Vonandi kominn öflugur liðsmaður réttlætis.

Ásmundur Stefánsson var öflugur talsmaður launþega á sínum tíma, fyrst sem hagfræðingur ASÍ og síðan sem formaður þess.

Þegar hann og Þorsteinn Pálsson tóku snerrur í Sjónvarpinu á sínum tíma í þáttum og fréttum vakti það athygli mína hve málefnalegir þeir voru að sviðsbaki og hve margt gott Ásmundur lagði til mála.

Þess vegna varð ég ekki hissa þegar Ásmundur var einn af þeim sem áttu hlut að Þjóðarsáttinni svonefndu sem var eitt mesta stjórnmálaafrek liðinnar aldar að mínum dómi.

Það verður ekki ónýtt að fá Ásmund til að koma til skjalanna fyrir lífeyrisþega eftir að hann er sjálfur kominn í þann hóp.

Nógu margar eru blekkingarnar og óréttlætið sem viðgengist hefur í þjóðfélagi okkar þótt þessi nýjasta, að lífeyrisþegar, sem talin var trú um að þeir væru að greiða fé til að geta gengið að í ellinni, eru látnir vita af því bara rétt sisvona að þetta hafi aldrei verið ætlunin.

Ekki aðeins eru peningarnir teknir frá þeim sem sagt var að myndu gengið að þeim í ellinni, heldur er ætlunin að taka þá í að fjárfesta í verkefnum sem lagt var út í í geggjun græðgisbólunnar en hefur nú verið klúðrað.

Í ofanálag á að nota féð til að fjármagna ósjálfbæra nýtingu og rányrkju þar sem núlifandi kynslóð ætlar að hrifsa til sín alla fáanlega orku á 50 árum og skilja afkomendurna eftir orkulausa.

Sem sagt: Tvöfalt rán, fyrst rænt frá gamla fólkinu og síðan frá barnabörnunum.

Vonandi er að Ásmundur láti nú til sín taka til þess að hamla á móti þessu tvöfalda óréttlæti, þar sem jafnrétti kynslóðanna er fyrir borð borið í óvenju ósvífnum mæli.    


mbl.is Grefur undan samfélagssáttmálanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Þegar það borgar sig ekki lengur að greiða í lífeyrissjóð verða skyldugreiðslur óskiljanlegar fólki. Svipað og vinna verður tilgangslaus fyrir þá sem heyra að bætur til þeirra sem eru utan vinnumarkaðar eru hærri en launagreiðslurnar,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins“

Og Bjarni heldur áfram: "Því hljótum við að hvetja alla til að stofna "vafninga", sem nota má til að tæma bótasjóði tryggingarfélaga. Einnig skaða ekki innherjaupplýsingar, ef þörf krefur."

Vantaði ekki eitthvað í fréttina?

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 20:34

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég reyni að hafa það fyrir sið að skoða ummæli fólks út af fyrir sig, burtséð hver á í hlut.

Ómar Ragnarsson, 21.5.2012 kl. 20:41

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Sammála þér Ómar að það er frekar nöturlegt að horfa upp á pening sem maður leggur í lífeyrissjóð verða að ölmusu þegar frá líður. Það væri nær að borga skuldir sínar hraðar niður með þessum aur í dag, í stað þess að leggja hann til elliáranna. Kerfið er greinilega farið að éta börnin sín.

Haukur er greinilega ekki enn búinn að vinna úr reiðinni og setur öðrum mönnum orð í munn á þann máta að það er ekki annað hægt en að fyllast vorkunnar.

Hitt er síðan enn nöturlegra og það er að lífeyrissjóðirnir fjárfesta í ríkisskuldabréfum á óraunhæfum vöxtum. Þessa vexti borgum við síðan sjálf í gegnum skattkerfið þegar frá líða stundir. Ekki verður þetta neinum til gagns í atvinnurekstri og setur ekki styrkari stoðir undir komandi kynslóðir, þvert á móti.

Sindri Karl Sigurðsson, 21.5.2012 kl. 21:02

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þeir sem fá greidd eftirlaun úr obinberu lífeyrissjóðunum er ekki vorkunn.Þeirra lífeyrissjóðir eru tryggðir af íslenska ríkinu.Aðrir lífeyrisþegar sem fá úr almennu lífeyrissjóðunum  borga fyrir fyrrverandi obinbera starfsmenn, þegar þeir fá hækkun sem aðrir fá ekki,þar á meðal fyrrverandi starfsmenn Ríkissjónvarpsins.Vonandi gengur Ásmundur til liðs við þá sem krefjast þess að jafnt skuli yfir alla ganga. 

Sigurgeir Jónsson, 21.5.2012 kl. 21:46

5 Smámynd: Einar Guðjónsson

Ásmundur er nú bara að gera grín að þeim sem göbbuðust til að  kjósa hann sem forseta ASÍ þar sem hann sat sem öflugasti talsmaður Nómenklatúrunnar og atvinnurekenda í tuttugu ár. Eðlilega var hann síðan settur í að okra á félagsmönnum sínum sem bankastjóri.

Einar Guðjónsson, 22.5.2012 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband