Einn maður, ein hugmynd á við milljarða verksmiðju.

Magnús Scheving og afrek hans eru dæmi um það hverju hægt er að áorka án þess að einblína á framleiðslu sem krefst gríðarlegra fórna á náttúruverðmætum eins og verið hefur trúarsetning hér á landi.

Þetta hefur ekki alltaf verið dans á rósum hjá Magnúsi en hann hefur aldrei gefist upp og aldrei misst sjónar á takmarki sínu. 

Nefna má fleiri fyrirtæki hér á landi, svo sem CCP og Össur,  þar sem máttur hugans og menntunarinnar hafa skilað milljarðatugum í þjóðarbúið í trássi við hæðnisorð um "eitthvað annað" o. s. frv.

Menntun og hæfileikar þjóðarinnar eru nefnilega verðmæt auðlind og lykillinn að efnahagslegri velgengni hennar. 


mbl.is Vörumerki á heimsmælikvarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

En ekkert fast í hendi. Eins og í dýraríkinu lenda hinir smáu í kjaftinum á hákörlum og hvölum. Hér eru íslensk fyrirtæki smá og veikburða. Fjámála og stjórnmálkerfið vanmáttugt til að skapa sambærilegt umhverfi og í næstu nágrannalöndum. Hrópað er á útlendinga og stór fyrirtæki sem fá ívinlanir og forréttindi um fram innlend. Vegur vaxtamunurinn mest. Magnús Scheving prísar nú að þurfa ekki að eyða tímanum í bönkum. Hef aldrei skilið hvers vegna við viljum ekki notast við gjalmiðill eins og dollar eða evru. Menntun nýtist ekki að fullu nema grunnurinn sé góður.

Sigurður Antonsson, 8.9.2011 kl. 20:55

2 identicon

Það er synd, þegar hörku duglegur einstaklingur verður að selja frá sér lífsstafið, vegna græðgi lánveitenda, hverjir sem þeir eru.

Ég hef oft séð góða þætti í sjónvarpinu (erlend), um fólk sem hefur byggt upp stórfyrirtæki með hugviti og dugnaði og rekur þau með sóma í áratugi, án þess að bankarnir reyni að ræna og rupla frá þeim lífsstarfinu. IKEA, sem Íslendingar þekkja, er eitt dæmi af hundruðum. Að vísu á Ingvar sinn eginn banka í London í dag og er laus við skúrkana.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 12:01

3 Smámynd: Ásta María H Jensen

Hann ætti að búa til annað vörumerki sem heitir aurabær og kenna börnum að búa til aura án þess að skemma landið. Það yrðu vinsælir diskar á mínu heimili

Ásta María H Jensen, 9.9.2011 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband