og foreldrar líka; Hvers vegna gagnrýnir þú ekki fjarveru guðs þíns í þessu máli; Að standa hjá með vitneskju um að svona voðaverk séu að fara að gerast og gera EKKERT, það er að vera samsekur morðingjanum.
Þú átt eiginlega bara 2 valkosti.
1 Guðinn þinn er ekki til.
2 Guðinn þinn er skrýmsli

Pick one

DoctorE (IP-tala skráð) 13.8.2011 kl. 15:05

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, orð mín réttlæta ekki geðþóttastjírn né geðþóttaréttarfar eins né neins.

Og þessi röksemd þín gegn Guði á ekkert frekar við um fjöldamorðin í Útey heldur en fjölda dæma um hungursneyð og annskæðar náttúruhamfarir, stríð, glæpi og jafnvel slys og veikindi einstakra manna í veröldinni.

Veröldin er með sínum lögmálum, sem menn verða að reyna að átta sig á, og frelsi viljans, sem er grundvallarþáttur í mannlegu eðli (ella værum við ekki þeir sem við erum), verður ekki afnumið með sífelldum, óumbeðnum inngrips-kraftaverkum sem gera myndu eðlislögmál jarðarinnar óskiljanleg mannlegu hugarafli og teppa allar framfarir í eðlisvísindum, þ. á m. líka á sviði læknisfræði.

En þessu nærð þú vitaskuld ekki eða vilt ekki viðurkenna.

Jón Valur Jensson, 13.8.2011 kl. 16:25

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rannsóknir sýna að útilokað er að koma upp svo fullkomnu réttarkerfi að ævinlega verði kveðnir upp réttir dómar, heldur ekki dauðadómar.  Að einn saklaus maður sé tekinn af lífi af hundrað, eða einn af þúsund, er nóg til þess að dauðadómar séu ekki réttlætanlegir.

Dauðadómur verður ekki tekinn aftur, - er óafturkræfur. Dauðadómar hafa ekki haft þau varnaðaráhrif í löndum, þar sem þeir eru enn löglegir, og að var stefnt. Er glæpatíðni jafnvel meiri í slíkum löndum.

Sagan af Kristi og bersyndugu konunni sem átti að fara að grýta er lærdómsrík.

Samkvæmt þeirra tíma lögum átti að fara að framfylgja þeim dómi, sem við brotum hennar lá, en það var dauðadómur sem fólst í því að hún væri grýtt til bana.

Kristi tókst að afstýra þessu með hinum fleygu orðum til böðlanna: "Sá yðar er syndlaus er, kasti fyrsta steininum."

Nú kunna menn að segja að ólíku sé saman að jafna, skelfilegu ódæði Breiviks og broti konunnar.

Það breytir því ekki að samkvæmt þeirra tíma hugmyndum um réttarfar og réttlæti var refsing fyrir brot hennar dauðadómur.

Dauðadómur er aldrei réttlætanlegur.

Ómar Ragnarsson, 14.8.2011 kl. 15:48

15 identicon

Það er bara vonandi hægt að láta mannfjandann Breivík halda kj. þangað til hann geispar golunni. Það er örugglega ekki á planinu hjá honum.

Norsararnir gætu þó kannski sett e-k neyðarlög á svona tilvik.

Varðandi fælingarmátt aftakna má svo nefna að morð og fjöldamorð einnig eru algengust meðal vestrænna ríkja í BNA, sem er, að ég held.- hið eina þeirra sem framkvæmir aftökur og hefur laust band á byssueign "til öryggis" fyrir borgarana. 

Það fúnkerar sem sagt ekki. En ein og ein undantekning....gæti gert það. Hef átt í orðaskaki við norska þriðja-ríkis aðdáendur, en enginn tekur upp hanskann fyrir Quisling.  Og þótt hann hafi sannanlega svikið sitt fólk undir erlent vald, og það hafi ollið a.m.k.1.000 aftökum í Noregi, þá gekk hann ekki um og hlammað niður ungmenni með eigin hendi.

Breivík á ekkert betra inni en Quisling. Unglingamorðingi með ískalt plan.

Jón Logi (IP-tala skráð) 14.8.2011 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband