Enn æpandi skortur á vegriðum.

Þrír menn létu lífið í árekstri á Hafnarfjarðarvegi hér um árið og enda þótt einn þeirra hefði fengið aðsvif sem olli slysinu, fórust að minnsta kosti tveir sem annars hefðu einfaldlega haldið för sinni áfram á sínum vegarhelmingi.

Þetta eina slys kostaði hátt í milljarð í beinu peningatjóni þegar beitt er ísköldum reikningi.

Eftir það var sett upp vegrið á þessum kafla. Ekki fyrr.

Enn eru að minnsta hátt í 200 kílómetra á tvöföldum vegum án vegriða og ekki þarf nema eitt álíka slys og varð á Hafnarfjarðarvegi til þess að beinn kostnaður nemi álíka upphæð og kostar að setja upp vegrið.

Ég kom að bílnum, sem lá á hliðinni á Miklubrautinni og ískaldur hrollur fór um mig við tilhugsunina um það, hvað hefði gerst ef slysið hefði orðið nokkrum dögum fyrr. Því miður fer þessi hrollur enn um mig þegar ég hugsa til þeirra vegarkafla þar sem vegrið skortir.

Þegar ég ók suður Reykjanesbraut um daginn sá ég minnismerki með krossi rétt við veginn hjá Kúagerði. Hann minnti á öll þau endalausu banaslys og alvarleg slys sem þar urðu áður en vegurinn var lagaður og brautin tvöfölduð.

Hve marga slysstaði ætlum við að líða áður en vegrið verða sett upp á tvöfölduðu vegunum okkar? 

Sparnaðurinn við að setja ekki upp vegrið er miklu minni en sá kostnaður sem óþörf slys valda.


mbl.is Vegrið sannaði gildi sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband