Hvílíkir snillingar!

Hvílík lyftistöng fyrir knattspyrnuna hafa ekki tveir menn verið í sparkinu á Spáni. Og þeir eru auðvitað ekki einir. Hvað eftir annað eru skoruð mörk eftir þvílíkan snilldarsamleik og undirbúning að maður stendur á öndinni og segir eins og litlu börnin þegar verið er að segja þeim eða sýna ævintýri: Sýna aftur! Sýna aftur! 
mbl.is Ronaldo setti met og Messi jafnaði það
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Því er ekki að neita að Messi og Ronaldo eru snillingar á sínu sviði og núna fyrir nokkrum dögum skoraði hann sjöttu þrennuna sína á tímabilinu en Ronaldo og Messi hafa skorað jafnmikið á þessu tímabili eða 41 mark hvor í spænsku deildarkeppninni.

Tímabilið í fyrra skoraði Ronaldo alls 40 mörk og Messi 31 og sá 3 var Sergio Agüero með 20 mörk.

Real Madrid og Barcelona hafa verið í algjörum sérflokki síðustu árin í spænsku deildinni eða allar götur síðan 2004 þegar Valencia vann seinast deildina, Real Madrid og Barcelona eru tvö tekjuhæstu knattspyrnufélög heims og yfirburðirnir eru ótrúlegir og milljarðaveltan er ótrúleg.

Ég hef alltaf kallað spænsku deildina "tveggja liða deildin" því yfirburðir Real og Barca eru með ólíkindum og óspennandi hefur verið að sjá þessa yfirburði síðustu árin, 11 Jan núna seinast var Spænska 1. deildin talin sú sterkasta í heimi að mati Alþjóðasambands fótboltatölfræðinga...en þetta er bara algjört bull að mínu mati því það eru ótrúlega mörg slök lið þarna í spænsku deildinni því Messi og Ronaldo virðast geta skorað að vild gegn þessum liðum og nokkrar þrennur hjá þeim á einu tímabili segir bara sína sögu að þessi slöku lið í spænsku deildinni eru ekki háttskrifuð.

Sem dæmi munar heilum 29 stigum á Barcelona og Valencia sem er í 3 sæti! svona hefur þetta verið seinustu árin og sér engan enda á.

Ég stórlega efast um að menn eins og Ronaldo og Messi mundu skora nokkrar þrennur á heilu tímabili í ensku úrvalsdeildinni eins og þeir gera jafnan í spænsku deildinni.

Friðrik Friðriksson, 15.4.2012 kl. 09:48

2 Smámynd: Guðmundur Björn

Friðrik:

Það er móðgun við knattspyrnuna að jafna Kristjönu Rögnvalds við Lionel Messi.  Kristjana Rögnvalds er jú með hæfileika og frábær fótboltamaður, en það sem maður sér frá Messi hefur ekki sést í áratugi...jafnvel aldrei á knattspyrnuvellinum.  Að því að þú ert að bera saman ensku deildina og þá spænsku, þá vil ég minna á það að væntanlegir meistarar í Englandi duttu sannfærandi út fyrir Athletic Bilbao um daginn og er það lið í 8. - 11. sæti.  Spænska deildin er mikið sterkari en sú enska í dag, en sú ensku hefur líka ekki verið jafnslök síðan 1991, eða þegar talað var um leggja hana niður vegna leiðinda. 

Guðmundur Björn, 15.4.2012 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband