Fuglalífið upp, mannlífið niður á þjóðhátíðardaginn.

Það var ánægjulegt í dag að sjá hvað er að gerast í Vatnsmýrinni þar sem líklegt má telja að tilvist flugvallarins hafi verndað það stórmerkilega svæði, sem fuglabyggð inni í miðri borgarbyggð.

Öðru máli gegnir um þá afturför sem fólst í því að bægja burtu því einstæða mannlífi sem felst í því að iðandi fjöldinn uni við tónlist í "nóttlausri voraldarveröld".

Það þyrfti að senda þá, sem ráða ferðinni í hátíðarmálum í Reykjavík, til þess að sjá, hvernig frændur okkar í Gimli í Manitoba bera sig að á Íslendingadeginum.

Gimli er bær á stærð við Selfoss en þar gefa menn hátíðarhöldunum okkar hér heima langt nef með dagskrá sem byggist á þróaðri hefð þar vestra til að standa að skrúðgöngum og öllu því sem þarf til að skapa toppstemningu.

Gleðigangan hefur "stolið" skrúðgöngunni frá 17. júní og menningarnótt þéttri stemningu fram á nótt.

Það öfugþróun og til skammar fyrir okkur að vanrækja sjálfan þjóðhátíðardaginn.

Tónninn var gefinn hér um árið þegar yfirvöld "seldu" daginn til einkafyrirtækis.


mbl.is Lífríkið í Vatnsmýrinni dafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er þekkt fyrirbæri erlendis, til dæmis við flugvöllinn EuroAirport Bale Mulhouse, að fuglalíf dafni þar vel. En þetta vilja menn eins og Egill Helgason og Gísli litli Baldursson útrýma með asphalti, háhýsum og Kringlum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.6.2012 kl. 21:54

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mikið fuglalíf er allt frá Ráðhúsinu í Reykjavík, sem er stórhýsi á íslenskan mælikvarða, og suður að Norræna húsinu.

Það hefur ekkert með Reykjavíkurflugvöll að gera.


Og hluti af Vatnsmýrinni fór undir flugvöllinn.

Vatnsmýrarsvæðið er hins vegar mun stærra en sjálf Vatnsmýrin.

Og menn skutu fugla úr Skothúsinu, sem Skothússvegurinn er kenndur við.

Hverjir
stóðu fyrir þessum framkvæmdum nú í Vatnsmýrinni?

19.3.2012:


"Fuglarnir sem sækja sér æti í Tjörnina í Reykjavík verptu í Vatnsmýrinni en síðustu árin hafa fáir ungar komist á legg.

Norræna húsið, Reykjavíkurborg og Háskóli Íslands
vilja bæta úr og reyna nú að endurheimta votlendið í friðlandinu í Vatnsmýrinni sem endurnar eru svo hrifnar af."

Þorsteinn Briem, 18.6.2012 kl. 23:24

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Iðandi mannlíf var allan síðasta þjóðhátíðardag í miðbæ Reykjavíkur, eins og alla aðra þjóðhátíðardaga.

Þar var til að mynda Egill Helgason með sínu afkvæmi og undu sér báðir við leiktæki fyrir framan Stjórnarráðshúsið.

Og engin sérstök ástæða fyrir Austurbæinga að míga út Jón Sigurðsson á Austurvelli að kveldi þjóðhátíðardags, líkt og þeir og annar aðkomuskríll hefur stundað undanfarna áratugi.

Þorsteinn Briem, 18.6.2012 kl. 23:44

4 Smámynd: Tryggvi Helgason

Áður en byrjað var á gerð Akureyrarflugvallar þá verptu á svæðinu að mig minnir tvær fuglategundir, kría og hettumávur.

Nokkum árum seinna eftir að flugvöllurinn var kominn, þá voru tegundirnar orðnar um 15. Ég man að eitt vorið komu fuglar sem aldrei fyrr höfðu sést á Norðurlandi. Það var tjaldurinn. Hann gerði sér hreiður skammt frá flugturninum og sýðan hefur tjaldurinn verið á hverju ári í Eyjafirðinum.

Tryggvi Helgason, 19.6.2012 kl. 00:53

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hérlendis eru tjaldar algengir varpfuglar á láglendi í öllum landshlutum, einkum í grennd við sjó en sums staðar leita þeir nokkuð inn til lands."

"Á sumrin halda tjaldar sig aðallega í sand- og malarfjörum, á leirum eða öðrum landsvæðum nærri ströndu.

Þeir sækja einnig talsvert á tún og upp með ám langt inn til landsins en á veturna halda þeir eingöngu til með ströndum.

Sandfjörur og malarfjörur, grandar og fjörukambar eru helstu varpstaðir tjalda.


Á varptímanum halda þeir sig einnig á melum, snöggum óræktarmóum, áreyrum og túnum.

Stundum verpa tjaldar jafnvel á umferðareyjum eða í órækt rétt við umferðaræðar í þéttbýli.
"

Þorsteinn Briem, 19.6.2012 kl. 01:16

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dagur-Tíminn 11.3.1997:

""Við erum ekkert hrifnir af gæsinni, hún er friðuð yfir varptímann og þá er hún mesta vandamálið hjá okkur," sagði Jóhann H. Jónsson, flugvallarstjóri á Reykjavíkurflugvelli.

Jóhann tók undir að grágæsafjöld á Tjörninni í Reykjavík er vandamál. Þó hafi ekki komið til árekstra fuglanna og flugvéla, enda fuglinn yfirleitt í lágflugi við Tjörnina.

Vandamálið vegna fugla væri til muna stærra á Keflavíkurflugvelli.
"Við erum með kanadískt fuglafælukerfi með hátíðnihljóðum á flugvellinum, sem hefur reynst okkur nokkuð vel gegn mávinum undanfarin þrjú ár, en ekki á gæsina, hún er svo skynsamur fugl.

Það þýðir heldur ekkert að skjóta nokkrum skotum út í loftið á gæsina. En ef einn fugl er skotinn hérna á flugvallarsvæðinu á haustin, þá flytur hún sig, alla vega tímabundið," sagði Jóhann.

Flugvélar hafa orðið fyrir skemmdum í aðflugi að Reykjavikurflugvelli
en engin stórvægileg slys orðið af.

Jóhann sagðist ekki muna eftir árekstrum við Reykjavíkurflugvöll í mörg ár. En úti á landi háttaði víða svo til að fuglager væri við flugvellina. Þannig væri það að hluta til á Akureyri, Ísafirði, að ekki væri talað um Grímseyjarflugvöll.

Jóhann sagði að fuglar við flugvelli væru alheimsvandamál og hefðu valdið miklu tjóni. Á Kennedyflugvelli við New York hafa menn tekið veiðifálka í þjónustu sína, að því er virðist með góðum árangri."

Þorsteinn Briem, 19.6.2012 kl. 02:12

7 identicon

Vatnsmýrin og tjörnin sækja nær allt sitt vatn til flugvallarsvæðisins.

Ef flugvallarsvæðið verður tekið undir byggð með sínum vatnsþéttu götum, bílastæðum og þökum þá tekur fyrir megnið af náttúrulegu innstreymi til vatnsmýrar og tjarnar.

Höfuðborgarbúar þurfa að horfa á flugvöllin sömu augum og íbúar Kaupmannahafnar líta Hovedbanegården. -Brautarstöðin og teinarnir taka vissulega mikið pláss í miðborginni en það hvarflar þó ekki að nokkrum Dana að fjarlægja þessa grundvallar innviði samfélagsins til að byggja kontóra og íbúðir!

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 19.6.2012 kl. 08:54

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálf Vatnsmýrin er einungis lítill hluti af Vatnsmýrarsvæðinu, sem er "svæði í Reykjavík fyrir austan Melana og Grímsstaðaholt, sunnan við Tjörnina, vestan Öskjuhlíðar og norðan Nauthólsvíkur."

Vatnsmýrin á milli Hringbrautar, Norræna hússins og Háskólavallar
, sem nú er bílastæði, hefur verið friðuð. Og þegar færa átti Njarðargötu á 650 metra löngum kafla frá Hringbraut til suðvesturs að Eggertsgötu, taldi Skipulagsstofnun að hægt yrði að tryggja vatnsrennsli til Tjarnarinnar og aðkomuleiðir fyrir fugla inn á þetta svæði.

Ný bensínstöð ESSO við Hringbraut, skammt frá Tjörninni, var opnuð í ársbyrjun 2007 og þá kom fram að "vegna nálægðar við viðkvæm svæði lúti frágangur stöðvarinnar ströngustu umhverfisskilyrðum sem gerð hafi verið um slíkan rekstur á landinu til þessa."

Í Vatnsmýrinni er flugvöllur, þar sem flugvélaeldsneyti er geymt í tönkum og fjöldinn allur af flugvélum tekur eldsneyti. Og væntanlega er meiri mengunarhætta af flugvallarstarfsemi en íbúðabyggð.

Staðsetning eldsneytistanka á Reykjavíkurflugvelli, sjá bls. 91


Í verðlaunatillögu frá 14. febrúar 2008 um 4.500 manna byggð í Vatnsmýrinni er gert ráð fyrir að þriðjungur hennar verði almenningsgarðar og græn svæði
, þar sem "Hljómskálagarðurinn er stækkaður til suðurs og ný tjörn umkringd fjölda nýrra bygginga gerð að miðpunkti Vatnsmýrarinnar." Um mengunarmál sjá bls. 34-36:

Verðlaunatillaga Graeme Massie, Stuart Dickson, Alan Keane, Tim Ingleby, Edinborg


Skipulagssjá - Smelltu á viðkomandi hverfi til að fá upplýsingar um skipulagið


"Kvosin í Reykjavík liggur mjög lágt og áður fyrr vatnaði oft upp í niðurföll við háa sjávarstöðu. Þegar hafnargarðarnir voru ekki komnir flæddi oft yfir malarkambinn við Hafnarstræti og alla leið inn í Tjörn.

Nú verja hafnargarðarnir fyrir slíkum flóðum og vegna þess að öllum skólpræsum út í Höfnina hefur verið lokað og skólpinu og afrennsli Tjarnarinnar dælt út í sjó annars staðar, flæðir skólp ekki lengur eftir skólpleiðslum upp í niðurföll og inn í kjallara."

Trausti Valsson, prófessor við HÍ: Áhrif sjávarstöðubreytinga á skipulag við strönd

Þorsteinn Briem, 19.6.2012 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband