Úreltar reglur á breyttum tímum.

Lagaákvæðin um handhafa forsetavalds og það hvenær forseti skuli ekki teljast fær um að sinna starfi sínu vegna dvalar erlendis eru fyrir löngu orðin úrelt, enda gerbreyttir tímar, samgöngur og samskipta- og fjarskiptamöguleikar á þeim 67 árum sem núverandi stjórnarskrá hefur verið í gildi.

Á okkar tímum getur forsetinn vel fylgst með því sem er að gerast hér á landi þótt hann sé erlendis og á meira að segja miklu auðveldara með það heldur en hann átti áður þegar hann var staddur úti á landi. 

Hægt er að halda símafundi og setja upp myndsamskipti nánast hvar sem er í heiminum. 

Miðað við núverandi aðstæður ætti að vera miklu minna tilefni nú en áður til þess að varaskeifa sé fyrir forsetann og þaðað af síður þurfa þær að vera þrjár og allar á fullu aukakaupi. 

Í frumvarpi stjórnlagaráðs er aðeins gert ráð fyrir einum staðgengli forsetans og reynt að sníða umhverfi starfs forsetans að núverandi aðstæðum og tækni. 


mbl.is Fái ekki laun fyrir forsetastörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fá þeir ekki einkum greitt í fríðu, eins og ódýru brennivíni? Mig rámar í einhverja gamla, eldgamla frétt um einhvern gaur í Hæstarétti, sem fyllti kjallarann af brennivíni á meðan Vigdís okkar var að spóka sig í útlandinu. En þið megið alveg leiðrétta mig. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 21:21

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Jú, þetta er rétt munað og meira að segja voru það tveir þáverandi handhafar sem hömstruðu vínið grimmt. Ég lýsti ástandinu svona:

Æðstu menn alveg sér gleyma, 

áfengi hamstra og geyma, 

en fengju sér færri 

flöskur og smærri

ef Vigdís, hún væri´alltaf heima. 

Ómar Ragnarsson, 13.12.2011 kl. 21:41

3 Smámynd: Kristinn Pétursson

Störfum "handhafa forsetavalds" fylgir sem sagt svo og svo mörg...

... "flöskígildi"...

þú hlýtur að fara létt með eina vísu um það

Kristinn Pétursson, 14.12.2011 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband