"Skagamenn skoruðu mörkin" - áfram?

Líklega á ekkert bæjarfélag á Íslandi knattspyrnuhefð á við Akranes. Skagamenn voru fyrsta liðið utan Reykjavíkur til að verða Íslandsmeistari og á sjötta áratugnum og fram á þann sjöunda átti Skaginn svonefnt Gullaldarlið, sem var svo sterkt á köflum að meirihluti landsliðsins var úr því.

Sem innvígður Framari var valið samt auðvelt á knattspyrnuvellinum ef Fram var ekki annað liðið sem var að spila. Það var næstum því þegnskylda að halda þá með Skagamönnum en vera á móti KR.

Það var því ekkert erfitt fyrir mig að setja mig inn í Skagaandann og semja textann "Skagamenn skoruðu mörkin" þótt Fram ætti alla tíð hug minn.

Þegar fyrstu gullaldarmennirnir á Skaganum hurfu af vettvangi og liðið hrapaði niður hátt fall, reis nýtt lið í fremstu röð undra hratt þegar ný kynslóð tólk við.

Þannig hefur þetta, hin óhjákvæmilegu kynslóðaskipti, endurtekið sig nú kemur Skaginn á gríðarlegri siglingu upp í efstu deild og fer svo vel af stað í fyrstu leikjunum, að þeim verður best lýst með því að syngja: "Skagamenn skoruðu mörkin!"

Það munaði ekki nema örfáum mínútum að Skagamenn innbyrtu sigur í kvöld og óvíst að hægt verði að treysta á slíka "meistaraheppni" áfram, heldur afar spennandi að sjá hvernig liðið vinnur úr fyrsta ósigri sínum, þegar og ef hann ber að höndum, sem verður þó að telja líklegt í jafn langvinnri keppni og Íslandsmótið er.  


mbl.is Skagamenn á mikilli siglingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið sammála þessu Ómar/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 20.5.2012 kl. 23:55

2 identicon

Vissi ekki að þú ættir textann við "Skagamenn skoruðu mörkin" sem er enn lang besta skagalagið. Þeir spila reyndar núna "Ég er kominn heim" eftir leiki og væntanlega að vísa í að Skaginn er aftur kominn í deild þeirra bestu. Lagið reyndar fínt, svoldið "You never walk alone" fílingur ef það festist en ekki beint skagalag. ;)

Hrannar Örn Hauksson (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 10:38

3 identicon

Mjög gaman að sjá baráttuna í liðinu og þennan frábæra árangur liðsins í byrjun móts. Liðið er nýliðar í Pepsi deildini og eru á toppnum með 13. stig. Ósigraðir. Hafa unnið fjóra leiki og gert eitt jafntefli. Í þessum sigrum eru íslandsmeistarar 2010 og 2011. Frábær árangur.

Eitt finnst mér leiðinlegt. Það virðist vera einhver öfund í gangi hjá ja.. bæði sumum íþróttafréttamönnum sem og einhverjum leikmönnum annara liða. Merkilegt fannst mér þegar einn Fylkismaðurinn í viðtali sýndi ótrúlegan barnaskap þar sem hann talaði um "spilaði þessi á Englandi" og var þar að tala um fyrirliða ÍA. Sama nú í leik Stjörnunar þegar leikmaður í viðtali sagði að "einhver leikmaður fékk boltan" og var þar að tala um Garðar Gunnlaugs. - Báðir þessir leikmenn búnir að vera á annan tug ára í atvinnumennsku úti.

Er þetta virkilega íþróttandinn sem þessir leikmenn sýna. Eiga þessir menn ekki að sýna gott fordæmi og íþróttaanda.. en í stað þess eru þeir tapsárir eins og 10 ára strákar sem ekki vita betur.

Þetta er mjög leiðinlegt að sjá. Og blettur á þessu annars góða móti.

Takk fyrir þitt framlag Ómar. Skagamenn skora mörkin er frábær texti og lag.

Kveðja

Einar

Akranesi.

Einar (IP-tala skráð) 26.5.2012 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband