Lýsir andlegri fátækt.

Á tímum netsins, facebook,YouTube og annarrar fjölmiðlunar, sem á okkar tímum flýgur um allan heim ef svo ber undir, falla ýmsir fyrir þeirri freistni að beita óvönduðum og siðlausum meðulum til að njóta nokkurra mínútna heimsfrægðar.

Sjúkrahús eru stofnanir sem eru og eiga að vera griðastaðir fyrir fólk. Starfsfólkið er bundið trúnaði og sjúklingar verða að geta treyst því.  

Það athæfi að virða þetta ekki eins og ástralska útvarpsfólkið gerði er ekki aðeins siðlaust, heldur ber það vott um mikla hugmyndafátækt að geta ekki látið sér detta neitt skárra í hug.

Heyra má raddir þess efnis að hjúkrunarfræðingurinn hafi gengið of langt með því að taka líf sitt vegna þeirrar opinberu smánar sem hún varð að horfast í augu við það á heimsvísu að hafa ekki varist siðlausri innrás inn í einkalíf heimsfrægs fólks í sjálfri þjóðhöfðingjafjölskyldu landsins.

Með slíkum ummælum er höfuðið bitið af skömminni í algeru skilningsleysi á það, hve mikils virði heiður og æra getur verið mörgu fólki, jafn mikils virði og lífið sjálft.

Í stað þess að viðhalda einstaklega góðu orðspori og gegnheilum heiðri í göfugu starfi, sem innt var af hendi af samviskusemi og hugsjón dundi það yfir, að horfast í augu við niðurlægingu á heimsvísu.

Þegar tilgangur svonefndra hrekkja og annarrar framkomu er eingöngu sá að ganga svo fram af öllum að það verði á allra vörum og ekkert hugsað um annað, er ekki aðeins um að ræða siðleysi, heldur þá andlegu fátækt sem felst í því að geta ekki haldið sig innan eðlilegs ramma.


mbl.is Umdeild útvarpsstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Þetta er auðvita allt afar sjúkt, veit ekki hvort kýlið er "konungsfjölskyldan" eða útvarpsfólkið eða hjúkrunnarfræðingurinn.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 8.12.2012 kl. 18:21

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er hreinlega svívirðilegt mál. Hjúkrunarfræðingurinn hélt að kóngafólkið sjálft, náskyldir ættingjar tilvonandi barns,  væru að hafa samband og af respekt fyrir því hefur hún leyst frá skjóðunni en alið er að lotningu fyrir kóngafólki.

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.12.2012 kl. 18:48

3 identicon

Mér finnst þú nokkuð dómharður gagnvart þeim sem að hrekknum stóðu. Hvernig í ósköpunum átti þeim að detta í hug að sú sem þeim var gefið samband við, myndi taka þetta svona nærri sér. Hafa þá Hemmi Gunn og Auddi og Sveppi og margir fleiri verið að spila rússneska rúlettu með gabbhringingum og hrekkjum sínum. Hver veit? Einhver gæti tekið hrekk af því taginu á sama hátt og þessi vesalings hjúkrunarkona. Þú hefur sjálfur oft gert stólpagrín að stjórnmálamönnum. Er hugsanlegt að einhver teldi að æru sinni vegið og svifti sig lífi? Værir þú þá sekur um eitthvað? Ég held að það sé einfaldlega ekki hægt að gera ráð fyrir svona viðbrögðum sem urðu hjá vesalings konunni, ekki fremur en þegar menn fá uppsagnarbréf frá kærustunni og svifta sig lífi. Þetta gerist stöku sinnum, er sorglegt en setjum okkur ekki í dómarasæti. Ég er annars aðdáandi þinn vegna endalausra skemmtana sem þú hefur veitt mér og öðrum gegn um tíðina og ber virðingu fyrir baráttu þinni fyrir landið okkar.

Gunnar Már Yngvason (IP-tala skráð) 8.12.2012 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband