Hann hreyfði sig líka eins og tvítugur.

Bæði mörk Úkraínumanna skoraði Andrei Shevchenko af krafti og snerpu rúmlega tvítugs manns þar sem þessi 35 ára gamli "jaxl" skákaði mun yngri Svíum.

Aldur virðist sækja suma íþróttamenn seinna heim en aðra. Linford Christie var í hópi þriggja fljótustu 100 metra hlaupara heims allt til 35 ára aldurs, þótt meðaltal aldurs hámarksgetu manna sé við 25 ára aldurinn. Þetta var óyggjandi, - skeiðklukkan lýgur ekki og þess vegna er þetta svona einstakt og ótrúlegt. .

Bernard Hopkins hnefaleikari hélt sínu fram yfir 45 ára aldur og George Foreman varð heimsmeistari tæplega 46 ára gamall.

Þetta er afar merkilegt því að flestir þeir "stóru", Jack Johnson, Jack Dempsey, Joe Louis, Muhammad Ali o. s. frv. voru búnir með bestu árin 32ja ára gamlir.


mbl.is Shevchenko: Líður eins ég sé 20 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varnarmaður Svía, Olof Mellberg, sá sem fór í boltann með Andrei Shevchenko í fyrra marki hans er nú ekki nema einu ári yngri en Andrei Shevchenko. 

Rétt skal vera rétt (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 12:04

2 identicon

Ég er miklu bestur.

I´m dirty five two (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 13:47

3 identicon

Þrátt fyrir að Foreman hafi unnið titilinn þetta gamall er fráleitt að ímynda sér að hann hafi þá verið í sínu besta formi, þetta fer nú líka mikið eftir mótherjanum í boxinu.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband