Merkileg starfsemi sem fer ekki hátt.

Af því að ég hef verið talsvert á ferðinni á Selfossi síðustu tvö árin hef ég kynnst betur en fyrr öflugum iðnaði og annarri starfsemi, sem fram fer í iðnaðarhverfinu í suðvesturhluta bæjarins.

Það kom mér á óvart hvað þetta hverfi er stórt og hve mörg stór fyrirtæki eru þar, miklu stærri en ég hafði áður búist við að væru þar.

Meðal þeirra er plaströraverkmsiðjan Set, sem eldur er í þegar þetta er skrifað.

Ég hreifst af starfsemi þessa fyrirtækisins þegar ég fékk tækifæri til að skoða það fyrir tveimur árum og gerði mér ljóst að það skilar miklu stærri fjárhæðum inn í þjóðarbúið en ímynda má sér fyrirfram.

Því er það mikil og slæm frétt ef eldsvoðinn nú nær að stöðva starfsemi þess og valda stórtjóni.


mbl.is Gríðarlegur eldur í verksmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir eru svo best ég veit komnir með útibú í Þýskalandi.

Mér sýnist að eldurinn sé í gamla húsinu, ekki nýja, þar sem sjálf verksmiðjan er. Kannski er bara lager í hinu. Það er smá bót í máli, en sjálfsagt verður þetta allt ónýtt.

Jón Logi (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband