Framleiða samt bestu orrustuþotuna.

Talið er að ein ástæða þess að Þjóðverjar tóku ekki Svíþjóð um leið og Noreg og Danmörku hafi verið sú að sænski herinn var öflugri en herir hinna þjóðanna til samans.

Sú var tíðin fyrr á öldum að Danir og Svíar höfðu í fullu tré við þjóðirnar sunnan Eystrasalts og stundum rúnmlega það.

Svíar einir héldu í það á síðustu öld að hafa öflugan her.

Þegar veldi Þjóðverja var mest voru Svíar umkringt eyland. Að vestanverðu réðu Þjóðverjar yfir Danmörku og Noregi og að sjálfsögðu einnig að sunnanverðu. Fyrir austan Svíþjóð voru Finnar, bandamenn Þjóðverja.

Þess vegna neyddust Svíar til þess að leyfa Þjóðverjum að flytja hersveitir í gegnum land sitt frá Noregi til Finnlands og fengu bágt fyrir.

Enn halda Svíar í margra alda gamlan herveldisdraum og framleiða meira að segja orrustuþotuna Saab Gripen sem er jafnvel er talin besta orrustuþota heims.  En það þarf meira til að halda uppi nógu öflugum her en það því að engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn.

Við lok Kalda stríðsins kom í ljós að þrátt fyrir yfirlýsingu um hlutleysi og mikla gagnrýni á Bandaríkin á tímum Olofs Palme hafði sænski herinn nána leynilega samvinnu við NATO enda ljóst að mesta ógnin gagnvart sjálfstæði Svía og þjóðskipulagi kom frá Rússum og að ómögulegt yrði að veita neina mótspyrnu af minnsta gagni nema að haga málum svona.

Vígbúnaður Svía og vopnasala þeirra, sem stunda af alúð leynt og ljóst, hefur lengi verið deiluefni, því að spurt er hvaða gegn geti verið að þessu á okkar tímum.

Sú umræða er áhugaverð.


mbl.is Sænski herinn ófær um að verja Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sabb Gripen eru vita gagnlausar vélar, enda engin þjóð sem hefur áhuga á þeim. Svíar greiddu milljarði með milli landa viðskiptum við Suður Afríku þar sem JAS Gripen var framlag svía. Algjör skandall.

Svíar neyddusut ekkert til að leggja þjóðverjum lið í stríðinu, hvorki með herflutninga eða önnur viðskipti. Þeir seldu nasistum málmgrýti og stál með glöðu geði.

Njósnarar kommúnista var stærta vandamálið, enda í tugum í Svíþjóð á þessum tíma og í kalda stríðinu. Það hefur enginn fréttamaður frá Svíþjóð vogað að byrta skýrslur frá STASI um þessa einstaklinga, enda margir mætir borgarar í Svíþjóð í dag.

Það eru mörg ár síða svíar hafa skorið það mikið niður hjá hernum, að heimavarnarliðið, það eina sem eftir er, er brandari.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 19:41

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég á nokkrar heimildabækur um herflugvélar, meðal annars bók sem fjallar um allar herflugvélar sögunnar, um 1500 tegundir samtals, og mér sýnist vera einna best.

Mér sýnast dómar og lýsingar á vélunum vera mjög í samræmi við það sem ég sé í hinum handbókunum og ritum um styrjaldir 20. aldar. 

Af afkastatölum og öðrum upplýsingum um Saab Gripen sýnist mér að dómur þessarar bókar um hana fari nærri lagi.

Hvað heimildir hefur þú fyrir því, Valdimar, að Saab Gripen séu "vita gagnslausar vélar"?

Svíar höfðu selt fram að stríðinu, sem hlutlaus þjóð, málmgrýti öllum þeim sem vildu kaupa og Norðmenn höfðu, lika sem hlutlaus þjóð, leyft flutninga á því í gegnum Narvik.

Svíar voru í engri aðstöðu til þess að hætta þessari sölu, og þess má geta að fyrir innrás Þjóðverja í Danmörku og Noreg höfðu Bretar ákveðið að senda herlið til Narvik, sem átti ekki einasta að hertaka þann bæ, heldur líka að fara yfir fjallið og hertaka járnnámurnar í Svíþjóð.

Bretar voru byrjaðir að leggja tundurdul í norskri landhelgi þegar Þjóðverjar urðu fyrri til og réðust á Danmörku og Noreg.

Með því að halda þessu til haga er ég ekki að taka málstað mestu villimennsku veraldarsögunnar sem Hitler og þýsku nasistarnir stóðu fyrir. En rétt skal vera rétt.   

Ómar Ragnarsson, 2.5.2012 kl. 20:05

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Svíar léku tveimur skjöldum í Seinni heimsstyrjöldinni. Þóttust vera hlutlausir en seldu Þjóðverjum allskonar dót sem hét þýsku stríðsvélinni gangandi.

Ég held að hlutleysisskjöldur Svía hafi útilokað innrás Þjóðverja en alls ekki her þeirra. Ég hef aldrei heyrt það áður að þJóðverjar hafi hræðst sænska herinn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.5.2012 kl. 20:05

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þar sem sænska ríkið vann svo vel saman með þýskum nasistum þá þurfti ekki að hertaka þá. 

Gífurleg eyðilegging Norðmanna á styrjaldarmaskínu nasista kom Svíum að miklu gagni og til aðstoðar.

Samkvæmt þessu ættu Svíar nú að vera ein ríkasta þjóð í heimi. Að hafa sloppið svona vel frá eyðileggingu styrjaldarinnar. En svo lenti sænska þjóðin því miður í höndum sænskra sósíalista eftir stríð - og því fór sem fór. Peningarnir eru búnir. 

Gunnar Rögnvaldsson, 2.5.2012 kl. 20:06

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Galdurinn við peninga er að hafa þá. 

Gunnar Rögnvaldsson, 2.5.2012 kl. 20:07

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þjóðverjar hræddust auðvitað ekki her Svía heldur urðu þeir að taka tillit til þess að á sama tíma og þeir sendu herlið til að taka það sem taka þurfti í Skandinavíu til að tryggja járnflutningana til Þýskalands urðu þeir að ráðast inn í Niðurlönd og Frakkland gegn fjölmennasta her heims og urðu því að nota allra ódýrustu aðferðina í Operation Weserubung.

Valdimar til fróðleiks set ég hér tilvitnun í bókina "The complete guide to fighters and bombers of the world".

Í upphafi umsagnar um Saab Gripen stendur:

 "This lightweigt multirole fighter is probably the most advanced and capable single-seat fighter in the wörld."

Þetta er síðan rökstutt í talsverðu máli og með tölum en í lokin segir: "The first of around 200 Gripens began operational service with the Swedish Air Force in June 1997 and the aircraft has also been ordered by the South African Airforce. The Gripen is generally acknowledged as one of the ultimate modern fighters."  

Gaman væri að sjá hliðstæðar heimildir Valdimars fyrir því að þetta séu vita gagnslausar vélar sem engum detti í hug að kaupa eða nota.

Það segir lítið um getu herflugvéla hvort margir kaupa þær. Auðvitað kaupa allir sem það geta þær hjá eina risaveldi heims til þess að  era í náðinni og fá stuðning og velvilja. Og F-16 er auðvitað enginn aukvisi meðal eins sætis orrustuþotna.

Ómar Ragnarsson, 2.5.2012 kl. 21:06

7 identicon

Ómar. Mín vitneskja kemur frá sænskum fréttamiðlum. Salan til S-Afríku var mútuskandall sem kostaði svía milljarða í tap en ekki gróða. Göran Persson,forsætisráðherra mætti með fríðu föruneyti. Sænska bandið "Docktor Alban" var fenginn til að troða upp þarna suðurfrá með frábærum árangri. Þar mættu 5 manns. Allt greitt af sænska ríkinu. Ríkisstjórnin sem kom á eftir, þarna suðurfrá, vildi rifta samningnum á þeim forsemdum að þetta voru mútur frá A-Ö af hálfu svía, en þá komu bretar inn í dæmið og kipptu í spotta. Norðmenn hættu við kaup og danir einnig og reyndar allar þjóðir sem kaupa örustuþotur, en tékkar keyptu, að mig minnir, 4 stykki. Ég man ekki hvort arabaríki keypti vélar, en svíar framleiða stríðsgögn í arabalöndum, sem engin má vita um, en allir vita.

Í NATO innrásinni í Lýbíu, voru Saab vélarnar sendar í fjórar eftirlitsferðir án aðgerðar á öllu tímabilinu. Ég tek það fram, að öll mín vitneskja kemur úr sæmskum fréttamiðlum.

Hversu margar ( eða fáar) vélar hafa verið seldar úr landi, hef ég ekki hugmynd um, en áhuginn er mjög lítill og að sjálfsögðu ástæða fyrir því.

Örustuþotur eru ekki bara keyptar frá einu stórveldi. Arabar kaupa orustuvélar af bretum, að vísu með mútum þar sem þeir hafa fengið, ekki bara lystisnekkjur, heldur fría hótelvist á bestu hótelum í London ómælt, o.m.fl. Það er ekki allt sem sýnist. Kv.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 22:22

8 identicon

Byrjum á WWII.

Ég hef alltaf undrað mig svolítið  á Svíum með afstöðuleysi sitt þegar Þjóðverjar gengu á land í Noregi 9. Apríl 1940, og að halda því þegar Bretar gengu á land stuttu eftir. Þeir treystu sér ekki betur en svo að vera svona semi-pro-Axis.

Skemmtilegt svona "what-if" er hvað hefði gerst hefðu Svíar slegist með Bretum vorið 1940. Hefðu Þjóðverjar þurft að láta í minni pokann? Þetta var nefnilega tæpara hjá Þýskum en margan grunar, - mannfall töluvert, skipatjón verulegt, og úrslit voru ekki ráðin fyrr en Þjóðverjar hófu sókn sína á Vesturvígstöðvunum. Orrustan um Noreg stóð lengur en orrustan um Frakkland, jafnvel þótt að höfuðstaðirnir féllu strax. 

Svo kom eftirmálinn, hvar Svíar dældu í Þjóðverja hráefnum og iðnaðarvörum. Sumir jöfrar öðluðust reyndar ákveðið vald yfir Þýskum og voru í nánu vinfengi við t.a.m. Himmler, og notuðu það til að hjálpa fólki úr fangabúðum. Gaurar eins og Wallenberg, og hvað hét svo aftur greifinn sem arrangséraði heilmiklum brottflutningum...

En....hefði Noregur runnið úr greipum Þjóðverja, og Svíþjóð orðið bandamanna megin, - pælið bara í framhaldinu....

Þess má svo geta að mikið af járni fór frá N-Noregi til Þýskalands með sjóflutningi. Það var erfitt fyrir RAF og RN að hefta þennan flutning, þar sem hægt var að taka þetta á vetrum og mikið að næturlagi, - suður með ströndum, og leita vars yfir dag þar sem loftvarnir voru góðar. Mun meira fór þennan veg heldur en það sem fór með járnbrautum frá Noregi í gegn um Svíþjóð. Sú leið var þó líka notuð.

Svo til JAS 39 þotunnar. Bara til að hafa það á hreinu þá er þetta einhver fyrsta herþotan með "relaxed stability", - þ.e.a.s. hún er svo helv. óstöðug að það þarf tölvukerfi til að fljúga henni, en það sem vinnst er ótrúleg flugfimi. Hún er lítil miðað við afl, og létt miðað við afl, þolir stuttar og snæviþaktar brautir, hefur "turnaround" tíma upp á einungis 10 mínútur, tekur MACH-2, og er metin á skala á við Eurofighter Typhoon, F-16, og Rafael. Endingartími er áætlaður 50 ár ef út í það fer, og viðhald einfalt. Það eru 6 ríki sem nota hana í dag, mörg fleiri að spekúlera, og núna vel á annað hundrað í brúki.

F15 reyndar ku pakka F-16 saman..... 

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.5.2012 kl. 09:38

9 identicon

Til viðbótar....

Gamli "SEA HARRIER" frá breska flotanum, vél sem fór fyrst í loftið fyrir 1970 getur forðast "lock-on" frá F16. Hún sýndi sína hæfileika m.a. í Falklandseyjastríðinu 1982, þegar hún forðaðist Mirage þotur Argentínumanna leikandi, og jafnvel flugskeyti.

Það var ef ég man rétt hvað JAS 39 var gerð fyrir, - að geta hrist af sér "air-to-air" flugskeyti með alveg óeðlilegum flugeiginleikum. Og núna er þetta módúl, - "relaxed stability" notað í flestar "ofur-orrustuvélar", t.a.m. Eurofighter Typhoon, og yfir það, mig minnir F-22 líka.

Harrier notaði hins vegar VTOL tækni sem var sú fyrsta í heiminum í herbrúki hjá Bretum.

Svo eru nýrri Rússavélarnar alveg ótrúlegar. Ómar getur nú sagt frá því hvernig þær haga sér á flugsýningum.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.5.2012 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband