Hvílík framför frá 2002.

Árið 2002 var síðasta árið sem eitt flugfélag hélt uppi áætlunarferðum til og frá landinu. Áratugina á undan hafði slíkt verið talið sjálfsagt og óhjákvæmlegt.

Árið eftir var þessi arfa slæma einokun rofin og það var ein merkasta frétt þess árs, alger bylting fyrir landsmenn. Í sumar verða flugfélögin 17.

Hvernig myndi okkur líka við það ef eina leiðin til þess að komast innanlands til Akureyrar og Egilsstaða væri að fara með örfáum ferðum eins flugfélags og engir möguleikar væru á að fara landleiðina?


mbl.is 15 þúsund farþegar á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér myndi líka það þannig að ég færi að draga það í efa hvort það að borga meira ein helming launa minna í skatt og launatengd gjöld (verkalýðs skatt) væri góð hugmynd. Og svo myndi ég taka Rambó á þetta allt dæmi.

Tóti (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 05:39

2 identicon

Þar sem ég geri allt eins ráð fyrir heimsókn frá Víkingasveitinni eða sérstökum sendimönnum Ögmundar þá er bankareikningu ar min 1176-26-16325. Komi til lögsóknar mun ég nota framlög, annars endurgreiða (passið að nefna hvert þá :=).

Tóti (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 05:46

3 identicon

Ég hélt að þér og þínum væri illa við frelsi í anda sjálfstæðismanna?

Af hverju er í lagi að brenna bensíni á "kostnað" umhverfis, ef verið er að flandra í flugvél?

Er það af því að bensín kemur frá útlandinu?  

Eða af því að álið í vélfuglunum gæti verið íslenskt?

Ég bara skil ekki alveg.. :)

jonasgeir (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 09:47

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jónas Geir.

Álið í flugvélunum er ekki íslenskt. Hér á Íslandi er framleitt ál í erlendum álverum.

Raforkan sem þessi álver nota er hins vegar íslensk og til að framleiða hana þurfa íslensk fyrirtæki að taka gríðarlega há lán erlendis, greiða af þeim afborganir og vexti.

Orkuveita Reykjavíkur og HS Orka voru rekin með tapi á síðastliðnu ári.

Landsvirkjun er í eigu íslenska ríkisins og Sjálfstæðisflokkurinn heimtar sífellt mikil ríkisafskipti af atvinnulífinu og gríðarlega há erlend lán til að búa til störf sem eru margfalt dýrari og meira en tvöfalt færri en í ferðaþjónustunni.

Það er nú allt "frelsið" sem flokkurinn boðar.

Fyrirtæki í ferðaþjónustunni hér
eru hins vegar einkafyrirtæki.

Þorsteinn Briem, 25.3.2012 kl. 11:08

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er eitt strjálbýlasta land í heimi.

Hér á Íslandi eru þrír íbúar á hvern ferkílómetra og hingað til Íslands kemur nú um hálf milljón erlendra ferðamanna á ári.

Miðað við að hver erlendur ferðamaður dveljist hér á Íslandi í eina viku eru hér að meðaltali um tíu þúsund erlendir ferðamenn á degi hverjum allt árið á öllu landinu.

Um níu af hverjum tíu Íslendingum ferðuðust innanlands árið 2009 og gistu þá að meðaltali tvær vikur á þessum ferðalögum.

Að meðaltali voru því um
ellefu þúsund Íslendingar á ferðalögum innanlands á degi hverjum árið 2009.

Að meðaltali voru því FLEIRI ÍSLENDINGAR á ferðalögum hérlendis en erlendir ferðamenn á degi hverjum árið 2009.

Þeir sem ekki eru á ferðalögum utan síns heimabæjar ferðast þar flestir nær daglega til og frá skóla og vinnu. Og fólk er yfirleitt ekki á ferðalögum utan síns heimabæjar nema nokkrar vikur á ári.

Langflestir menga því mun meira í sínum heimabæ en utan hans, hvort sem þeir búa hérlendis eða erlendis.


Í hverri rútu og flugvél eru yfirleitt fjölmargir farþegar en í hverjum einkabíl á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi er eingöngu bílstjórinn í fjölmörgum tilfellum.

Ef erlendir ferðamenn kæmu ekki hingað til Íslands myndu þeir ferðast til annarra landa og menga álíka mikið í þeim ferðum.

Og innan við 1% af flugvélaflota Evrópu flýgur með farþega sem hér dvelja.

Þorsteinn Briem, 25.3.2012 kl. 11:18

6 identicon

Rétt, jonasgeir. Okkur er mörgum ílla við frelsi “í anda” Íhaldsins. Frelsi til að setja banka og sparisjóði á hausinn og koma fyrirtækum og þjóðinni í þrot. Frelsi til að tæma Seðlabanka af gjaldeyrisforða landsins og troða honum í vasana á glæpamönnum. Frelsi til að tæma bótasjóði tryggingarfélaga, stela stórum hluta af lífeyri fólks, taka kúlulán til að láta peningana vinna fyrir sig. Við viljum ekki að þið afturhaldsmenn hafi “frelsi” til að stela á daginn og grilla á kvöldin. Við viljum ekki þetta vesæla frjálshyggjubull Hannesar Hólmsteins og Nepotism-kapitalismi afglapans Dabba. Got it?

Þá máttu alveg vita að á Íslandi finnst ekkert ál. Ál er unnið úr Bauxit. Úr því er unnið súrál áður en rafmagni hleypt í gegnum leðjuna hér á skerinu og við það einangrast álið sem málmur, sem fer beinustu leið til útlanda. Eftir verða milljón tonn af gróðurhúsalofttegundum, sem fara út í andrúmsloftið. Þetta gerir Alcan, þetta gerir Alcoa, því þeir fá rafmagnið á ca. kostnaðarverði. Eftir verða nokkur störf í landinu, þau dýrustu sem hugsast getur. Og nátturan grætur.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 11:27

7 identicon

Ha ha.

Komu tveir ekki alveg alsgáðir, eða ekki alveg bara í lagi.

Ég hef flogið mikið milli landa.  Reyndar með sæmilegustu samvisku, en viðurkenni þó að það er afskaplega mengandi og orkufrekt uppátæki.

Álið er framleitt vegna hugvits Íslendinga og möguleika landsins.  Nokkuð óumdeilt.  Orkuveitan og HS Orka hafa svo langt sem ég veit aðallega séð um að hita upp húsnæði landans og byggja opinberar hallir í kratískum stíl.

Það er mjög gott að vinna hjá Landsvirkjun, og þar er skynsamlegur hagnaður af sölu rafmagns til stóriðju.  Búið er til dæmis að greiða niður Búrfellsvirkjun.  Hvernig getur sala á kostnaðarverði rímað við það?  

Græðgi og tap er skárri í einkagrillpartíum en á kostnað almennings.

Vilhjálmur gjaldkeri samfylkingar græddi jú ófáar milljónirnar á almannakostnað enda bankamálaráðherra í réttum flokki í hruni.   Fint mál?

Hann getur kanski keypt sér flugvél úr "íslensku" áli?  Eða farið í nógu margar flugferðirnar til og frá landinu..

jonasgeir (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 11:48

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

21.11.2008:

"Orkuveita Reykjavíkur tapaði nærri 40 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins, samkvæmt árshlutauppgjöri sem samþykkt var af stjórn fyrirtækisins í dag.

Skýrist þessi niðurstaða alfarið af 64 prósent gengisfalli íslensku krónunnar
, eftir því sem segir í tilkynningu til Kauphallarinnar."

"Þá reyndust skuldir félagsins 183 milljarðar króna en voru 102 milljarðar í lok síðasta árs."

Fjörutíu milljarða tap Orkuveitu Reykjavíkur

Þorsteinn Briem, 25.3.2012 kl. 11:53

9 Smámynd: Ólafur Als

Steini minn, ertu alveg farinn á límingunum? Brýrnar í þínu pólitíska landslagi; andúð á Sjálfstæðisflokknum og sértrúin á ESB eru haldreipi sem bragð er að - en nú skil ég þig ekki. Er sem sagt ekki hægt að fjárfesta í hvoru tveggja; iðnaði OG ferðaþjónustu? Einungis harðlínufólk virðist vera alfarið andmælt stóriðnaðu samhliða orkuuppbyggingu. Nær allir aðrir virðast átta sig á að annar valkosturinn útilokar ekki hinn. Jafnvel þínir fínu forfeður á Framsóknarlendum myndu nú átta sig á því, enda ekki beinlínis ofstækinu fyrir að fara þar, líkt og hjá þér.

Gott væri að kynna sér nýjustu kannanir um mengun ólíkra ferðamáta - þar virðast lestir og önnur almenningsfarartæki koma illa út - alltjent mun verr en hefur verið haldið fram um langt skeið. E.t.v. ætti Ómar einnig að kynna sér þær niðurstöður.

Ólafur Als, 25.3.2012 kl. 11:54

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Langtímaskuldir Landsvirkjunar í árslok 2008 voru um þrír milljarðar Bandaríkjadala, eða 370 milljarðar króna, andvirði þriggja Kárahnjúkavirkjana.

Vaxtagjöld Landsvirkjunar
árið 2008 voru 178 milljónir Bandaríkjadala, um 20 milljarðar króna.

Og Landsvirkjun tapaði árið 2008 345 milljónum Bandaríkjadala, um 40 milljörðum króna

Þorsteinn Briem, 25.3.2012 kl. 11:55

11 identicon

Úr því þú ert svona upptekin af 2008 Steini, án þess svo sem að ég skilji af hverju svona miðað við spjallið hans Ómars.

Hvað græddi gjaldkeri samfylkingar mikið á árinu 2008 á meðan almenningur flestur tapaði?

Ég vona að samflokkurinn hafi fengið að njóta einhvers af þessu.  Hann var jú við völdin..

jonasgeir (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 12:13

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fasistar sækja ýmislegt til bolsévismans, svo sem mikil afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu.

Að auki einkennist orðræða fasismans af mikilli þjóðernishyggju.

Fasismi

Þorsteinn Briem, 25.3.2012 kl. 12:14

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

NOKKRAR STAÐREYNDIR:

Útflutningsverðmæti
þjónustu eru hér meiri en útflutningsverðmæti stóriðju.

Útflutningsverðmæti samgangna, flutninga og ferðaþjónustu var níu milljörðum króna meira árið 2009 en útflutningsverðmæti áls og kísiljárns.

Meðallaun
í ferðaþjónustu eru hér ekki lægri en meðallaun í stóriðju.

Flestir
í ferðaþjónustunni hér starfa allt árið.

Ferðaþjónusta skapar hér fleiri störf en stóriðjan.

Einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir hérlendis.

Störf í stóriðju eru þau dýrustu í heiminum og þar kostar hvert starf að minnsta kosti einn milljarð króna en störf í hátækni 25-30 milljónir króna.

Þorsteinn Briem, 25.3.2012 kl. 12:17

14 identicon

Sjálfsstæðisflokkurinn er kommúnistaflokkur með fasískar tilhneigingar.

Skuggi (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 12:19

15 identicon

Alveg sammála tali um fasista Steini.  Enda sagðist Hitler alltaf vera sósíaldemókrati.

En núna ertu farin að ferðast ansi mikið lengra frá því sem Ómar var að tala um sýnist mér.  

jonasgeir (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 12:21

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samtök iðnaðarins:

"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til í landinu á árunum 1990 til 2004 sköpuðust vegna HÁTÆKNI.

Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.

Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.

Í hátækni eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.


Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að VIRÐISAUKI framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.

Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu,
einungis ÞRIÐJUNGUR virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu en um 70% eru flutt úr landi.
"

Þorsteinn Briem, 25.3.2012 kl. 12:25

17 identicon

Það er ekkert íslenskt hugvit á bak við álframleiðslu. Þvílík fáfræði. Sú aðferð sem notuð er í dag gengur undur nafninu Hall-Héroult og var hönnuð fyrir meira en 125 árum. Þá höfðu fæstir Íslendingar heyrt af frumefninu Aluminium (Al), enda engin efnafræði kennd í skólun landins. Hinsvegar guðfræði. Þá fundu Íslendingar ekki upp vatnsafls- né gufuaflsvirkjanir, ekki frekar en hjólið. Ein af fyrstu jarðvarmavirkjunum í heiminum var sett upp 1904 í Ítalíu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 12:26

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fjöldi starfa í ferðaþjónustunni hérlendis var um 8.400 árið 2007 og ef þeim störfum hefur fjölgað frá þeim tíma um 6,8% á ári að meðaltali, líkt og erlendum ferðamönnum fjölgaði hér á síðasta áratug, voru þessi störf um ellefu þúsund í fyrra, meira en tvisvar sinnum fleiri en í álverunum hér og tengdum greinum.

Þorsteinn Briem, 25.3.2012 kl. 12:28

19 identicon

Við getum verið sammála um magn hugvits í kollinum á þér Haukur Kristinsson, en hver á það?

Er það sá sem skrifaði bókina sem þú lærðir úr, sá sem þú greiðir skattin til eða kanski bara þú þrátt fyrir allt?

Veltu því aðeins fyrir þér?

Er það bara hugvit sem er skráð á einkaleifisstofu?

jonasgeir (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 12:32

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness, og á vef félagsins er tekið sem dæmi að starfsmaður, sem unnið hefur Í SJÖ ÁR hjá Norðuráli, hafi fengið 308.994 króna mánaðarlaun í nóvember 2010.

Þorsteinn Briem, 25.3.2012 kl. 12:33

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mbl.is 12. 6.2008: "Á vefsíðu Fjarðaáls kemur fram að meðallaun framleiðslustarfsmanna eru tæpar 336 þúsund krónur á mánuði, með INNIFALINNI yfirvinnu, vaktaálagi og fleiru."

Þorsteinn Briem, 25.3.2012 kl. 12:36

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt launakönnun VR, sem gerð var í ársbyrjun 2009 og tæplega ellefu þúsund manns svöruðu, voru heildarmánaðarlaun á hótelum, veitingahúsum og ferðaskrifstofum 362 þúsund krónur, í samgöngum á sjó og landi og flutningaþjónustu 377 þúsund krónur og flugsamgöngum 391 þúsund krónur.

(Og í matvæla- og drykkjariðnaði voru heildarmánaðarlaunin 391 þúsund krónur, lyfjaiðnaði 411 þúsund krónur, ýmsum iðnaði og byggingastarfsemi 441 þúsund krónur, byggingavöruverslunum 363 þúsund krónur og stórmörkuðum, matvöruverslunum og söluturnum 352 þúsund krónur.)

Félagssvæði VR
nær yfir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar, Álftaness, Kjósarhrepps,
Akraness og nágrennis, Húnaþings vestra, alls Austurlands og Vestmannaeyja.

Launakönnun VR 2009 - Grunnlaun, heildarlaun og vinnutími á hótelum, veitingahúsum, ferðaskrifstofum, í samgöngum á sjó og landi, flutningaþjónustu og flugsamgöngum - Sjá bls. 23-25

Þorsteinn Briem, 25.3.2012 kl. 12:38

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 1.600 íslenskir flugmenn, flugfreyjur, flugþjónar, flugvirkjar og flugumferðarstjórar starfa hér í ferðaþjónustunni við innanlandsflugið og millilandaflugið. Þeirra laun hafa ekki verið tekin hér með í reikninginn og þau hækka að sjálfsögðu meðallaunin töluvert í ferðaþjónustunni.

Rúmlega 600 eru í Félagi atvinnuflugmanna
(FÍA), rúmlega sjö hundruð í Félagi flugfreyja. um 200 flugvirkjar vinna hjá Icelandair og Flugfélagi Íslands og um 100 flugumferðarstjórar starfa hér.

Meðallaun flugmanna virðast vera um ein milljón króna á mánuði, samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar 2009 og þar má finna flugfreyjur með 400 og 500 þúsund krónur á mánuði, flugvirkja með 400 og 700 þúsund krónur á mánuði og flugumferðarstjóra með um eina milljón króna á mánuði.

Félag íslenskra atvinnuflugmanna


Flugfreyjufélag Íslands


Flugvirkjafélag Íslands


Flugumferðarstjórar í BSRB


Ræstingafólk vinnur í öllum fyrirtækjum, bæði í þjónustu- og framleiðslufyrirtækjum, álverum sem ferðaþjónustu.

Herbergisþernur vinna á hótelum og sumarið 2008 voru 300 hótel og gistiheimili á landinu, misjafnlega stór að sjálfsögðu. Og á móti þeirra launum koma mun hærri laun flugmanna, flugfreyja, flugþjóna, flugvirkja og flugumferðarstjóra.

Um 200
þeirra sem starfa á hótelum, veitingahúsum og ferðaskrifstofum tóku þátt í launakönnun VR í ársbyrjun 2009. Einnig um 200 þeirra sem starfa í flugsamgöngum og um 400 þeirra sem vinna við flutningaþjónustu og samgöngur á sjó og landi, sem ætti að vera marktækt úrtak, enda ólíklegteingöngu þeir sem hæst höfðu launin hafi svarað könnuninni.

Þorsteinn Briem, 25.3.2012 kl. 12:40

24 identicon

Ég hef ekkert á móti því að fólk hafi góð laun fyrir vinnu sína Steini, hvað sem þú ert nú að fara með þessari upptalningu.  En er ekki stjórnvöldum frekar illa við það?  Mér sýnist oft að það sé frekar illa séð þar á bæ.  

Alla vega ekki meira en forsætisráðherran sem er í þjóðarsátt við sjálfa sig.  Eins gott að hún er ekki að vinna í stóriðjunni. :)

jonasgeir (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 13:16

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.10.2009:

Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins:

"Hvert starf í þessum geira, sem við fjárfestum í, kostar á bilinu 25 til 30 milljónir króna, sem er þá heildarfjárfesting á bak við hvert fyrirtæki.

Hvert starf í stóriðju kostar hins vegar að minnsta kosti einn milljarð króna.


Þá skapa nýsköpunarstörfin einnig afleidd störf á sama hátt og álver og jafnvel enn frekar."

Stóriðjustörfin þau dýrustu í heimi

Þorsteinn Briem, 25.3.2012 kl. 13:31

26 identicon

jonasgeir skilur ekki orðið hugvit. Mætti fletta því upp í orðabók.

“Álið er framleitt vegna menntunar (þekkingar) Íslendinga og möguleika landsins“, er líklega það sem hann vildi segja. Og þá erum við sammála.

Í einkaleyfum (patents) er mikið af hugviti, svo sannarlega. En mest af því hugviti sem þar má finna, hefur ekki náð stigi framleiðslu (products).

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 14:51

27 identicon

Þetta er nú farið að fara út í vitleysu.  Kanski ekki skrýtið.

Stórhótel miðbæjar kosta meira en meðal sveitahótel.

Togari kostar meira en trilla.

Stóriðja kostar meira en skósmiðja.

Boeng 777 kostar meira en Cessna.

Dýrara EN samt borgar þetta sig!  Hvað þýðir það í dulúðugum þokukenndum heimi krata?

jonasgeir (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 15:13

28 Smámynd: Magnús Ágústsson

Að rífast á internetinu er eins og að keppa í ólumpíleikum þroskahefta það er sama hvort þú vinnur eða ekki þú ert enn þroskaheftur Steini

Magnús Ágústsson, 26.3.2012 kl. 03:30

29 identicon

Tók enginn eftir því að upphafspistill síðuhafa snerist um það hverju það breytti þegar einokun í flugi heyrði sögunni til?

Jón Logi (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband