"Kaupthinking".

Hvatningarmyndband Kaupþingsbanka í aðdraganda Hrunsins segir allt sem segja þarf um það, sem blés upp bankabóluna. Þar var fullyrt að ný og byltingarkennd hugsun íslenskra ofurmenna, svonefnt "Kauphtinking" ryddi í burtu gamaldags hugmyndum um fjármálavafstur.

Nýja hugsunin gæti fætt af sér veldisvöxt fjármálaumsvifa (exponental growth) þar sem tölur gætu tvöfaldast ár eftir ár út í eitt.

Einn af íslensku ofurmennasnillingunum kallaði Icessavetrixið "tæra snilld."

Íslendingar voru skilgreindir sem ný tegund af útrásarvíkingum og hin byltingarkenna íslenska hugsun og snillingarnir, sem fundu þetta upp,  mært af slíkri helgislepju og froðu að það minnti á það þegar hinn aríski og germanski kynstofn var hafinn í hæstu hæðir í sama landi og hið íslenska "Kaupthinking" nær sér nú enn og aftur á strik.

Hvernig má það vera að þetta haldi áfram eins og ekkert hafi í skorist?  Jú, mennirnir, sem blésu fjármálabóluna upp á sínum tíma, eru enn í sömu aðstöðu og á sama stalli og þá, með tekjur og umsvif sem eru langt fyrir ofan það sem venjulegt fólk getur látið sig dreyma um.

Þeir halda að sjálfsögðu uppteknum hætti.  


mbl.is „Hið rússneska Kaupþing“ í Þýskalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skýringar forsetans á atgjörvi útrásar-bófanna

 

Óli um "athafnaskáldið". A poet of enterprise.

 

And finally, there is creativity, rooted in the old Icelandic culture which respected the talents of individuals who could compose poetry or tell stories, who were creative participants in companionship with others. These attitudes have been passed onto the business community, as is demonstrated by the Icelandic term used to describe a pioneer or an entrepreneur, – "athafnaskáld", which means literally “a poet of enterprise”. Admiration for creative people has been transplanted from ancient times into the new global age, and originality has turned out to be a decisive resource in the global market.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.5.2012 kl. 15:04

2 identicon

En hvað með "Althinking?

Eru þeir nokkuð að ná sér á strik?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.5.2012 kl. 20:20

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvar þrífast þjófarnir best?

Ætli það sé ekki í íslensku samfélagi þar sem eðlileg lagasetning um aðhald með fjármálum sé talin vera hindrun frelsisins?

Í kringum þessa athafnamenn og braskara eru tveir stjórnmálaflokkar hverra þingmenn snúast sem skopparakringlur og gera allt til að koma í veg fyrir alla lagasetningu sem stefnir að betra samfélagi. Og forsetinn á Bessastöðum tekur einnig þátt í þessum vafasama leik.

Við skulum minnast þess að hryggjarstykkið um braskið og forsenda er stóriðjan og glórulitlar virkjanaframkvæmdir. Það er ópíum fyrir fólkið og margir vilja taka þátt í þeim hrunadansi.

Veit þjóðin hvaða þingmál var á dagskrá Alþingis á sumarþinginu 2007?

Fyrir kosningarnar vorið 2007 hafði þáverandi ríkisstjórn fallist á nýjan samning við álbræðsluna í Straumsvík sem fólst í gjörbreyttu skattaumhverfi forréttingarinnar. Fallið var frá framleiðslugjaldi fyrir hvert framleitt tonn en tekin upp skattálagning eins og tíðkast hjá öðrum fyrirtækjum landsins. Þannig getur fyrirtækið fært sem ýmsan kostnað til frádráttar tekjum og einnig fært hagnað til þess lands þar sem skattar eru lægstir.

Í forsendum lagafrumvarpsins kom í ljós að álfyrirtækinu voru færðar 500 milljónir árlega á silfurfati. Hver skyldi njóta góðs af þessu aðrir en þeir sem hæst gala um aukna stóriðju um þessar mundir? 

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 10.5.2012 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband