Mikið vill meira.

Nýjasta dæmið um hag sumra útgerðarfyrirtækja og milljarða gróða þeirra var í fréttum í vikunni, einu þeirra gefnar eftir af hálfu ríkisbanka skuldir upp á 2,5 milljarða en í kjölfarið kaupir sama útgerð 2ja milljarða króna kvóta, sem væntanlega er þá tekinn af annarri útgerð, - kannski einhverri þeirra sem ekki fengu gefna milljarða í afskriftum skulda.

Og eigendurnir ráðstafa hundruðum milljóna í arð fyrir sig, enda gróðinn talinn í milljörðum.

Og nú eru þeir í hópi þeirra sægreifa sem vilja lækka laun sjómanna á sama tíma sem hagnaður útgerðarfyrirtækja hefur aldrei verið meiri. Já, mikið vill meira!


mbl.is Leggjast gegn lækkun launa sjómanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Margur hér nú makar krók,
en mínus sýnir okkar bók,
erum samt með lengstan lók,
sem loksins heiminn allan skók.

Þorsteinn Briem, 10.11.2012 kl. 02:05

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Ómar þetta er orðið skrítið ástand innan sjávarútvegsins. Mikið vill meira og það er sem græðginni séu engin takmörk sett.

Ríkisbankarnir voru orðnir ofurseldir nokkrum útgerðum fyrir einkavæðinguna og þessir sömu menn virðast ganga þar út og inn eins og um þeirra einka banka sé að ræða. Viðskipta og atvinnulíf í landinu er ekki í neinni eðlilegri þróun í þessu ástandi.

Ólafur Örn Jónsson, 10.11.2012 kl. 11:48

3 identicon

Á Dv.is má lesa að á sama tíma sem ríkisbankinn afskrifaði 2.5 miljarð hjá dótturfélaginu Nónu ehf, þá voru ca.5 miljarðar í reiðufé inn í öðru dótturfélagi Fjörur ehf kt. 671106-1670 sem nú hefur verið afskráð,gaman væri að vita hver hafi verið bankastjóri í ríkisbankanum á þessum tíma. Og árið á undan hafði móðurfélagið greitt eigendum sínum 600 miljónir í arð, það væri óskandi að heilin í landinu fái svona fyrirgreiðslu hjá ríkisbankanum.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.11.2012 kl. 13:14

4 identicon

Já það er margt skrýtið á Íslandi t.d. bankastjórinn sem þurfti aldrei að borga fyrir hlutbréfin sem hún fékk og nýtti.

Það fannst ekki í bókhaldinu end það bara fyrir almenning að skulda

Grímur (IP-tala skráð) 10.11.2012 kl. 14:46

5 identicon

Já það væri óskandi að heimilin í landinu fái allavega svipaða fyrirgreiðslu í ríkisbankanum, gamanværi að vita hver þessi bankastjóri hafi verið, og farið svona með skattfé almennings, það þýðir ekkert að bera fyrir sig að um aðrar kennitölur hafi verið að ræða,þessir fjármunir voru einfaldlega eign móðurfélagsins, einhver myndi spyrja, gæti þetta háttalag bankastjórns vera saknæmt, að fara svona með skattfé almennings.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 10.11.2012 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband