Nær frávita af skelfingu ?

Á fjölmörgum ferðum mínum austur fyrir Fjall til að moka snjó frá FRÚnni og af henni til þess að snúa henni og binda niður upp á nýtt, undrast ég oft hvað ami að sumum bílstjórunum á þessari leið.

Í dag var að vísu lélegt skyggni á köflum á leiðinni austur en athyglisvert var að sjá langar bílaraðir á eftir aðeins tveimur bílum, sem óku langtum hægar en aðstæður kröfðust, allt niður í 40 kílómetra hraða á köflum þar sem skyggni var bara bærilegt. 

Þetta var þó ekkert hjá því sem gerðist um daginn þegar bílstjóri einn ók niður alla Kambana á 40 kílómetra hraða þótt vegurinn væri saltaður og marauður og veður og akstursskilyrði eins góð og og þau geta verið að vetri til. 

Auðvitað var komin röð bíla á eftir þessum lestarstjóra niður alla Kambana og engin leið að komast framhjá honum, því að hann hélt sig kyrfilega við miðlínu þótt sérstæk hægaksturs akrein sé hægra megin á þessum kafla svo að hægt sé að hleypa fram úr sér. 

Inni í röðinni reyndu sumir að komast hraðar áfram með því að reyna tvísýnan og varasaman framúrakstur sem var afleiðing af löturferð fremsta bílsins. 

Það er alveg viðburður ef maður sér svona hægakstursmenn víkja út á akreinina á öxlinni, - nei, þeim kemur ekkert við hvað er fyrir aftan þá en skapa oft óbeint mikla hættu með því að búa til aðstæður fyrir aftan sig sem hleypa öllu upp. 

Þegar komið var fram úr bílnum niðri í Ölfusi sat við stýrið maður, alveg klesstur upp við stýrið og strarði fram fyrir sig að því er virtist nær frávita af þeirri skelfningu sem það virtist vera fyrir hann að aka þessa leið. 

Hann er ekki sá eini því að fjölmargir bílstjórar virðast vera gersamlega ófærir um að aka bílum sínum af tillitssemi og skynsemi. 


mbl.is Suðurlandsvegur illfær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ómar! Hvað hefði gerst, ef þessi maður hefði keirt á 90 km hraða. það veit væntanlega enginn, og ég veit að þetta er hvimleitt, en það verður hver og einn að aka eftir aðstæðum hverju sinni.´Þú ert nú venjulega á stórum bíl, en hefðir þú treist þér til að keira á 80-90 á litla prinsinum sem þú áttir í den? við þá aðstöðu að fá saltgusurnar á fram rúðuna á litla lága prinsinum?

Eyjólfur G Svavarsson, 18.12.2011 kl. 20:45

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég endurtek: Aðstæður í Kömbunum þennan dag voru eins og góðar og þær verða bestar á sumardegi. Vegurinn var auður eftir að hafa verið saltaður daginn áður og hafði síðan þornað. Það er gríðarlegur munur á 40 kílómetra hraða og 90 kílómetra hraða.

Ég ekki ekki "venjulega á stórum bíl", ég ek venjulega á minnsta bíl sem er í umferð hér á landi hverju sinni og var í þetta sinn á honum. 

Á þeim bíl og venjulegum bílum er auðveldasta mál í heimi að aka Kambana á minnst 70 kílómetra hraða nður beygjurnar og halda 90 kílómetra hraða á beinu köflunum á þurru malbikinu. 

Ég var ekkert að biðja um að maðurinn æki á 90 heldur aðeins að vera úti á öxlinni úr því að hann taldi sig þurfa að sniglast á 40 kílómetra hraða. 

Ómar Ragnarsson, 18.12.2011 kl. 21:36

3 Smámynd: Landfari

Þú gleymir því Ómar að það er bíll nr. 2 og 3 sem mynda lestina. Það þarf ekki mikið pláss til að taka framúr bíl á 40 en það þarf talsvert meira til að taka framúr 2-3.

Ef bíll nr. 2 ætlar sér ekki framúr á hann að hafa það gott bil að auðvelt sé aðf fara á milli en ekki keyra alveg ofaní bílnum á undan eins og svo algengt er að sjá.

Svo máttu ekki gleyma því Ómar minn að þú ert þrælvanur rallökumaður en það eru bara ekki allir. Það er ótrúlegur földi búinn að lenda í stórtjóni og slysum þegar menn halda að vegurinn sé auður en svo leynist hálka án þess að nokkur leið sé að sjá það.

Svo verðu þú að muna að 90 km. er hámarks en ekki lágmarkshraði á vegunum og miðað við bestu hugsanleg skilyrði.

En auðvitað verða þeir sem aka á 40 við góð skilyrði að vera vakandi fyrir umferðinni fyrir aftan og hjálpa henni framúr. Það er náttúrulega ekki spurning.

Landfari, 18.12.2011 kl. 22:34

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég tek undir með Ómari, hægaksturmenn eru hættulegir og ég sem ökukennari bendi nemendum mínum á að æskilegt sé að fylgja almennum ökuhraða og keyra sem næst hámarkshraða ef aðstæður eru góðar. Sömuleiðis að vera tillitssamur og víkja vel til hægri ef nauðsynlegt er fyrir mann að keyra hægar.

Þetta sem Landfari talar um er vissulega rétt, að bílar #2 og #3 eru oft vandamálið, en ekki alltaf. Stundum eru aðstæður þannig að það er einfaldlega hættulegt að taka framúr, jafnvel einum bíl.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2011 kl. 03:52

5 identicon

Var sá seinni í frásögnini nokkuð á gráum pallbíl!

Að sjálfsögðu á sá sem vill aka á 40 km hraða að taka tillit til annara og víkja á hægakstursrein.

Frábært hjá þér Ómar að vekja athygli á þessu

Gleðeilega  hátíð .

Gunnar Egilsson (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 08:42

6 identicon

Miðað við lýsingu á þessum manni og aksturslagi hans þá héld ég að hann ætti ekki að vera með ökuskírteini.

Bjarnveig (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 08:56

7 identicon

Þetta er ekki allskostar rétt.

Í fyrsta lagi þá er það rangt að þarna sé "sértæk hægakstursakrein". Menn eiga að vita að niður Kamba er ein akrein til austurs. Til hægri er óbrotin lína sem afmarkar vegöxlina sem er reyndar breiðari þarna en víða annars staðar. Almennt á ekki að aka yfir óbrotna línu nema í neyðartilvikum. Ef eitthvað kemur fyrir utan akreinar (sem þýðir líklegast utan vegar í lagatækninni) þá leikur vafi á um hvort tryggingar gilda. Þannig að það er bara frekja að ætlast til að ökumaður víki út fyrir akrein.

Í öðru lagi þá erum við öll samferðamenn í umferðinni hvort sem við erum eldri eða yngri. Vegurinn er fyrir okkur öll hvort sem við treystum okkur til að aka hratt eða ekki, svo framarlega að við höfum ökuréttindi. Ég er ekki viss um að Ómar verði hress þegar bílprófið verður ógilt vegna elli þegar þar að kemur.

Þeirri óánægu sem hér kemur fram ætti frekar að beina að samgönguyfirvöldum fyrir að  halda, áratug eftir áratug, úti stórhættulegum og illa gerðum Suðurlandsvegi. Flestar "endurbætur" á þessum vegi eru svo  heimskulegar að enginn skilur hvað er að gerast.  Hvers vegna var milljónatugum eða hundruðum kastað í síðustu breytingar og hverju skila þær? Engu nema hugsanlega aukinni slysahættu. Á þessum vegi er gríðarlegur umferðarþungi og þarna hafa orðið fjölmörg dauðaslys. Á sama tíma hefur margfaldri þeirri fjárhæð sem kostar að tvöfalda veginn verið varið í gangagerð með margfalt minni nýtingu. 

Stefán Ólafsson (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 11:26

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það var eitthvað verulega mikið að hjá ökumanninum sem ók á 40 kílómetra hraða og gat séð í baksýnisspeglinum óslitna röð á eftir sér svo langt sem augað eygði en á hinn bógin auðan veg langt framundan af því að hann hafði dregist svo langt aftur úr.

Þegar svona mikið er að má jafna því við neyðartilfelli og sérkennilegt að reyna að bera í bætifláka fyrir akstur af þessu tagi, sem getur skapað hættu. 

Við þær aðstæður sem voru þarna var ekki við ökumenn númer 2 og 3 að sakast því að ekki var mögulegt að aka fram úr dragbítnum, sem hélt sig kyrfilega klesstum upp við miðlínu og þétt umferð kom á móti. 

Ómar Ragnarsson, 19.12.2011 kl. 13:47

9 Smámynd: Þorkell Guðnason

Þakka þér fyrir Ómar að vekja athygli á þessu ólíðandi háttarlagi. Eftir langa reynslu af þínum fréttum og frásögnum, hef ég fulla ástæðu til að treysta því að rétt sé með farið.

Þorkell Guðnason, 19.12.2011 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband