Þvert á hugsunina um framtíðarhagsmuni.

Fólk leggur fé í lífeyrissjóði með framtíðarsýn i huga, að það sjálft hugi að því að geta verið sjálfstæðir einstaklingar nái það háum aldri og að kynslóðirnar á eftir geti það líka.

Þau gögn, sem liggja fyrir um virkjanir á Nesjavalla-Hengilssvæðinu, benda til þess að þegar sé komið fram úr þeim mörkum, sem tryggja sjálfbæra orkuvinnslu til framtíðar.

Búast má við að orka núverandi virkjana á þessu svæði verði þorrin eftir nokkra áratugi og ef menn hafi sjálfbæra nýtingu í huga, sem miðast við að ganga ekki á hagsmuni komandi kynslóða, þyrfti að geta gripið þá til Hverahliðarvirkjunar í stað þess að keyra orkuvinnslu svæðisins í botn og láta barnabörn okkar standa uppi á heiðinni síðar á öldinni og spyrja: Hvar eigum við að taka þau 600 megavött, sem nú eru uppurin?

Björgvin G. Sigurðsson er þingmaður flokks, sem hefur kjörorðin "frelsi - jafnrétti - bræðralag.

Í þeim felst ekki aðeins frelsi og jafnrétti fyrir núlifandi kynslóð heldur líka fyrir komandi kynslóðir, jafnrétti kynslóðanna, sjálfbær þróun án rányrkju.

Því er það þreföld atlaga gegn þessari stefnu þegar þingmaður, sem játar henni, ber það fram að sjálfir lífeyrissjóðirnir sem sem byggjast á þessari stefnu, eiga nú að gera það mögulegt að ganga gegn henni á þrefaldan hátt: Atbeini þingmanna sem svíkja hana, lífeyrissjóða sem svíkja hana og orkuframkvæmda, sem svíkja hana.

 


mbl.is Lífeyrissjóðirnir fjármagni Hverahlíðavirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég held nú að það sé gáfulegra fyrir lífeyrissjóðina að fjárfesta í virkjunum heldur en að setja framtíðarlífeyrinn minn og þinn í ávöxtun hjá Ríkinu. Ef það dæmi væri einhverntíma gert upp þá kæmi í ljós að við værum þar með búnir að borga sjálfum okkur þá ávöxtun í gegnum skatta.

Gáfulegra að horfa á peninga verða til, og sérstaklega þegar um er að ræða fjárfestingu í eigin orkulindum. Sú orka getur ekki gert neitt annað en að bæta lífskjör þjóðarinnar. Ef þessi orka á að klárast einhverntíma þá verður að hætta að rigna á vatnasvæðinu.

Sé ekki það gerast. 

Sindri Karl Sigurðsson, 5.2.2012 kl. 16:10

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rangt hjá þér, Sindri Karl. Þú hefur ekki kynnt þér rannsóknir okkar færustu vísindamanna á eðli jarðvarmans. Það er ekkert "ef þessi orka klárast einhvern tíma" vegna skorts á úrkomu, þá snýst dæmið alls ekki um það, heldur hitt, að innstreymi á heitu vatni úr jarðlögunum í stað þess heita vatns sem er dælt upp úr þeim, verður að vera nægilegt til að viðhalda því.

Búið er að setja fram útreikninga, byggða á rannsóknum, hve hratt megi ganga á orkuforðann án þess að draga úr endingu hans, og á þeim á að vera hægt að byggja sanngjarna og skynsamlega nýtingu orkunnar í stað rányrkju á henni.

Ómar Ragnarsson, 5.2.2012 kl. 17:56

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það er auðvellt að reikna þegar menn gefa sér forsendur.

Breytir því ekki að það er gáfulegra að fyrir lífeyrissjóðina að eiga virkjun en að fjárfesta í Ríkisskuldabréfum og öðrum pappír.

kv.

Sindri Karl Sigurðsson, 5.2.2012 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband