Flugið, undirstaða velfarnaðar þjóðarbúsins.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, minntist á athyglisvert atriði í ræðu á haustfundi Landsvirkjunar, varðandi undirstöðu velmegunar í landinu, sem fer ekki mjög hátt en má vel vekja meiri athygli.

Hörður reifaði það, hve miklu það skipti að hægt sé að flytja út fisk daglega frá Íslandi til helstu viðskiptalanda okkar. Þetta skapar möguleika til að fá miklu hærra og jafnara verð fyrir fiskinn en annars væri og væri þar með undirstaða hagstæðs reksturs fiskvinnslufyrirtækjanna og útgerðarfyrirtækjanna.

Það skilaði sér aftur út í þjóðarbúið. Þetta væri ekki hægt ef Íslendingar ættu ekki stóran, nýtískulegan og góðan flugvélakost til fiskflutninganna.

Einn eimir eftir af skilningi og þekkingu á gildi flugs og flugsamgangna hér á landi. Margir virðast líta á það sem einhvers konar lúxus að flugið í heild, flugvellir, flugvélar og þekking og færni þeirra sem vinna við flugið.

Í blaðagreinum er nú æ ofan í æ túlkað sem eins konar óþarfan lúxus fyrir örfáa landsbyggðarmenn að flugumferð innanlands sé sem skilvirkust og ódýrust fyrir þá sem eru háðir henni.

Borgarfulltrúi í Reykjavík tala um eina ferð á ári í gegnum Reykjavíkurflugvöll fyrir hvern Íslending. Eru Íslendingar sem hafa aldur til að ferðast þó rúmlega 200 þúsund en á hinn bóginn eru farþegar um Reykjavíkurflugvöll meira en 500 milljónir, afaskið, 500 þúsund á ári.

Hluti þeirra eru sjúklingar þar sem um líf eða dauða getur verið að tefla og því fráleitt að lengja ferðaleiðina fram og til baka um meira en 170 kílómetra.  

Flugið á til dæmis sína grasrót þar sem eru allir þeir sem afla sér þekkingar og reynslu og hefja nám sitt með flugi á minnstu flugvélunum. Án þeirra og þessara flugvéla væri hér ekki þessi grasrót, sem um síðir vex og verður að algeru grundvallaratriði í þjóðarhag.  


mbl.is Panta 12 vélar fyrir 180 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ok sennilega mikið til í því. Enn hvað er málið með að kaupa minni vélar enn þeir hafa núna?? Er það að meika e h sens?? Nú og svo Airbus. Eigum við ekki að vera með þær og styðja Evrópu sem er okkar stæðsta markaðssvæði? það er nú ekki eins og kaninn hafi verið e h næs við okkur síðustu ár hélt ég...

óli (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 15:34

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sammála.

(Er ekki innsláttarvilla hér  "...en á hinn bóginn eru farþegar um Reykjavíkurflugvöll meira en 500 milljónir á ári"  ?).

Ágúst H Bjarnason, 6.12.2012 kl. 15:56

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Árið 2011 vor farþegar um Reykjavíkurflugvöll  430.316 að tölu. Þetta má lesa í skýrslu um áhrif ef miðstöð innanlandsflugs verði flutt og er aðgengileg á slóðinni: http://www.mbl.is/media/38/5338.pdf 

Yfirlit um farþega allra flugvalla árin 2001-2011 er á bls. 17.

Góðar (flug-) stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 6.12.2012 kl. 17:54

4 identicon

Fín grein hjá þér Ómar, það eru eflaust ekki allir sem sjá þetta svona. Flugið er mikilvægara en margur heldur.

Óli, minni vélar eru ódýrari í rekstri á styttri leiðum til Evrópu þó 757 sé fullkomin fyrir Ameríkuflug. Icelandair hefur áður haft Boeing 737 í rekstri og reynsla og þekking því til staðar fyrir. Það er líka dýrt að hafa mjög ólíkar flugvélar í rekstri samhliða einsog Boeing 757 og svo Airbus. Fyrir utan að Icelandair hefur góða reynslu af Boeing, og þetta því mjög góð ákvörðun og án efa vel ígrunduð. Boeing 737 er ein vinsælasta og farsælasta flugvél sem framleidd hefur verið og hefur reynst mjög mjög í áratugi. Engin önnur farþegaþota hefur verið framleidd í jafn miklu magni, og ekki af ástæðulausu.

Boeing 737 sem framleiddar hafa verið munur fara yfir 10.000 þegar 737MAX kemur. Það kemst engin önnur flugvél með tærnar þar sem þessi er með hælana í hversu vinsæl hún var og er.

Davíð (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 18:01

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Leiðrétti þegar í stað villuna um fjölda farþega.

Ómar Ragnarsson, 6.12.2012 kl. 20:04

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fyrirtæki í Reykjavík hafa flutt út ferskan fisk í flugi frá Keflavíkurflugvelli.

Og ég veit ekki til þess að ákveðið hafi verið að flytja innanlandsflugið frá Reykjavík  til Keflavíkurflugvallar.

Hins vegar var ákveðið fyrir áratug að flytja Reykjavíkurflugvöll af Vatnsmýrarsvæðinu.

16.4.2010:


"Við eigum ein sjö tonn af ferskum flökum á Keflavíkurflugvelli sem bíða þess að komast í flug en staðan er vægast sagt mjög óljós.

Við erum í stöðugu sambandi við viðskiptavini okkar í Evrópu," segir Sólveig Arna Jóhannesdóttir, sölustjóri ferskfiskafurða hjá HB Granda, en útflutningur á ferskum fiski með flugi er nú í uppnámi eftir að flugsamgöngur á milli Íslands og Vestur-Evrópu lömuðust í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli."

"Við áttum ferskan fisk sem átti að fara annars vegar með Bluebird og hins vegar Icelandair á markað í Evrópu."

Þorsteinn Briem, 6.12.2012 kl. 20:13

8 identicon

Þessi umræða beinir huganum að því hvernig við markaðssetjum fiskinn, sem kemur af Íslandsmiðum. Þeir, sem kunnugir eru matvælamarkaði í Evrópu eru á einu máli um að Evrópubúar líta á fryst matvæli sem annars flokks vöru. Ástæður þess eru margar en ein er sú að þar hefur lengi tíðkast að frysta þau matvæli (sem á annað borð þola frystingu) sem eru umfram sölu dagsins. Af þessum sökum er afar mikilvægt að koma fisknum sem mest ferskum og ófrosnum á markað til að fá sem hæst verð. Hugtakið um fullvinnslu sjávarafurða hefur verið ofmetið í íslenskri umræðu um árabil og mótast um of af hagsmunum þeirra sem eiga frystihús og vilja nýta þau. Fyrir fiskimenn er auðvitað hagstæðast að aflanum sé sem minnst klappað hér áður en hann fer á markað. Það tryggir þeim hæsta verð og besta afkomu. En það er brýnt að rjúfa tengslin milli veiða og vinnslu, sem hefur verið krafa sjómanna um langt skeið.

E (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 20:33

9 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Ómar,

Hvað varð um 787 Dreamliner vélarnar sem ég hélt að Icelandair hefði fest kaup á?  Datt það uppfyrir við og eftir hrunið?  Hef flogið nokkuð oft með 737, bæði með Icelandair milli Íslands og Danmerkur þar sem ég bjó í nokkur ár, og svo eins með Southwest Airlines hérna í Bandaríkjunum en við höfum nánast undantekningalaust ferðast með þeim innanlands. Þeir eru með tæplega 700 þotur sem eru allar 737 en þeir eru með ýmsar úytgáfur af þeim (sjá http://www.southwest.com/html/about-southwest/history/fact-sheet-fleet-popup.html)

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 6.12.2012 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband