Mikil gróska og fjölbreytni hjá unga tónlistarfólkinu.

Hlutverk tónlistarskólanna í þjóðlífinu verður seint ofmetin. Unga hæfileikafólkið, sem þar er alið upp og menntað, hrífur mann þegar tækifæri gefst til að heyra það sem það hefur fram að færa.

Sérstaklega er gaman að því heyra, hvað unga fólkið er opin og fordómalaust gagnvart tónlistarstefnum.

Þannig hefði maður haldið að gamla harmonikkutónlistin og það hljóðfæri yfirleitt þætti unga fólkinu einstaklega hallærislegt og gamaldags.

Þess vegna kom það þægilega á óvart að heyra Harmonikkukvintett Reykjavíkur, skipaðan æskufólki, sem hlaut verðlaun á Nótunni í fyrra, flytja alveg einstaklega áhugaverðar og góðar útsetningar á lögum, sem fyrirfram hefðu kannski þótt líkleg til að henta vel fyrir harmonikkuleik.

Þetta er dæmi um það, að það sem einu sinni var gott en hefur ýmist fallið í gleymsku eða dottið úr tísku, verður alltaf gott og getur þess vegna komist í tísku á ný.


mbl.is Guðföðurnum fagnað í Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband