Hefur gerst áður.

Mjög fer eftir orðalagi spurninga hvort fólk gefur jákvætt svar við fylgi við ný framboð. Gallup hefur þann háttinn á að gefa svarendum þrjá valmöguleika um það hve líklegt það sé að viðkomandi styðji framboð.

Síðan tíðkast venjulegar skoðanakannanir um fylgi við flokka og kemur þá oftast út mun lægri tala en ef spurt er um hvort "til greina komi" að kjósa nýtt framboð.

Í hefðbundinni skoðanakönnun um fylgi framboða í upphafi kosningabaráttunnar 1987 fékk Borgaraflokkurinn 27% fylgi, en 10,9% í kosningunum.

Svipað var uppi á teningnum hjá Bandalagi jafnaðarmanna og Þjóðvaka þegar þau framboð komu fram.

Í febrúar 2003 kváðust 27% aðspurðra það koma til greina að kjósa nýtt þverpólitískt grænt framboð og svipuð tala kom upp í janúar 2007 varðandi tvö hugsanleg ný framboð, grænt framboð og framboð aldraðra.  

Þegar svarendur fengu að flokka fylgi sitt í þrjá mismunandi sterka flokka, líklegt - frekar líklegt - mjög líklegt komu hins vegar upp mun lægri tölur fyrir líklegt eða frekar líklegt.

En auðvitað fer það mjög eftir aðstæðum og málflutningi flokkanna, sem fyrir eru, hve vel nýjum framboðum tekst að halda á upprunalegu fylgi sínu.


mbl.is Þriðjungur gæti hugsað sér að kjósa Guðmund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband