Ófullnægjandi skammtímaredding, - dýrara en að eiga þyrlu ?

Það er fagnaðarefni að Landhelgisgæslan taki í notkun þyrlu á þeim tíma þegar tækjakostur hennar er fyrir neðan þau lágmörk sem nútíma þjóðfélaga hlýtur að setja fyrir slíkri starfsemi, jafnvel þótt betur megi ef duga skal. 

En oft á það við að "það er dýrt að vera fátækur" og vissulega er það skárra að leigja þyrlu en að vera í þeirri stöðu að ekki séu til fjármunir til að eiga slíka.

En ef niðurstaðan er nú samt sú, að til lengri tíma litið sé dýrara að leigja þyrlu en eiga hana, er það áleitin spurning hvort slík stefna sé verjandi í jafn mikilvægu máli og þetta er.

Og þá vaknar spurningin: Er virkilegra dýrara að leigja þyrlu en eiga hana þegar til langs tíma er litið? Jafnvel miklu dýrara?

Ég hef heimildir fyrir því að kunnáttumenn hafi komist að þessari niðurstöðu og að það þurfi að vekja ráðamenn þjóðarinnar af svefni í þessum málum.

Meðal þeirra sem mér er sagt að séu með þetta á hreinu er Guðmundur Ragnarsson, forsvarsmaður vélstjóra, sem hafi aflað sér gagna um þetta, útreiknað, svart á hvítu.

Íslensk stjórnvöld skulda að mínum dómi þjóðinni það, ekki bara sjómönnum, heldur hverju okkar að láta ekki ófremdarástand ríkja í þessum málum, því að öll getum við lent í þeim aðstæðum að þyrla verði okkur til bjargar.

Þeim ber að kynna sér þetta mál gaumgæilega og aðhafast í samræmi við þær staðreyndir, sem sannastar reynast í þessu máli.


mbl.is Leiguþyrlan lent í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband