Undraverð hártogun.

Það er undraverð hártogun þegar nefnd lagatækna kemst að þeirri niðurstöðu að með því að lögfesta að helstu  náttúrugæði Íslands séu í þjóðareign verði hægt að setja lög sem banni fólki að njóta sólarljóssins eða takmarka rétt manna til þess. 

Og nefndin nefnir meira að segja líka andrúmsloftið sem dæmi um náttúrugæði, sem ný stjórnarskrá gæti heimilað stjórnvöldum að setja á takmarkanir varðandi það að fólk dragi andann eða noti andrúmsloftið á annan hátt. 

Raunar myndi takmörkun á rétti manna til þess að draga andann stangast á við annað ákvæði stjórnarskrárinnar nýju, sem setur það fram sem rétt allra landsins barna að njóta heilnæms lofts og vatns, þannig að engu er líkara en að laganefndin hafi ekki lesið stjórnarskrána nema að því leyti sem hentaði lögskrýrignaloftfimleikum af því tagi sem eru stundaðir í ofangreindri athugasemd hennar. 

Meira að segja í Sovétríkjunum sálugu eða Þriðja ríki Hitlers höfðu menn ekki hugmyndaflug til þess að láta sér detta í hug lagasetningu sem takmarkaði almennt rétt fólks til að njóta sólar eða draga andann. 

Í 34. grein hinnar nýju stjórnarskrár eru talin upp helstu náttúrugæði, sem falla myndu undir þá skilgreiningu, og er alveg ljóst af því að sá skilningur lagatæknanna, að nýja stjórnarskráin gæti skapað lög um takmörkun landsmanna á því að njóta ljóss, sem kemur frá fjarlægum himinhnetti og skín yfir alla jarðarbúa, eða andrúmslofts sem leikur um alla jörðina, er svo fráleit að engu tali tekur.

Í almennri lögfræði eru nefnd lögskýringagögn eins og eðli máls og vilji löggjafans við setningu viðkomandi lagagreinar. En nefndin virðist ekki hafa haft neitt slíkt í huga í gerð útúrsnúninga af þessu tagi. 

En með því að stunda slíkar hártoganir á sem allra flestu, sem stendur í texta stjórnarskrárfrumvarpsins, er hægt að flækja einfalt mál sem allra mest og drepa á dreif. 

 


mbl.is Telja margt óskýrt í frumvarpinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

Því verður ekki mótmælt að stjórnlagaráð skipuðu undraverð ofurmenni og enginn veit neitt um nokkurn skapan hlut nema þau. Það er sama hver kemur fram með gagnrýni á tillögur stjórnlagaráð, þeir eru allir vitleysingar.

Hversemer (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 08:21

3 identicon

Sæll Ómar. Ég kaus gegn hinni nýju stjórnarskrár tillögu þar sem ég taldi og tel enn að kosningin hafi í raun verið rangt fram lögð, vegna þess að aðeins valin ákvæði voru borin undir kosningu. Ég er þess fullviss að mjög fáir ef nokkrir hafi gert sér grein fyrir því að stjórnarskrártillagan yrði síðan sen til um fjöllunar erlendis, vissir þú það? Síðan þegar umræða hefst og almenningur fer virkilega að rýna í tillögurnar þá kemur í ljós að þær eru (að mínu mati ) lauslega orðaðar og  hægt að túlka tillögurnar á mismunandi veg, það er mjög slæmt. Stjórnarskrá þarf að vera í gunninn vel orðuð og afmörkuð, þannig að ekki séu uppi sífeldar deilur um túlkunar atriði.

Kjartan (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 08:48

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Birgir Ármannsson, lögfræðingur og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi 28. nóvember 2009:

"Lögskýringargögn er það sem við leitum í þegar við erum að túlka ákvæði laga og það er alveg skýrt að þau lögskýringargögn sem skipta máli í þessu sambandi eru greinargerð með frumvarpinu, framsöguræða flutningsmanns og nefndarálit þeirrar nefndar sem um málið fjallaði."

Þorsteinn Briem, 24.1.2013 kl. 08:52

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Niðurstaða talningar atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október síðastliðinn um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga:

1. Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?


Já sögðu
73.408 eða 64,2%."

Þorsteinn Briem, 24.1.2013 kl. 08:56

6 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Tek undir þetta með ´Omari.  Hæfileikinn til að hártoga hvaðeina virðist þessum mönnum í blóð borinn, og líklega verður aldrei samin sú stjórnarskrá sem ekki er hægt að snúa uppá andskotann með álíka rökfræði og þessir plebbar ástunda.   Gaman væri að einhverjir tækju núverandi bráðabirgðastjórnarskrá til athugunar með hártogunartækni þessara afturhaldsskudda .  Raunar hefur það sýnt sig að þar má útúr skýrasta orðalagi snúa.

Þetta, að þeir tiltaka aðeins þetta tvennt, sólarljós og andrúmsloft, eiginlega sannar að þetta er býsna gott ákvæði. Augljóslega getur sólarljósið ekki verið séreign neinnar þjóðar og varla andrúmsloftið og því engan veginn hliðstæða veiðiréttar á afmörkuðum svæðum sem skv. þjóðarrétti tilheyra lögsögu lands, eða þá náma og virkjanaréttindi sem sömuleiðis eru staðbundin.

  Engum ,nema etv. ESB og Norðmönnum dettur í hug að fiskistofnar geti verið þjóðareign nema meðan staldrar við innan lögsögu viðkomandi.  Sólarljósið og andrúmsloftið verður varla skilgreint með sama hætti. Aðgangur að sólarljósi verður varla takmarkaður eða einkavæddur eða hvað? Kannske sjá menn fyrir sér að himinhvolfið verði skermað af með sólarsellum svo allt myrkvist undir! Síðan geti menn keypt sér rétt til að fá opnaða gátt yfir t.d.  sinni bújörð !!! En þá vandast málið, hvernig á að koma í veg fyrir að næstu nágrannar býsna vítt í kring fái ekki ókeypis skímu í leiðinni? Jú, væntanlega með að byggja ljósheldan vegg umhverfis sitt land!

Það er ekki hægt annað en að spyrja, er þessum blessuðum mönnum sjálfrátt?

Kristján H Theódórsson, 24.1.2013 kl. 09:26

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Loðna gengur á milli lögsagna Íslands og Noregs við Jan Mayen. Norsk skip hafa því fengið að veiða loðnu í íslenskri lögsögu og íslensk skip loðnu í norskri lögsögu.

Skip frá ríkjum Evrópusambandsins
hafa hins vegar lítið veitt á Íslandsmiðum síðastliðna áratugi og fá því engan aflakvóta á Íslandsmiðum, nema þá að íslensk fiskiskip fengju jafn verðmætan aflakvóta í staðinn.

Í aðildarsamningi Noregs og Evrópusambandsins fengu skip frá Evrópusambandsríkjunum að veiða í norskri lögsögu, enda er um sameiginlega fiskveiðiauðlind margra ríkja að ræða í Norðursjó, svo og Eystrasalti og Miðjarðarhafinu, þar sem margar fisktegundir ganga úr einni lögsögu í aðra.

Þorsteinn Briem, 24.1.2013 kl. 09:59

8 identicon

Ég er nokkuð sammála Kjartani hér að ofan. En hitt er annað mál að lagatæknin íslenska lætur ekki að sér hæða (þó auðvitað sé hún létthædd).

Það mætti t.d. segja mér að gamla stjórnarskráin ágæt sem hún er myndi í dag, ekki komast í gegnum nálarauga hinnar íslensku lagatækni. Enda orkar þar margt tvímælis.

Eignarrétturinn er þar sagður friðhelgur en samt má taka eignarnámi enda komi þá fullt verð fyrir. Hvað er fullt verð?  Er óréttmæt aukning skuldar ekki eignaupptaka og þá jafnvel framkvæmd með þeim rökum að vernda "eignarrétt" einhvers annars?  Þarf þá ekki að koma fullt verð fyrir þá eignaupptöku, sem væri þá að afturkalla hana? Hvað  um jafnræðisreglu milli fjármagnseiganda og skuldara í því sambandi, þegar fjármagnseigandinn er verndaður á kostnað skattborgaranna og skuldara en skuldaranum er gert að þola eignaupptökuna bótalaust?

Tók "nýja" stjórnarskráin ykkar annars nokkuð á þessu máli?

Þó þessi stjórnarskrársmíð hafi öll verið hálfgert óþarfa flan þá er merkilegt að sjá viðbrögð lagamarðanna íslensku. Ógilding kosninga á grundvelli tilhæfulausrar smásmyggli um atriði sem aldrei hefðu getað haft áhrif á úrslitin og svo útúrsnúningar á atriðum sem eru síst óljósari en margt í þeirri gömlu.

Hverjir eru hræddir og hvers vegna?  Getur verið að lagastéttin telji sig vera varðhunda einhvers kerfis sem fæði þá, frekar enn ......?

Er innsta eðli laganna kanski einfaldlega að standa vörð um óbreytt ástand,samfélagsstrúktúrinn, valdapíramídann,halda lýðnum á mottunni? Ef svo er þá er kerfinu því ekkert verr gert en að þurfa að taka fyrir alila úr efstu  lögum samfélagsins. Bankstera og pólitíkstera.  Vísann góða á hér við sem fyrr:

Ef stelurðu litlu og standir þú lágt,
þá steininn innan berðu.
En stelirðu miklu og standir þú hátt,
í stjórnarráðið ferðu.
(höf. mér ókunnur)

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 10:02

9 identicon

Eiga allir eftirtaldir það sameiginlegt að stunda hártoganir eða vera að öllu jöfnu illa gefnir og hafa litla þekkingu á því sem þeir eu að tjá sig um þ.e. lögfræði og stjórnskipunarrétti? Eða er það kannski upp til hópa illa innréttað og keyrt áfram af annarlegum hvötum?

Ég skil ekki afhverju má ekki vanda til  þessa máls og afhverju má ekki vinna að breiðari sátt. Afhverju þarf að knýja þetta í gegn í beljandi ágreiningi.  Þetta er stjórnarskrá Íslands en ekki lög um hundahreinsun hunda. Reyndar virðist öll þekking vera illa þokkuð um þessar mundir. Núverandi ríkisstjórn kássast áfram með hvert málið á fætur öðru í andstöðu við alla þekkingu og ráð bestu manna. Þá er umræða eins og hér að ofan áberandi þar sem reynt er að gera lítið úr ábendingum og ráðum þeirra sem best hafa vit á. Þetta er einfaldlega ónothæft plagg til að geta verið næsta stjórnarskrá Íslands og það er komin tími til að menn fari að viðurkenna það.

Hvað ætli eftirtaldir einstaklingar eigi sameiginlegt?

Björg Thorarensen prófessor,

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor,

Gunnar Helgi Kristinsson prófessor,

Indriði H. Indriðason aðstoðarprófessor,

Aagot Óskarsdóttir, lögfræðingur,

Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor,

Karl Axelsson dósent og hrl.

Ágúst Þór Árnason, deildarforseti,

Ragnhildur Helgadóttir prófessor,

Skúli Magnússon, lögfræðingur og dómari,

Birgir Guðmundsson dósent,

Þóroddur Bjarnason prófessor,

Helgi Áss Grétarsson lektor,

Sigurður Líndal prófessor emeritus,

Ragnar Árnason prófessor,

Sigurður Tómas Magnússon prófessor,

Þráinn Eggertsson prófessor,

Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis.

og margir fleiri

Og nú síðast lögmannafélag íslands

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 12:55

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég tek nú einungis fyrir eitt atriði, sem slegið er upp sem "galli" á stjórnarskránni og efni til rökræðu um það hér á blogginu mínu. Þetta er ekki vel séð af hinum nafnlausa "Hversemer" sem telur þetta vera merki um það að stjórnlagaráðsfólk telji sig "undraverð ofurmenni" og telji að enginn viti nokkurn skapaðan hlut nema það.

Ekki orð um tilefnið sjálft eða rökræða um það frá "Hversemer".  

Ómar Ragnarsson, 24.1.2013 kl. 12:59

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alþingi getur að sjálfsögðu gert nú í vetur breytingar á tillögum Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá, til dæmis samkvæmt ábendingum lögfræðinga sem ekki eiga sæti á Alþingi.

Stjórnarskránni verður hins vegar ekki breytt fyrr en eftir alþingiskosningarnar nú í vor.


"79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi.

Nái tillagan samþykki skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju.

Samþykki Alþingi ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 24.1.2013 kl. 13:52

12 Smámynd: Kristinn Daníelsson

Ómar, hér kemur kannski fram kjarni málsins sem er sá að flestir ráðsmenn og fylgendur þeirra tala niður til allrar gagnrýni.

Þú telur það undraverða hártogun ef bent er á hvað gæti gerst ef textinn fengi að standa óbreyttur. Væri betra að standa frammi fyrir orðnum hlut í framtíðinni og berjast um túlkunina fyrir dómstólum?

Kristinn Daníelsson, 24.1.2013 kl. 17:21

13 identicon

Það skal sagt lagamörðunum til afsökunnar, að ekki er nóg að ný stjórnarskrá sé jafn óskýr og sú gamla, auðvitað þarf hún að vera betri, annars væri og er verkið óþarft!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 18:10

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í stjórnarskránni sem nú gildir segir að allir eigi rétt á heilnæmu og hreinu lofti og vatni.

Ekki er orð um það í gömlu stjórnarskránni og má þá ekki hártoga hana og segja að hægt verði að setja lög sem leyfa það að dæla óhreinu lofti og vatni í fólk, af því að ekkert stendur um það í stjórnarskránni?

Sérkennilegur er sá dómur Kristins Daníelssonar að þegar laganefndin kemur með sína athugasemd þá sé og rökin fyrir henni réttmæt, en þegar einhver úr stjórnlagaráði kemur með gagnrök þá kallast það að "tala niður" til gagnrýninnar.

Á fundi stjórnlagaráðsfulltrúa í mars í fyrra féllumst við á tillögu að sleppa þeirri grein, sem gaf 6/7 hlutum Alþingis kost á að gera minniháttar breytingar á stjórnarskrá.

Við féllumst líka á að okkar vegna mætti hækka lágmark þeirra sem geta með undirskrift knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál úr 10% í 15%.

Við urðum við beiðni um styttri kafla um alþingiskosningar og styttum textann um þriðjung án þess að breyta meginatriðum.

Við bættum orðunum "...sem ekki eru í einkaeigu..." um auðlindir og meira að segja á tveimur stöðum til öryggis.  

Ekki bendir þetta til þess að við höfum "talað niður" ábendingar og óskir um frumvarpið.

Þegar orðin "náttúrugæði", "þjóð" og fleiri orð sem allur almeninngur skilur hafa hins vegar blasað við mönnum í eitt og hálft ár og menn rjúka allt í einu til núna og hrúga upp í stafla af hártogunum á þessum orðum, þá er það í meira lagi undarlegt að hafa ekki fattað slíka "stórgalla" fyrr.   

Ómar Ragnarsson, 25.1.2013 kl. 00:16

15 identicon

Verst er að þú Ómar, nokkuð góður drengur ert að láta misnota þig í þessu stjórnarskrármáli, rétt eins og fjöldinn allur af því fólki sem vildi nýtt Ísland.  Tilgangur flugumanna Samfylkingarinnar var og er aldrei annar en sá að liðka fyrir inngöngu í ESB.  Sbr. gamalt blogg frá Páli Vilhjálmssyni þar um,þar sem vitnað er í skýrslu Össurar til ESB þar sem Össur segir:

"Legislation to elect an advisory constitutional assembly was adopted in June. The task of the assembly is to prepare a proposal to parliament for a new constitution. Among the issues to be addressed is delegation of powers by the State to international organisations. " http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1136657/

Þetta var hin raunverulega ástæða fyrir öllu bröltinu, ekkert annað,að liðka fyrir framvísun valds frá Íslenska ríkinu yfir til alþjóðlegra stofnanna (ESB vitanlega).

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 00:37

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Því má bæta við, að harðar deilur urðu meðal lögspekinga við inngöngu í EES, hvort setja þyrfti málið í þjóðaratkvæðagreiðslu eða ekki, - hvort þetta væri brot á fullveldi landsins.

Í nýju stjórnarskránni eru ákvæði um afsal ríkisvalds, sem talsmenn allra flokka á þingi nú telja nauðsynlegt og eru tilbúnir að taka upp.


Ef þeir væru svona ánægðir með gamla ófremdarástandið væru þeir varla sammála um að ný grein um þetta sé til bóta."

Ómar Ragnarsson
, 22.1.2013 kl. 19:51

Þorsteinn Briem, 25.1.2013 kl. 00:47

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

"111. gr. Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu.

Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft.

Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst.

Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar.

Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi."

Frumvarp Stjórnlagaráðs

Þorsteinn Briem, 25.1.2013 kl. 00:53

18 identicon

Afsakaðu annars að ég segi "ekkert annað" það hékk líka aðeins meira á spýtunni, þ.e. auðlindamálin.  Ef við förum í ESB þá geta fyritæki frá t.d. Þýskalandi eða Spáni veitt hér og greiða sína skatta í viðkomandi löndum. Meint ráð við því er að taka sérstakt auðlindagjald af útgerðinni að skattleggja arðinn (eins og það sé ekki gert hvort sem er í öllum venjulegum skattkerfum).   Ef ekki tekst að semja um eitthvað sér, handa sjávarútvegnum (sem mun ekki takast nema til skams tíma) þá vita Össur og félagar sem er að þjóðin myndi aldrei samþykkja afsal sjávarútvegsauðlindarinnar nema hægt væri að rugla hana i ríminu með auðlindagjaldi.

   Þar er enn og aftur verið að nýta sér óánægu fólks með framgang og framferði sægreifa sem fá sínar afskriftir og halda samt öllu á meðan ríkið/þjóðin situr uppi með tapið en fær ekkert í staðinn, ekki einu sinni þann möguleika að selja kvótann til þeirra fáu sem standa sig.  

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 00:55

19 identicon

Ómar , þú talar um hártogun, og vísar í 34 grein í þessu "uppkasti" að nýrri stjórnarskrá,  þar er setning sem segir "... hafa skal sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi.. " , ekkert frekar tekið fram um hverskonar fyrirbæri "sjálbær þróun" , í skýringarplagginu er svo vísað í að nota skuli skilgreiningu frá Brundtland nefndinni um hvað sé sjálfbær þróun. Sú skilgreining  er strangt tekið lítið annað en ónothæfur búrtíkarfrasi sem lætur vel í eyrum, en er án innihalds  eða nothæfni, og uppi á borði eru tugir skoðana og (eða hártogana ) úr öllum áttum um hvernig skuli túlka og við hvað er átt, og  að drita inn orðum illa skilgreindum hugtökum eins og þessu niður þarna eru að mínu viti vísbending um að flausturslega sé að verki staðið. Og ég er á somu skoðun Kjartan hér að ofan þegar hann segir "Stjórnarskrá þarf að vera í gunninn vel orðuð og afmörkuð, þannig að ekki séu uppi sífeldar deilur um túlkunar atriði." , og ennfremur að slíkt plagg á að vera eins stutt og mögulegt er, án þess tapa "fókus" á grundvallartriðum sem þarf að hyggja að til byggja á gott mannlegt þjóðfélag , sem hefur rúm fyrir alla sem í því búa, en t.d. ekki einhvers konar bergmál af "Agenda 21"  og öðrum viðlíka sérhyggjuplöggum sem koma frá Ónýtu Þjóðunum  og víðar  . Og það er ekki laust við að mér finnist þú gera þig sekan um nákvæmlega það hátterni sem Kristinn Daníelsson telur að sé áberandi hjá sumum þeim er sátu á stjórnlagaþinginu semsé að tala niður gagnrýni, með því hliðra þér hjá svara einfaldri spurningu sem hann setur fram , á þann hátt að gera honum upp að hafa sagt eitthvað allt annað en hann sagði. Fuss og svei, í skammarkrókinn með þig drengur.  

Bjössi (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 02:00

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skip frá ríkjum Evrópusambandsins hafa lítið veitt hér síðastliðna áratugi og fá því engan aflakvóta úr staðbundnum fiskistofnum á Íslandsmiðum.

Aðildarsamningi Íslands við Evrópusambandið yrði ekki hægt að breyta nema með samþykki okkar Íslendinga og raunar allra aðildarríkjanna.

Evrópusambandsríkin eru langstærsti markaðurinn fyrir íslenskar sjávarafurðir.

Við yrðum stærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu
og hefðum þar yfirburði í útgerð og fiskvinnslu.

Afli íslenskra skipa og skipa frá Evrópusambandsríkjunum


Samherji hefur tekið þátt í sjávarútvegi í öðrum löndum frá árinu 1994, þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu.

Fyrirtækið hefur til að mynda átt hlut í og tekið þátt í rekstri fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækja í Póllandi, Bretlandi og Þýskalandi, sem öll eru í Evrópusambandinu.


Íslenskar sjávarafurðir og sóknarfæri á mörkuðum, sjá bls. 11-12

Þorsteinn Briem, 25.1.2013 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband