Vill hann samt ekki breyta þessu? Og hvers vegna ekki fyrr?

Ekki verður betur séð en að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafi verið að lýsa ástandi varðandi ráðuneyti og ráðherra sem verið hefur við lýði allan lýðveldistímann eins og svo margt annað, sem hefur stafað af því hve óskýrt núverandi stjórnarskrá er orðuð og sett upp.

Þess vegna er skemmtilegt þegar þingmaður þess flokks sem hefur allt á hornum sér varðandi það að breyta þessari stjórnarskrá og draga lappirnar í því efni gera betri, vekur allt í einu máls á einu af fjölmörgum slíkum atriðum.

Umræddur þingmaður hefur verið á þingi í áratugi og því er spurning af hverju hann gerði ekki úr þessu stórmál fyrr.


mbl.is „Grafalvarleg“ ummæli Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Sæll Ómar,

mér sýnist þú hafa sitthvað á hornum þínum, fremur en nefndur þingmaður, sem finnur að málatilbúnaði forsætisráðherra. Það er jú eitt af hans hlutverkum, að gagnrýna stjórnvöld - í þessu tilfelli virðist hún réttmæt. Ekki vegna þess að hann sé að árétta ákvæði stjórnarskrárinnar eða sitt álit á þeim, heldur vegna þeirrar einföldu ábendingar að forsætisráðherra segir eigin verknað vart standast stjórnarskrá.

Innlegg þitt um að þingmaðurinn tilheyri flokki sem ekki vilji betrumbæta stjórnarskrána er vitanlega eins og hver önnur þvæla, ekki sæmandi hugsandi fólki. Ég held að það sé albest að gefa sér að allir vilji betrumbæta stjórnarskrána - sumir lítið sem ekkert, aðrir mun meira - en ósammála um leiðirnar.

Sem dæmi má nefna að persónulega þykir mér skömm til þess að vita að stjórnvöld hafi valið þá leið að setja þig og fleira til starfans að skrifa nýja stjórnarskrá eftir úrskurð hæstaréttar. Ef einhvern tímann hafi sannast að góður vilji sé ekki nægilegur, þá tel ég að "lögleysan" að baki samnings nýrrar stjórnarskrár fyrir lýðveldið hafi sannað það.

Stjórnarskrármálið hefur orðið til þess að sundra þingheimi og jafnvel þjóðinni. Því miður hefur þú verið þátttakandi í þeirri sundrung - á tímum þegar okkar þjóð þarf á því að halda að finna samnefnara og slagkraft til nýrra verka.

Ólafur Als, 21.4.2012 kl. 12:40

2 identicon

Gamla klisjan, gamla tuggan.  "Lögleysan" á bak við störf stjórlagaráðs, vegna dómar Sjallaréttar. Þessum sjallabjálfum er ekki viðbjargandi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.4.2012 kl. 13:48

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Eitthvað þurfa þeir sem aðhyllast samspillingarstjórnina að athuga sinn gang. Það er nefnilega þannig að það eru ekki bara sjallar sem eru á móti þeirri lögleysu sem stjórnarskrármálið er.

Með kveðju

Kaldi

Fyrrum stjórnarmaður félagi VG Grundarfirði.

Ólafur Björn Ólafsson, 21.4.2012 kl. 14:37

4 identicon

Hvaða lögleysu sannaði það, að Ómar og fleira gott fólk hafi verið fengin til að koma með hugmyndir sem gætu bætt stjórnarskrána?

Ég kaus þau nákvæmlega til þess, en vegna þess að kassinn sem ég kaus í var ekki nógu stór var atkvæði mínu og alllra hinna hent út, og gæti mér ekki verið meira sama þótt að stjórnin hafi þá skipað þetta næstum-því-kjörna fólk í stjórnlagaráð, sem varð þá fyrst og fremst ráðgjafastarf.

Pétur (IP-tala skráð) 21.4.2012 kl. 14:51

5 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Breytir samt ekki þeirri staðreynd að það er EKKI þörf á nýrri stjórnarskrá. Það má hinsvegar taka núverandi stjórnarskrá og setja viðauka til nánari útskýringa...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 21.4.2012 kl. 16:13

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands:

"15. gr. stjórnarskrárinnar um að forseti [Íslands] skipi ráðherra verður að skoða í ljósi þingræðisreglunnar.

Því er það Alþingi sem ræður því í raun hverjir verði skipaðir ráðherra, þótt formlegt skipunarvald sé hjá forsetanum.

Skipun eins ráðherra í ríkisstjórn fer eftir tillögu forsætisráðherra.

Við myndun nýrrar ríkisstjórnar ber forseta að kanna vilja Alþingis áður en ákvörðun er tekin um skipun ráðherrra."

Þorsteinn Briem, 21.4.2012 kl. 16:49

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

25 fulltrúar í stjórnlagaráði af öllum stigum, stéttum og aldurshópum þjóðfélagsins með eins ólíkar skoðanir og aðstæður og hugsast gat, samdi þrátt fyrir það frumvarp sem allir 25 samþykktu og enginn var á móti.

Ég tel mig ekki hafa "verið þátttakandi í sundrungu" í því starf, heldur þvert á móti.  

Ómar Ragnarsson, 21.4.2012 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband