Var það ekki "framandi" þegar embætti umboðsmanns var stofnað?

Í þeim hlutum að nýrri stjórnarskrá, sem stjórnarskrárnefnd Gunnars Thoroddsens, var búin að fjalla um, var meðal annars að leggja niður deildaskiptingu Alþingis og stofna embætti umboðsmanns Alþingis, auk þess sem ákvæði um náttúruauðlindir í þjóðareigu voru komin á blað. 

Ekkert af þessu varð að veruleika þá, enda margir sjálfsagt á svipaðri skoðun þá og nú og Gunnar Helgi Kristinsson lýsti í blaðaviðtali sem einu af aðalatriðum stjórnarskrármálsins 1983 og 2013, að "þau Gunnar Thoroddsen og Jóhanna Sigurðardóttir vildu reisa sér minnisvarða." 

Sem þýðir auðvitað, að allt verði að gera sem unnt er að gera til að koma í veg fyrir slíka ósvinnu.

Að leggja niður deildaskiptingu Alþingis og stofna embætti umboðsmanns Alþingis kom til framkvæmda síðar þótt segja mætti þegar það var gert, að þar "væri verið að höfða til umhverfis sem væri algerlega framandi fyrir nýverandi stjórnsýslu."

Hugtakið "auðlindir í þjóðareigu" vafðist ekki fyrir Gunnari Thoroddsen, ekki frekar en það vafðist fyrir alþingismönnum 1928 að skilgreina Þingvelli á þann hátt í Þingvallalögunum, en auðvitað mega menn enn þann dag í dag ekki til þess hugsa að hann hefði fengið "að reisa sér minnisvarða" með því að koma því hugtaki inn í íslenskt lagaumhverfi. 

 

 


mbl.is Gerir fjölda athugasemda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband