"Það lafir meðan ég lifi."

Ofangreind orð, sem mig minnir að höfð séu eftir Loðvík 15 Frakkakonungi, þegar menn óttuðust að mál Frakka stefndu í óefni, koma upp í hugann þegar litið er á fyrirsögnina "Jökullinn mun lifa mig."

Hefur þessi setning hans oft verið notuð um dæmi um mikið ábyrgðarleysi.  

Það leiðir hugann að því hve skammsýnt það er að miða allt við eigið líf og líf sinnnar kynslóðar.

Setjum sem svo að í kringum 1975 hefði það komið upp að Snæfellsjökull yrði horfinn eftir 40 ár og menn hefðu þá séð fyrirsögnina "Jökullinn lifir mig" og síðan væri svo komið núna að hann væri horfinn.

Ekki þætti okkur mikil reisn yfir fyrirsögninni frá 1975.

Í vestrænum þjóðfélögum er enn meiri skammsýni ríkjandi viðhorf, þ. e. hvernig mál muni þróast allra næstu ár eða jafnvel það eitt hvernig þau muni þróast næstu mánuði og öll hegðun manna og aðgerðir miðast við það.

Hjá svonefndum "frumstæðum" indíánaþjóðflokkum í vesturheimi var hins vegar hugsunin sú að aðgerðir manna og hegðun ætti að miðast við það að hún skerti ekki frelsi og möguleika næstu sjö kynslóða á eftir.

Þar var sem sé horft minnst 200 ár fram í tímann.  


mbl.is „Jökullinn mun lifa mig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góður Ómar það var einmitt þetta sem mér datt í hug þegar ég las fyrirsögnina, hroki og yfirgangur okkar er ömulegur því að við hugsum bara um okkur í núinu en ekkert fram í tíman bara ef við græðum nógu andskoti mikið þá er allt í lagi

Sigurður Haraldsson, 2.9.2012 kl. 14:01

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

30.8.2012:

"Íslenskir jöklar verða horfnir eftir 150 til 200 ár verði veðurfar svipað og það hefur verið síðustu tvo áratugi.

Snæfellsjökull hyrfi eftir um það bil 30 ár
, segir Helgi Björnsson jöklafræðingur.

"Síðustu 17 ár hafa jöklarnir bráðnað með auknum hraða."


Helgi segir að Snæfellsjökull sé aðeins 30 metrar að þykkt að meðaltali en að vísu sé meiri snjór í honum að norðanverðu, allt að 70 metra þykkur.

"Snæfellsjökull rýrnar að meðaltali um 1,3 metra á ári, þannig að það er auðséð að hann þolir ekki slíkt framhald í marga áratugi.

Við missum um það bil einn metra á ári af Vatnajökli, annað eins af Hofsjökli og 1,3 metra af Langjökli en allra mest af jöklunum syðst, Eyjafjallajökli og þessum litlu jöklum sunnanlands. Þar er bráðnunin 1,8 metrar, svipað og meðal mannshæð.

Nú er reiknað með að það hlýni enn frekar vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa
og það gæti orðið tveimur gráðum hlýrra við lok þessarar aldar en nú er.""

Þorsteinn Briem, 2.9.2012 kl. 14:24

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útstreymi árið 2007 (CO2-ígildi í þúsundum tonna) og hlutfallsleg breyting frá árinu 1990:

Iðnaður og efnanotkun
1.845 +64%,

samgöngur
1.017 +67%,

sjávarútvegur
650 -18%,

landbúnaður
534 -7%,

úrgangur
254 +41%,

rafmagn og hiti
182 +48%,

samtals
4.482 +32%.

Ál:


"Útstreymi vegna álframleiðslu jókst úr 569 þúsund tonnum árið 1990 í 978 þúsund tonn árið 2007, eða um 72%."

Járnblendi:


Útstreymi vegna framleiðslu járnblendis jókst
úr 205 þúsund tonnum árið 1990 í 393 þúsund tonn árið 2007, eða um 91%."

Samgöngur:


"Útstreymi frá samgöngum árið 2007 skiptist í útstreymi vegna innanlandsflugs (2%), strandsiglinga (6%) og vegasamgangna (92%).

Í heildina jókst útstreymi frá samgöngum úr 608 þúsund tonnum árið 1990 í 1.017 þúsund tonn árið 2007, eða um 67%.

Útstreymi frá innanlandsflugi minnkaði
lítillega á tímabilinu en útstreymi vegna strandsiglinga jókst um 1%.

Útstreymi frá vegasamgöngum jókst
hins vegar um 81% frá 1990 til 2007 eða úr 517 þúsund tonnum í 934 þúsund tonn."

Sjávarútvegur:


"Útstreymi frá sjávarútvegi skiptist árið 2007 í útstreymi frá fiskiskipum (87%) og fiskimjölsverksmiðjum (12%).

Í heildina jókst útstreymi frá sjávarútvegi frá 1990 til 1996 en hefur farið minnkandi síðan. Útstreymið var mest árin 1996 og 1997 þegar mikil sókn var á fjarlæg mið."

Landbúnaður:


"Útstreymi frá landbúnaði minnkaði um 6,7% á milli 1990 og 2007. Rekja má þessa minnkun til fækkunar búfjár. Nokkur aukning varð árin 2006 og 2007 miðað við árin á undan og má rekja þá aukningu til aukinnar notkunar tilbúins áburðar."

Úrgangur:


"Útstreymi vegna meðferðar úrgangs skiptist í útstreymi vegna frárennslis og útstreymi vegna urðunar, brennslu og jarðgerðar úrgangs. Útstreymi jókst um 41% frá 1990 til 2007.

Sem hlutfall af heild innan geirans árið 2007 var útstreymi vegna urðunar um 80%, frárennslis um 9%, brennslu um 11% og jarðgerðar 1%."

Orkuframleiðsla:


"Útstreymi gróðurhúsalofttegunda vegna orkuframleiðslu árið 2007 skiptist í útstreymi vegna jarðhitavirkjana (83%) og útstreymi vegna notkunar eldsneytis til rafmagns- og hitaframleiðslu (17%).

Heildarútstreymi frá orkuframleiðslu jókst
úr 123 þúsund tonnum árið 1990 í 182 þúsund tonn árið 2007, eða um 48%.

Aukning frá jarðhitavirkjunum vegur þar mest
en útstreymi frá jarðhitavirkjunum jókst úr 67 þúsund tonnum í 152 þúsund tonn á tímabilinu."

Nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda hér á Íslandi, sjá bls. 30-36

Þorsteinn Briem, 2.9.2012 kl. 14:26

4 identicon

Ofurframsýni Ómars Ragnarssonar er einkennandi fyrir fylgismenn kolefniskirkjunnar á Íslandi. Á miðöldum hagnaðist kaþólska kirkjan mjög á aflátssölu og nú á að skattleggja ofurskattlagða Íslendinga í drep með kolefnissköttum og losunarsköttum til að friða umhverfisæringja eins og ÓR.

Jöklar hafa komið og farið á Íslandi frá örófi alda - f r á  ö r ó f i  a l d a - Ómar Ragnarsson! Það er ekkert nýtt undir sólinni, nema rugludallar í mannsmynd sem láta sér detta í huga að menn stjórni lífi/lífsskilyrðum á jörðinni.

Hvernig væri að kolefnistrúboðarnir litu nú einu sinni í baksýnisspegilinn og reyndu að átta sig á smæð sinni í gangverki lífsins?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 2.9.2012 kl. 14:31

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hilmar Hafsteinsson,

Þú veist að sjálfsögðu miklu meira um bráðnun jökla fyrr og nú en Helgi Björnsson jöklafræðingur.

30.8.2012:


"Snæfellsjökull hyrfi eftir um það bil 30 ár
, segir Helgi Björnsson jöklafræðingur.

"Síðustu 17 ár hafa jöklarnir bráðnað með auknum hraða
," segir Helgi.

"Nú er reiknað með að það hlýni enn frekar VEGNA AUKINNA GRÓÐURHÚSAÁHRIFA og það gæti orðið tveimur gráðum hlýrra við lok þessarar aldar en nú er, segir Helgi Björnsson."

Þorsteinn Briem, 2.9.2012 kl. 15:19

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Jöklar á Íslandi voru ekki stórir á landnáms öld, hvernig skyldi hafa staðið á því? 

Hrólfur Þ Hraundal, 2.9.2012 kl. 16:07

7 identicon

En miðað við færsluna hjá Steina Briem, sem gæti verið fenginn frá Orkustofnun, þá er ekki nema um eitt að gera. Loka jarðhitavirkjunum, álverum og Járnblendinu. Taka sérleyfið af SVR um áætlunarferðir um landið. Draga verulega úr fiskveiðum. Sekta Rússa fyrir margfalda aukningu á bílakaupum , velmegun og aukinni olíuframleiðsl og margt, margt fleira. Ræða málin við Svandísi, fyrir kosningar, að hækka alla orkuskatta 1000 falt, HELST NÚ ÞEGAR.

Miklir erum við mennirnir og sérstaklega Íslaendingar.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.9.2012 kl. 16:31

8 identicon

Steini Briem, 2.9.2012 kl. 15:19: Er nú allt fengið með því að snapa snerruna Steini minn? Svo cool og kaldur í "gróðurhúsaofurhita".

Með fullri virðingu fyrir Helga Björnssyni jöklafræðingi þá breytir hann ekki jarðsögunni. Lestu nú með mér Steini minn:  Jöklar hafa komið og farið á Íslandi frá örófi alda

- f r á  ö r ó f i  a l d a - !

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 2.9.2012 kl. 16:42

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hrólfur Þ Hraundal og Hilmar Hafsteinsson,

Hér er verið að ræða um mjög örar loftslagsbreytingar af mannavöldum en ekki náttúrulegar breytingar.

Vísindavefurinn:


"Síðan 1958 hefur styrkur koltvíoxíðs í andrúmsloftinu verið mældur á eyjunni Mauna Loa í Kyrrahafi og er mynd af niðurstöðunum aðgengileg á vefnum.

Myndin sýnir vel hina stöðugu aukningu koltvíoxíðsstyrksins."

"Regnskógareyðing er í öðru sæti, á eftir notkun jarðefnaeldsneytis, yfir það sem veldur mestri koltvíildismengun á jörðinni.

Skógareyðing á einum degi losar meira koltvíildi út í andrúmsloftið en tugþúsundir flugvéla sem fljúga milli Bandaríkjanna og Evrópu."

Þorsteinn Briem, 2.9.2012 kl. 16:46

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

V. Jóhannsson,

Hér hefur enginn rætt um að loka ætti álverum, járnblendiverksmiðjunni og jarðhitavirkjunum vegna gróðurhúsaáhrifa, eins og þú gapir hér um.

Hins vegar eru þetta staðreyndir:

"Útstreymi vegna álframleiðslu jókst úr 569 þúsund tonnum árið 1990 í 978 þúsund tonn árið 2007, eða um 72%."

Útstreymi vegna framleiðslu járnblendis jókst
úr 205 þúsund tonnum árið 1990 í 393 þúsund tonn árið 2007, eða um 91%."

"Útstreymi gróðurhúsalofttegunda vegna orkuframleiðslu árið 2007 skiptist í útstreymi vegna jarðhitavirkjana (83%) og útstreymi vegna notkunar eldsneytis til rafmagns- og hitaframleiðslu (17%).

Heildarútstreymi frá orkuframleiðslu jókst
úr 123 þúsund tonnum árið 1990 í 182 þúsund tonn árið 2007, eða um 48%.

Aukning frá jarðhitavirkjunum vegur þar mest
en útstreymi frá jarðhitavirkjunum jókst úr 67 þúsund tonnum í 152 þúsund tonn á tímabilinu."

Nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda hér á Íslandi, sjá bls. 30-36

Þorsteinn Briem, 2.9.2012 kl. 17:07

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nú minnkar bara hafísinn líka sem aldrei fyrr.

Flest bendir því til að þeir sem afneita hlýnun jarðar vegna gróðurhúsaáhrifa bara fyrir nokkrum vikum hafi haft rangt fyrir sér.

Samkvæmt þeim afneitunarsinnum þá átti ísinn að vera að aukast! Hvað skeður? Ísinn bráðnar sem aldrei fyrr!

Mér finnst að þeir sem afneit hlýnun jarðar vegna gróðurhúsaáhrifa þurfi að skýra mál sitt. það stenst ekkert sem þeir segja.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.9.2012 kl. 17:22

12 identicon

Það er enginn sem neytar hlýnun andrúmsloftsinns vegna gróðurhúsaáhrifa! Það er þetta " einvörðungu af manna völdum" kjaftæði sem fer í taugarnar á hugsandi fólki.

T.d. regnskógareyðing. Menn hafa ekki hugmynd um hvað hoggið er mikið af regnskógum jarðar og þess vegna mælikvarðinn út í bláinn. Koltvíildi er EKKI mengunn.

Steini - ég var bara að koma með tillögu til að bjarga heiminum. Hafa miljöaktivistar engann húmar? Hefur þú hugleitt að ættleiða hval?

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.9.2012 kl. 18:07

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Juú. það eru sumir sem neita því að yfirleitt sé hlýnandi heldur sé í raun kólnandi! Eg barasta sé marga og margskonar komment og pistla því viðvíkjandi - frá að því er virðist hámenntuðu fólki!

Svo er til vara oft að ef það sé hlýnun þá sé það bara pinulítið og sé vegna þess að hitnaði undir rassinum á þeim.

Til þrautavara er svo að vissulega sé að hlýna verulega og skyndilega en það sé vegna sólarinnar.

Hafiði ekki sé þetta með hafísinn? ,,Það var stórfrétt í síðustu viku að hafísinn á norður skauti jarðar væri nú í algjöru sögulegu lágmarki, eða aðeins 4,1 milljón ferkílómetrar. Þessi tala á eftir að lækka eitthvað, því bráðnun heldur áfram fram á haust. Bráðnunin er alveg ótrúlega hröð, eða frá 40 til 75 þúsund ferkílómetrar á dag!"

http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1255601/

Fólk getur líka litið til fjalla ef það á ferð um landið. Eg td. hef aldrei séð eins lítinn snjó í fjöllum þar sem eg þekki til - og eg er 47.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.9.2012 kl. 18:20

14 identicon

Menn verða að líta á dæmið í stóru myndinni. Það er algjör einfeldingsháttur að ætla að þetta sé eðlilegt "því einu sinni voru ekki til jöklar á Íslandi" .

 Í gegnum jarðsöguna hefur jörðin verið mjög breytileg en tímabilið milli breytinganna hefur verið gífurlega langt, meðal annars vegna pólveltu jarðar, snúningsás og möndulhalla, seltufæribandið hefur verið breytilegt auk annarra þátta.

Breytingin gerist oft á afar löngu tímabili og ætla því má að þættirnir séu ansi margir.

Pólvelta, snúningsás og möndulhalli gerist misoft,  á árþúsundafresti, uppí 100þúsund ára fresti og því er ansi mikið sem getur spilað inní dæmið á löngu tímabili sem ekki ávið núna sem gefur manni þá ályktun að hin hraða útlosun gróðurhúsalofttegunda sé aðal orskavaldurinn.
Þó vita menn ekkert neitt með afgerandi hætti og tel ég afar barnalegt að kalla sumt fólk "fylgismenn kolefniskirkjunnar".

Kári (IP-tala skráð) 2.9.2012 kl. 18:37

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

V. Jóhannsson,

Þó menn flengi þig hér stöðugt svo undan svíður er ekki þar með sagt að þeir séu "miljöaktivistar" sem vilji ættleiða þig sem hval, elsku kallinn minn.

"Koltvíildi er EKKI mengun."

Leiðum þá koltvíildið sem kemur úr púströrinu á þínum bíl, sem ekkert mengar, ofan í kokið á þér, sem greinilega er ýmsu vant, og athugum hvað skeður.

Vísindavefurinn:

"Í raun er bruni dísilolíu í bílvél og öðrum brunavélum aldrei algerlega fullkominn og því myndast auk CO2 einnig ýmsar kolvetnisafleiður (aðallega "sót") og koleinildi (CO, kolmónoxíð) í litlu magni við brunann.

Í útblæstrinum er einnig að finna köfnunarefnisildi (NOx) sem myndast úr köfnunarefni og súrefni andrúmsloftsins vegna hás hita í brunahólfinu, ásamt til dæmis svifryki."

Sem sagt, engin umferðarmengun við Hringbrautina í Reykjavík. Tóm ímyndun í öllum "miljöaktivistunum" sem þar búa.

Þorsteinn Briem, 2.9.2012 kl. 20:16

16 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Steini, það má líka segja að ef maður leiði vatn ofaní kokið á sér er líklegt að maður drukkni, samt er vatnið ekki mengun. CO2 er eitt af undirstöðuefnunum til að viðhalda lífi á jörðinni og er ekki mengun nema að því leyti að aukning þess í andrúmslofti veldum auknum gróðurhúsaáhrifum og hlýnun.

Hinsvegar vegna þess að bruni í bílvélum er ekki fullkominn myndast ýmis önnur efni en CO2 sem gætu flokkast sem mengun.

Emil Hannes Valgeirsson, 2.9.2012 kl. 21:46

17 identicon

( hún snýst nú samt... )

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 2.9.2012 kl. 22:45

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Emil Hannes Valgeirsson,

"Mengun er það þegar aðskotaefni komast út í umhverfið, þar sem þau geta valdið óstöðugleika, röskun, skaða og óþægindum í vistkerfinu.

Mengun getur verið kemískt efni eða orka eins og hávaði, hiti eða ljós [til að mynda hávaði vegna umferðar og ljósmengun í Reykjavík].

Mengunarvaldar geta komið fyrir náttúrulega en þeir kallast aðskotaefni þegar þeir eru meira en náttúrulegt magn.
"

Mengun

Þorsteinn Briem, 2.9.2012 kl. 22:57

19 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þess vegna er það rétt hjá mér að CO2 er mengun að því leyti að aukning þess veldur auknum gróðurhúsaáhrifum og hlýnun, en aftur á móti þá eykst plöntuvöxtur með auknu CO2.

Það er hinsvegar hinn ófullkomni bruni sem veldur því að ýmis vafasamari efnasambönd sleppa út með pústinu á bílum.

Emil Hannes Valgeirsson, 2.9.2012 kl. 23:22

20 identicon

Segðu gróðurhúsabændum þetta - aftur og aftur - Emil minn. Ég stórefa að þeir trúi þér.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.9.2012 kl. 00:02

21 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Allir góðir gróðurhúsabændur ættu að vita þetta.

Emil Hannes Valgeirsson, 3.9.2012 kl. 00:17

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Emil Hannes Valgeirsson,

Ég hef hvergi haldið því fram að CO2 sé á allan hátt slæmt.

"Koltvísýringur (koldíoxíð, koltvíoxíð eða koltvíildi) er sameind samsett úr einni kolefnisfrumeind og tveimur súrefnisfrumeindum, efnaformúla þess er CO2.

Í föstu formi kallast það þurrís (eða kolsýruís). Myndast við bruna í súrefnisríku lofti. Koltvísýringur uppleystur í vatni myndar kolsýru.

Við bruna jarðefnaeldsneytis myndast koltvísýringur, sem fer út í andrúmsloftið. Er sú gróðurhúsalofttegund sem talin er eiga mestan þátt í heimshlýnun."

"Í Bretlandi eru heildaráhrif á loftslagið eftir gróðurhúsalofttegundum nokkurn veginn á þessa leið: koldíoxíð (86%), metan (7%), nituroxíð (6%) og lofttegundir frá kælitækjum (1%)."

"Plöntur geta umbreytt koltvísýringi í kolvetni og súrefni með hjálp sólarorkunnar.

Kolefnið geymist í plöntunum og það er kallað kolefnisbinding."

"Magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu er nú þegar allt of hátt og því er ekki nóg að draga úr losun þeirra til að koma í veg fyrir hugsanlegar loftslagsbreytingar.

Binding kolefnis í lífræn efni með landgræðslu og skógrækt
er því mikilvirk leið, ef ekki óhjákvæmileg, til að mæta hluta af þessum markmiðum loftslagssáttmálans.
"

Kolefnisbinding með landgræðslu og skógrækt - Landbunadur.is

Þorsteinn Briem, 3.9.2012 kl. 00:29

23 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Greinilega hnattræn hitnun í hamsi hér.

Þeir Hrólfur Þ Hraundal og Hilmar Hafsteinsson slá fram sem sem einhverjum nýjum sannindum að lofstlag hafi verið hlýrra fyrr á öldum. Þetta vita allir og kemur núverandi hlýnun bara ekkert við.

Loftslagssveiflur í jarðsögunni eru miklu stærri og áhrifameiri en þær sveiflur sem hugsanlega gæti orðið vegna núverandi aukningar CO2 af manna völdum. Sú hlýnun sem orðin er frá 1900 eða þar um bil er hlægilega smávægileg ef við lítum á síðustu milljón árin eða svo.

Fyrir 15.000 árum var Ísland þakið jöklum, fyrir um 8000 árum var hlýrra en núna (sem nemur c.a. 1 gráðu) og jöklar því örugglega minni. Við landnám var svipað hlýtt og núna og jöklar minni skv. rituðum heimildum, enda á miðju hlýskeiði miðalda sem staðið hafði í um 200 ár (og áður var lítið kaldara). Við vitum samt lítið haldbært um útbreiðslu jökla á landnámsöld annað en að Breiðarmerkurjökull var miklu miklu minni en hann er í dag.

En málið snýst alls ekki um það hversu hlýtt eða kalt var fyrir 8000 eða 8000000 árum síðan, eða hversu stórir eða litlir jöklar voru þá. Málið snýst um að 7 milljarðir manna treysta á veðurfarið eins og það hefur verið undanfarin 6000 ár eða svo. Ekki eins og það var á Júratímabilinu eða síðustu ísöld.

Matvælaframleiðsla er mjög háð hitastigi. Hækkandi hitastig getur stofnað matvælaframleiðslu í hættu og þar með orðið mestu náttúruhamfarir mannkyns frá upphafi. Það er raunveruleg og yfirvofandi hætta. Blaður um fyrri loftsslagssveiflur koma málinu bara hreint ekkert við!

Brynjólfur Þorvarðsson, 3.9.2012 kl. 10:04

24 identicon

Það vantar ekki þverrifuna á þig Brynki minn: "Blaður um fyrri loftsslagssveiflur koma málinu bara hreint ekkert við!"(!)

Hver ert þú, Brynjólfur Þorvarðsson, að kveða upp úr með það hvaða staðreyndir megi ræða í tengslum við eitt mesta vísindasvindl nútímans?

Talsmenn kolefniskirkjunnar á Íslandi, með Ólaf 1.-16. á Suðurpólnum í broddi fylkingar, hafa farið mikinn í því að knýja á um nýja ofurskatta á íslenskan almenning. 320 þúsund hræður sem byggja eitt strjálbýlasta land í heimi eiga nefnilega að vera svo ofurmeðvitaðar um nauðsyn þess að kolefnisbinda útblástur bifreiða!

Staðreyndin er óvéfengjanlega sú að m.t.t. hnattsögulegs tíma er 0,7 gráða meint hitaaukning á jörðu síðustu 100 árin hjóm eitt miðað við fyrri hitasveiflur. Það sem einu sinn hefur gerst, BÞ, getur einfaldlega gerst aftur.

Vistkerfi jarðar spyr ekki um vilja/viljaleysi  7 milljarða manna. Sú reginfirra að menn (gervivísindamenn) geti slegið um sig og leikið Guði er beinlínis hlægileg.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.9.2012 kl. 20:16

25 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Þakka kærlega hrósið, Hilmar.

Ég er svo gjörsamlega sammála þér um að 0,7 gráðu hitaaukning sé hjóm eitt miðað við fyrri hitasveiflur. Hélt ég öðru fram? Ég held að ég hafi verið að segja nákvæmlega þetta í fyrri pistli mínum.

Hinn raunverulegi vandi snýst ekki um 0,7 gráður sem orðnar eru heldur þær 2 - 4 sem gætu bæst við. Í því felst raunveruleg hætta á raunverulegum hörmungum milljarða manna. En þér finnst það kannski líka hjóm eitt?

En auðvitað veist þú það sem tugir þúsunda manna sem hafa lífsviðurværi sitt af því að rannsaka loftslagsbreytingar vita ekki: Að það er engin hætta á ferðum. Þetta er allt ein stór blekking!

Ef við sláum aðeins köldu blóði í æðarnar og skoðum náttúrulegar hitasveiflur þá var t.d. einni gráðu hlýrra fyrir um 8000 árum síðan. Fyrir 20.000 árum síðan var c.a. 8 gráðum kaldari en núna. Fyrir um 320.000 árum var um 3 gráðum hlýrra en núna, fyrir um 330.000 árum var aftur um 8 gráðum kaldari en núna. Ef við förum enn lengra aftur í tímann, þegar surtarbrandslögin miklu mynduðust á Vestfjörðum fyrir um 14 milljónum ára, var meðalhiti jarðar um 2 gráðum hlýrri en núna en hitinn var miklu jafndreifðari, Ísland hefur því verið allt að 4 - 6 gráðum hlýrra en núna.

Ennfremur má sjá út frá náttúrulegum sveiflum að við ættum að vera á "hraðferð" inn í næstu ísöld. Síðustu fjögur hlýindaskeið hafa verið hlýrri en núverandi og styttri (frá 2-3 þúsund ár og upp í um 10 þúsund ár). Okkar hlýindaskeið er þegar orðið um 12 þúsund ára og hefur sýnt öll merki þess að vera á enda. Hin náttúrulega sveifla (sem hefur verið mæld mjög nákvæmlega á nútíma) stefnir öll niður á við í samræmi við reynslu síðustu 3 milljón ára. Framundan ætti því að vera um 5 - 6 gráðu mjög snögg lækkun, þ.e.a.s. á ekki nema um 3000 árum. Það gerir að meðaltali 0,2 gráður á hverri öld.

Á sama tíma mælist línuleg meðaltalshækkun upp á 0,2 gráðu á áratug síðustu þrjá áratugina! (http://iopscience.iop.org/1748-9326/6/4/044022/pdf/1748-9326_6_4_044022.pdf, bls. 6, mynd 8 - auðvitað er þessi grein ekkert annað en svindl lymskulega úthugsað til að hækka bensínverð á Íslandi .....)

Ný ísöld myndi svoleiðis gjörbreyta lífsskilyrðum hér á jörðu, m.a. myndi Ísland, Skandínavía, Bretlandseyjar, helmingur N-Ameríku osfrv. hverfa undir ís. Aðlögunartíminn væri af stærðargráðunni 500 til þúsund ár, þ.e.a.s. áður en kólnin nemur um 2 gráðum frá því sem nú er.

En vel staðfest hlýnun af völdum gróðurhúsalofttegunda er skyndilega að "bjarga" okkur frá verðandi ísöld. Nema hvað að þessi breyting gerist allt að 10 sinnum hraðar en náttúrulegar sveiflur og ef hún bætir við 2 eða 4 gráðum eða meira (eins og allir vísindalegir útreikningar benda til að gæti gerst) eru skaðvænleg áhrif þeim mun meiri. Aðlögunartíminn er af stærðargráðunni 100 til 200 ár og er þegar kominn á fullt skrið.

Hilmar, afneitunarsinnar á borð við þig virðast halda að bara af því að lofstslag hafi sveiflast fyrr á jarðsögulegum tíma þá sé annað hvort engin hætta á ferðum núna (þetta er allt náttúrulegt) eða að þá að það sé hægt að afskrifa með öllu hækkun af mannavöldum. Eins og við mennirnir getum ekki leikið eftir náttúruleg ferli?

Ein staðreynd er sú að síðustu 6000 árin hafa verið einstaklega stöðug veðurfarslega séð. Á þessum tíma höfum við þróast úr nokkur hundruð þúsund veiðimönum með steinvopn í hátæknimenningu 7 milljarða manna. Allt á grundvelli landbúnaðar sem aftur grundvallast á stöðugu veðurfari. Mannskepnan hefur verið á ferli síðustu 200.000 árin án þess að taka upp landbúnað og ef núverandi hlýskeið hefði líkst síðasta hlýskeiði (fyrir 150.000 árum) með sínum gríðarlegu hitasveiflum hefði ekkert orðið af landbúnaði núna heldur.

Hin staðreyndin er sú að veðurfar jarðar er mjög sveiflukennt til lengri tíma litið. Það virðist í raun lítið þurfa til svo miklar sveiflur verða. Sveiflur fyrri tíma eru ekki alltaf skýranlegar til hlýtar, við vorum ekki til staðar og gátum ekki mælt hvað gerðist. En núverandi hlýnun er vel skýranleg, allir þættir eru vel mælanlegir, og það eru bara heiladauðir hálfvitar sem halda að tugþúsundir vísindamanna sem vinna áratugum saman að ævistarfi sínu séu í samsæri um að hækka bensínverð á Íslandi.

Brynjólfur Þorvarðsson, 4.9.2012 kl. 06:10

26 identicon

Kolefniskirkjuklerkarnir (snákaolíusölumennirnir) eru ekki í vandræðum með að boða "fagnaðarerindið" Brynki minn.

"Eins og við mennirnir getum ekki leikið eftir náttúruleg ferli?", spyr Excelsnillingurinn BÞ.(!) Þar er nú kengurinn væni. Furðusöguforritarar eins og þú halda að þeir séu færir um að "leika eftir náttúrulegt ferli" þegar reyndin er allt önnur.

Kolefniskirkjutrúboðið er einmitt keyrt áfram af "heiladauðum hálfvitum" sem halda, í einfeldni sinni, að Excel sé alfa og omega vísinda. Misjafnlega gáfulegum tölum er smalað saman til að þóknast nýju vísindakirkjunni.

Við skulum ræða málin eftir 3 milljónir ára Brynki minn og taka þá púlsinn á því hvort heilbrigð skynsemi eða Excel-leikfimin þín hafi á réttu að standa. Jörðin er nefnilega að kólna minn kæri.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.9.2012 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband