Eins og þegar Borgarnes varð í alfararleið.

Fyrir daga Borgarfjarðarbrúarinnar var Borgarnes í 11 kílómetra fjarlægð frá hringveginum og þangað komu tiltölulega fáir.

Fyrir daga flugsins var Ísland einöngruð eyja langt frá umheiminum. 

Fyrir daga Keflavíkurflugvallar var Keflavík lítið fiskiþorp á útskaga.

Áður en hringvegurinn kom var Öræfasveit ein einangraðasta og afskekktasta byggð Íslands. 

Opnun siglingaleiða fyrir norðan Asíu og Ameríku mun skapa svipaða byltingu og ofangreind atriði gerðu fyrir Borgarnes, Ísland, Keflavík og Öræfasveit . 

Mest af þeim áhrifum mun verða til góðs fyrir okkur en einnig skapa viðfangsefni að fást við til að þessi bylting verði sem áfallalausust. 


mbl.is Norðausturleiðin að opnast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég held nú að það sé ofsagt að þetta hafi mikil áhrif hér. Eins og sjá má á korti með norsku fréttinni liggur þessi leið meðfram Noregi, en hvergi í námunda við Ísland.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.1.2012 kl. 13:53

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Á ensku er gjarnan talað um "a paradigm shift" þegar miklar breytingar verða, eins og með Borgarfjarðarbrúnni og ekki síður Hvalfjarðargöngum. Ný og áður óþekkt tækifæri bjóðast og öll viðmið breytast. Sá rammi sem afmarkar tilveruna víkkar á alla kanta. Það verður spennandi að sjá a) hvort Norðausturleiðin opnast og b) hvernig Íslendingar ætla sér að njóta góðs ef því.

Flosi Kristjánsson, 5.1.2012 kl. 17:04

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Íslendingar ættu að hætta að gera sér vonir um einhvern stórkostlegan ávinning af opnun norðurleiðanna, sunnan norðurskautsíssins. Ef menn skoða siglingakort í Merkatorkvarða eru náttúrulega ekkert annað en stórkostlegir möguleikar framundan: Ef sama svæði er skoðað í stórbaugskorti, erum við svona álíka sennileg umskipunarhöfn og Raufarhöfn, hjá skipi sem siglir frá Ísafirði til Reykjavíkur. Í Guðs bænum hætiið að keyra upp einhverjar væntingavísitölur á ekki sterkari grunni en þetta.

(Þegar siglt er í Smuguna í Barentshafi og lagt er af stað fré Reykjavík, er stysta leið að sigla norður eftir, með vesturlandi og taka stefnuna á Jan Mayen samkvæmt stórbaugskorti. Sama leið samkvæmt Merkatorkorti snýst dæmið við og seglt austur með suðurströndinni. Sé sú leið valin verður viðkomandi skip ca 12 klst lengur á leiðinni)

Halldór Egill Guðnason, 5.1.2012 kl. 21:43

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Gleymdu því samt ekki, Halldór Egill, að Ísland var alls ekki í stystu leið á milli Norður-Ameríku og Evrópu þegar Keflavíkurflugvöllur og flugtæknin breyttu samgöngulegri stöðu landsins.

Þá var stysta flugleiðin á milli álfanna mun sunnar um Azoreyjar en Ísland naut samt góðs af nýjum möguleikum. 

Ómar Ragnarsson, 5.1.2012 kl. 21:59

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ómar.: Merkator og Stórbaugur. Þar á milli er gil stærra en "Grand Canion." og því ótækt að verið sé að blaka fram framtíðarhugsjónum um nákvæmlega ekki neitt. Ekkert, er ekkert, hvernig sem á það er litið. Nema náttúrulega að draga fram kort sem allir skilja, en stenst ekki, þegar upp er staðið. Af hverju ekki að sýna fólki þetta með stórbaug að leiðarljósi? Hvaða strengi snertir stórbaugurinn allt í einu svona illa?

Frá Evrópu getur aldrei verið styttra að fljúga til suðurs. Lögun jarðar kýlir þann kost einfaldlega kaldan. Það sem menn vissu þá, er flug hófst milli heimsálfanna, var bara barn síns tíma. Nú vitum við betur og það gefur augaleið að leiðin frá Evrópu til N-Ameríku líggur NORÐAN við Ísland, en ekki sunnan við Azor;-)

Halldór Egill Guðnason, 5.1.2012 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband