Hvers vegna eru þeir gömlu oft svona góðir ?

Ferill flestra þekktustu hljómlistarmannanna fyrir hálfri öld byrjaði með miklu striti, sem fólst í erfiðum tónleikum og tónleikaferðalögum, sem stóðu oft í nokkur ár.

Ef þeir hlutu síðan heimsfrægð, eins og Bítlarnir, fóru ferðalögin að verða þreytandi "skylda" sem umboðsmenn stóðu fyrrir, ánægjan og þar með sköpunargleðin minnkuðu og leiðin lá frekar inn í hljómver til einbeitingar við listsköpun, auk þess sem það tók sinn toll að verða frægur og sinna því.

Hjá mörgum flýtti neysla áfengis og fíkniefna því að það dofnaði yfir þessum mönnum.

Síðan líður ævin og þegar ellin nálgast vaknar fortíðarþráin og endurvekur löngunina til að upplifa gömlu, góðu árin á ný. Stundum fær hún útrás í endurnýjuðum krafti til tónleikahalds og ferðalaga og oft vaknar sköpunargleðin á ný með nýjum verkum.

Ég hygg að þetta sé oftast ástæðan til þess að þessir "gömlu" listamenn verða svon góðir og skapa oft ekki síðri verk en fyrrum, nú byggð á nýrri löngun, reynslu og þroska.


mbl.is Ferry heillaði í Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er nú allur gangur á gæðunum hjá þeim gömlu.

Hér kom frægur söngvari fyrir ári og hélt tónleika í Hörpu.

Þeir tónleikar þóttu einhver mesti hroði sem lengi hafði heyrst og söngvarinn löngu búinn að missa það sem hann áður hafði.

Sá hafði reyndar eftirnafnið, Young...

hilmar jónsson, 28.5.2012 kl. 11:26

2 Smámynd: Davíð Pálsson

Eins og Hilmar Jónsson nefnir hér þótti Paul Young svo hroðalegur að ég þorði ekki að kaupa miða á Bryan Ferry þótt mig hefði pínu langað. Reyndar var Paul Young aldrei neitt annað en frekar slappur raulari. En auðvitað geta þessir gömlu meistarar verðið góðir líka. Sjáið bara Ragga Bjarna sem hefur aldrei verið betri.

Davíð Pálsson, 28.5.2012 kl. 13:16

3 identicon

Já, segðu. Sá bæði Eric Clapton og Eagles og þeir verða bara betri með aldrinum.

Popparinn (IP-tala skráð) 28.5.2012 kl. 13:52

4 identicon

Þá má nefna heróínistann sem hélt stórkostlega tónleika hér á dögunum. Í hléi sat hann á sviðsbrúninni og tók á móti áhorfendum.

Trommarinn hans var líka flottur. Sá heitir Steve Gadd.

Jóhann (IP-tala skráð) 28.5.2012 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband