Svipað viðfangsefni og 1950 en erfiðara og tvísýnna.

Ef tvær þjóðir eru í landinu, eins og Þórður Snær Júlíusson orðar það þegar hann lýsir ríkjandi efnahagsástandi, er það ekki í fyrsta sinn.

1949 var ár mikils umróts í íslenskum stjórnmálum. Mestu óeirðir í sögu síðustu alda urðu á Austurvelli 30. mars, eftir kosningar um sumarið féll ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar í árslok vegna ósamkomulags um efnahagsaðgerðir og gengisfellingu, og eftir að Alþingi lýsti vantrausti á minnihlutastjórn Ólafs Thors, var stjórnarkreppa fram í mars 1950.

Gjaldeyris- og innflutningshöft höfðu ríkt síðan 1930 og orðið sérstaklega illvíg eftir 1947. Eins og nú voru höftin og krónan rótarmeinið, sem menn réðu ekki við.

1950 var það tekið til bragðs að taka upp tvenns konar ef ekki margs konar gengisskráningu, annars vegar var krónan skráð með handafli á fastgengi, en hins vegar komið á fót svonefndu "Bátagjaldeyriskerfi" fyrir sjávarútveginn.

Þetta flókna kerfi og höftin ekki einasta viðhéldu þeirri spillingu og óréttlæti sem höftin og röng skráning krónunnar höfðu valdið fram að því, heldur olli enn flóknara og verra kerfi í formi Bátagjaldeyriskerfisins og fleiri hafta enn meiri spillingu sem þáverandi stjórnarflokkar, Sjallar og Framsókn bundu inn með því sem kallað var helmingaskiptakerfi, sem leyfum og fjármunum var skipt eftir á milli gæðinga stjórnarflokkanna.

Segja mátti að þjóðin skiptist þá í tvo hluta, og að tvær þjóðir hafi verið í landinu: Þeir, sem nærðust og græddu á höftunum og margs konar gengi krónunnar og hins vegar allur fjöldinn, sem var bundinn í fjötra.

Það leið áratugur þar til Viðreisnarstjórninni tókst að brjóta versta hluta haftanna og rangrar gengsskráningarinnar á bak aftur, en það var svo sannarlega ekki auðvelt.

Nú er að mörgu leyti hliðstætt ástand. Þjóðin skiptist í tvennt: Annars vegar þá sem njóta þess að vera í náðinni vegna aöstöðu sinnar varðandi útflutning og hins vegar allan almenning, sem verður að sæta kjaraskerðingu hins veika gjaldmiðils.

En í ofanálag bætast við snjóhengjan svonefnda við, skuldavandi heimila og gríðarlegar skuldir ríkisins.

Ég man ekki lengur hliðstæðar skuldatölur ríkisins upp úr 1950, enda óhægt um vik að gera réttan samanburð á stöðunni nú vegna miklu meiri þjóðarframleiðslu. En mig grunar að vandinn núna sé enn verri en fyrir 60 árum og hættan á kollsteypu og misrétti meiri.

Óréttlætið, misskiptingin og spillingin hljóta auk þess að fara vaxandi á meðan á þetta ástand ríkir.

Á árunum milli 1950 og 1967 var mikill uppgangur í efnahagslífi Evrópu og það skilaði sér hingað út á Klakann og auðveldaði það verk að fást við stjórn efnahagsmála. Málin "redduðust" að hluta.

Nú er hins vegar ekki í augsýn neitt slíkt og viðfangsefnið vafalítið erfiðara og tvísýnna en fyrir 60 árum. Hafi það tekið áratug að losa um málin þá, er alls óvíst nema það taki ennþá lengri tíma nú.

Það eina, sem getur liðkað fyrir nú, er að meiri samstaða náist nú en þá, en þá tókst aldrei að mynda nauðsynlega samstöðu og samvinnu, hvorki í stjórn landsins né á vinnumarkaði.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Ómar, myndi ný stjórnarskrá heimila stjórnvöldum að búa hér til tvær þjóðir og halda áfram þeirri stefnu sem hún fylgir?

Hvað segir stjórnarskráin um bann við mismunun?  Tekur hún ekki til þessara atriða?

Lúðvík Júlíusson, 18.2.2013 kl. 07:50

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í kjöltu Móra skrítið skraut,
skelfing var þar Framsókn blaut,
svo í burtu svekkt hún flaut,
sorgleg örlög greyið hlaut.

Þorsteinn Briem, 18.2.2013 kl. 14:32

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

4.12.2012:

"Samkvæmt opinberum hagtölum, sem Seðlabanki Íslands tekur saman, námu erlendar eignir Íslendinga um 4.215 milljörðum króna (252% af vergri landsframleiðslu (VLF)) um mitt ár 2012 en erlendar skuldir íslenska þjóðarbúsins voru á sama tíma 13.505 milljarðar (806% af VLF).

Hrein erlend staða
var því neikvæð um 9.290 milljarða króna eða sem nemur 555% af VLF."

"Stærsti hluti erlendra eigna og skulda tilheyrir föllnu bönkunum. Þegar fram í sækir má gera ráð fyrir að eignir þrotabúanna muni ganga upp í skuldirnar og það sem út af stendur verði afskrifað í samræmi við lög.

Sé horft fram hjá áhrifum föllnu bankanna er erlenda staðan mun viðráðanlegri.

Þá eru erlendar eignir þjóðarbúsins um 2.583 milljarðar króna (154% af VLF) en skuldirnar 3.639 milljarðar (217% af VLF), og hrein erlend staða því neikvæð um 1.056 milljarða króna (63% af VLF).

Það er í sjálfu sér ekki slæm staða og alls ekki ósvipuð skuldastöðu margra annarra þróaðra ríkja um þessar mundir.

En því miður er ekki öll sagan sögð. Við þessar skuldir á eftir að bæta frekari skuldum sem tengjast kröfum þrotabúanna á innlenda aðila."

Er erlend skuldastaða þjóðarbúsins sjálfbær? - Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans

Þorsteinn Briem, 18.2.2013 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband