Minnir á síðustu ár Sovétríkjanna.

Öldungaveldið í Sádi-Arabíu minnir á ástandið í Sovétríkjunum sálugu í kringum 1980 þegar þeir Breznéf, Andropov og Chernenko voru þar í forystu, farnir að heilsu og kröftum og æðsta ráðið eins og það hefði verið raðað í það með því að sópa fólki út af elliheimili.

Það var þessi hái meðalaldur sem var varasamastur, þannig að hvert gamalmennið tæki við af öðru.

Það er þekkt að aldurinn segir ekki allt, eins og þeir Adenauer og Churchill eru gott dæmi um, heldur hitt að í forystunni séu meðalaldurinn og einsleitnin ekki of mikil.

Þegar Gorbatsjof komst til valda var það of seint, - Sovékerfið var komið að fótum fram og stefndi í óhjákvæmilegt hrun.

Þegar krónprinsarnir og mögulegir arftakar eru allir að nálgast áttrætt er það ávísun á stöðnun, spillingu og getuleysi.

En valdakerfið í Sádi-Arabíu er gegnsýrt af slíkri forneskju, misrétti og spillingu að það er aðeins hinn óhemjumikli og dæmalausi olíuauður þessa risaveldis í orkumálum heimsins heldur því gangandi enn um sinn.


mbl.is Nýr krónprins Sádi-Arabíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hnaut um þessa glefsu hjá þér: 

"Þegar Gorbatsjof komst til valda var það of seint, - Sovékerfið var komið að fótum fram og stefndi í óhjákvæmilegt hrun."

Sovétkerfið var komið að fótum fram frá upphafi...gott dæmi er landbúnaður, sem var aðalatvinnuvegur Rússaveldis; framleiðslan hrundi í borgarastríðinu og kommúnistastjórninni hafði ekki enn tekist að koma þessari atvinnugrein á lappirnar þegar þetta ormétna ríki gaf upp öndina.

Maður getur einnig spurt sig; í ríki þar sem ekkert tjáningarfrelsi ríkir, þar sem ekkert réttarkerfi er einu sinni til staðar til þess að verja þegnana gegn hverskyns misbeitingu valds (Ath. gúlagið), þar sem yfirvöld fangelsa eða taka af lífi hvern sem þeim þóknast, hvað er það í þessu kerfi sem einhverjum tilgangi þjónar að "bjarga"?

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 19.6.2012 kl. 12:58

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Svar: Ekkert. Enda nota ég hvergi orðið "að bjarga".

Ómar Ragnarsson, 19.6.2012 kl. 19:16

3 identicon

Merkingin sem ég greip fólst að sjálfsögðu í þessu: 

"Þegar Gorbatsjof komst til valda var það of seint"

Hvað var þá of seint?

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 20.6.2012 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband