Versnar í kvöld.

Snjóalögin nú minna um margt á hina snjóþungu vetur 1995 til 1996.  Snjóflóðahættan er ekki endilega mest þegar snjóar í litulum vindi, heldur vex hún þegar hvessir og snjóinn fer að draga í skafla og hengjur.

Það er einmitt í aðsigi á norðanverðum Vestfjörðum og á Miðnorðurlandi og því verður hafa varann á sér.

Svipað er að segja um önnur landssvæði hvað varðar færðina. Ef snjórinn er nokkurn veginn jafnfallinn er auðveldara að komast um eða halda leiðum opnun en ef hvessir eins og nú vofir yfir.


mbl.is Lýsa yfir óvissuástandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband