Gott framtak og ábendingar.

Í heildina tekið er það gott framtak hjá Ferðaklúbbnum 4x4 að birta allt ferlasafn sitt á vefnum. Um það gildir það sama og um alla kortaútgáfu, að slíkt er nauðsynlegt og þarft og í sjálfu sér erfitt að hafa á móti því, þótt einhverjir gallar kunni að leynast í verkinu.

Erfitt er að gera þá kröfu fyrirfram að alls ekki megi birta kort fyrr en þau séu 100% rétt.

Hins vegar er sjálfsagt að taka því vel, ef gerðar eru réttmætar athugasemdir við kortaupplýsingar og sérkennilegt að sjá því haldið fram í bloggi að Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu komi slíkt ekki við.

Þvert á móti kemur það Landsbjörgu við ef í ljós kemur að villur eða vafasamar upplýsingar leiða til óhappa.

Sjálfur fjallaði ég um það í fréttum á sínum tíma þegar í ljós kom að kort af Landmannaleið, sem jeppamenn notuðu, voru röng á hluta og birti bæði gagnrýni á það sem og viðbrögð Landmælinga.

Vegna þessa galla á kortinu, lentu nokkrir jeppar í miklum vandræðum  í krapa skammt norðan við Kirkjufell í Kýlingum, sem kostuðu björgunaraðgerðir í tvo daga og tiltfinnanlegt tjón á jeppunum.

Atvik þetta var að ýmsu leyti lærdómsríkt, því að það sýndi að varasamt geti verið að treysta ferlum í blindni.

Í ferðinni var ég aftarlega í jepparöðinni og vissi að sá sem fór fremst ók eftir bestu mælitækjum.  Fyrir bragðið var ég ekkert sérstakleg að pæla í því hvar við vorum nákvæmlega.

Ef ég hefði verið einn á ferð hefði ég hins vegar verið einn á ferð án GPS-ferlis hefði ég átt að geta séð það, að fenginni reynslu af tugum ferða meðfram Kirkjufellinu,  að við værum ekki að aka alveg ofan á Fjallabaksveginum við brekkrótina, heldur um það bil 150 metrum norðan við veginn, rétt utan við vatnsbakkann.

Þeir ferðafélagar mínir sem lentu í mestri fesu, skemmdu bíla sína upp á hundruð þúsunda króna.

Ég var hins vegar svo heppinn að jeppinn, sem ég var á, var árgerð 1973 og auðvelt eftir á að tjasla upp á skemmdirnar fyrir sáralítinn pening eða um 30 þúsund krónur alls.

Mér fannst alveg sjálfsagt mál að benda á gallann á kortinu á sínum tíma, og í því fólst engin gagnrýni á það að kortin væru gefin út, heldur einungis á ákveðin atriði í þeim.

Í tengslum við málið benti ég á furðu grófar skekkjur í kortagerð, sem gátu numið allt að 1-2 kílómetrum á kortum, þar sem fullyrt var að nákvæmnin væri upp á 60 sentimetra!  Voru bæjaraðir í sumum tilfellum vitlausu megin við ár eða uppi í miðjum hlíðum fjalla.

Nú er svo er að sjá á blogginu,að sumir séu svo hörundsárir vegna ábendinga Jónasar Guðmundssonar, að þeir átelji hann fyrir að vekja máls á umdeilanlegum atriðum í ferlasafni F 4x4.

Eftir sem áður er umfang ferlasafnsins slíkt, að ábendingarnar verða að teljat á afar þröngu sviði og ég tel að opin umræða og ábendingar séu öllum til góðs, lika þeim góðu og framtakssömu mönnum, sem birtu ferlasafnið og eiga þakkir skildar fyrir framtakið.


mbl.is Ferlar 4x4 fara um hættuleg svæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

kórrétt

brynjólfur sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 24.9.2011 kl. 23:02

2 identicon

Gamlir vertarslóðarar á jöklum eru eins og sögubækur, þarna var farið áður fyrr, en í hvert skipti sen ég fer á jökul, þá reyni ég að afla mér nýjustu frétta af snjóalögum og sprungum, því allt er þetta breytilegt.

Ég fer sjaldnast sömu leið frá Jökulheimum í Grímsvatnaskála 2 ár í röð vegna breytinga á jarðhita undir jöklinum, en leiðir sem ég fór fyrst eru ófærar í dag vegna jarhita undir jöklinum.

Höfsjökull er allur varasamur og skipta þar sjóalög miklu máli hvar hægt er að ferðast, en fara verður yfir sprungusvæði með mikilli varúð.

Vetrarferlar eftir annað fólk eru ekki leiðir sem hægt er að treysta, en nota má sem ábending um hugsanlega leið en allt er þetta breytilegt og eru snjóalög í ár ekki eins og í fyrra, jarhitinn færist til sem bræðir snjóinn og ár grafa bakka og færast.

Þetta land sem við byggjum er lifandi og síbreytilegt og kemur oft skemtilega á óvart og skal umgangast það af varúð og virðingu.

kveðja

Dagur 

Dagur Bragason (IP-tala skráð) 25.9.2011 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband