Skást á svipuðum tíma og síðast ?

Fyrir sauðfjárbændur og búalið er líklega skást að Kötlugos verði í lok október. En fleira hangir á spýtunni.

Kötlugos rýfur hringveginn á stórum kafla á Mýrdalssandi og búast má við að mun lengri tíma taki að gera aftur færan veg yfir sandinn en eftir hlaupið í Múlakvísl í sumar. 

Meðfylgjandi myndir eru af Múlakvísl eftir að hlaupið tók brúna og rauf veginn, en það hlaup var bara smá spýja miðað við það sem getur orðið í Kötluhlaupi, sem orðið getur 2-3svar sinnum stærra en Grímsvatnahlaupið 1996.  img_0178.jpg

Vetur er að ganga í garð og þá getur munað miklu hvort gosið kemur vikunni fyrr eða síðar varðandi færð á Fjallabaksleið nyrðri. 

Síðasta Kötlugos hófst 12. október 1918 og hugsanlega er það skásti tíminn þegar allt er tekið með í reikninginn, búið að smala en sláturtíð að vísu ekki lokið.  img_0180.jpg

Ég man að Haustrall BÍKR fór fram 1.-2. október 1977 og þá var Fjallabaksleið að vísu fær rallbílunum að undanskildum erfiðum skafli á Herðubreiðarhálsi. En síðan fer veður kólnandi og skaflarnir gætu orðið mun fleiri með hverri viku. 

Þess vegna gæti skásti tíminn verið fyrir mánaðamótin september-október. 


mbl.is Skást ef gosið kæmi að hausti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Því miður eru eldfjöll ekki að spyrja um hvenær er best að gjósa. Samt vonum við það besta, eins og alltaf.

Úrsúla Jünemann, 8.9.2011 kl. 21:37

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þegar þetta bar á góma í hópi fólks, sem ég hitti áðan, gall einn viðstaddra við: "Já, þetta er skást um mánaðamótin þegar fólk er búið að fá útborgað!"

Ómar Ragnarsson, 9.9.2011 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband