Það hlaut að koma að því.

Í þeim stórleikjum Vals og Fram í kvennaboltanum undanfarin ár hafa Valskonur haft betur.

Ég er enginn sérfræðingur á þessu sviði en mér sýndist herslumunurinn liggja í aðeins meiri breidd og reynslu hjá Valsliðinu og þær þess vegna verðugir sigurvegarar í annars afar jöfnum leikjum sem voru báðum liðum til sóma.

Reynslan fer eðlilega mikið eftir aldri liðskvenna og af þeim sökum var hægt að leyfa sér að vera bjartsýnn á það að aukinn aldur og reynsla Framliðsins hlyti að skila sér.

Nú hefur ísinn verið brotinn og óskin hefur ræst.

Það gleður gamlan Framara eins og mig og ég óska "stelpunum mínum" og félaginu okkar til hamingju.

Meira af þessu! Áfram Fram!


mbl.is Fram yfir erfiðan hjalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband