Ekki langt síðan slíkt ástand var líka hér í raun.

Okkur rennur til rifja að heyra um baráttu konu í Uganda fyrir því að þurfa að lifa í ótta í landi sínu við láta lífið fyrir kynhneigð sína og við þökkum fyrir að slíkt ástand skuli ekki ríkja hér. 

En okkur er samt hollt að hugsa til þess, hve það er stutt síðan hér ríkti svipað ástand í raun, hve stutt er síðan fólk hér á landi, sem var í svipaðri stöðu og konan frá Uganda, var komið í þá aðstöðu, að eina ráðið til að binda endi á óbæirilega aðstöðu var að taka líf sitt.

Þá brotnuðu sumir alveg niður og sviptu sig lífi. Persónlega veit ég um það, í gegnum hvílíkt helvíti gamall æskuvinur minn gekk á sínum tíma og hve nærri hann var því að binda enda á líf sitt þegar hér ríkti í raun svipað ástand og í Uganda, þrátt fyrir alla lagabókstafi um jafnrétti og frelsi einstaklingsins. 

Það er umhugsunarefni að slíkt ástand skyldi geta viðgengist í raun þrátt fyrir fagurgala um annað.

Það leiðir hugann að því, hvort það geti gerst, að ríkjandi ástand á ýmsum sviðum í þjóðlífi okkar, sem látið er þrífast nú, verði litið allt öðrum augum eftir jafnvel fáa áratugi eða ár.  


mbl.is Kynhneigð getur kostað hana lífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki var hann Ómar minn,
alveg hómósexjúal,
oft í dans þó kinn við kinn,
við karlanna í Fram úrval.

Þorsteinn Briem, 23.4.2013 kl. 13:33

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já vinur okkar hjónanna Hörður Torfason þurfti að flýja land og búa í Danmörku í mörg ár vegna samkynhneigðar sinnar.  Fordómarnir eru því miður aldrei langt undan.  Þó er ástandið ennþá svona slæmt í Færeyjum að því er sagt er.  Og nýleg dæmi sanna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2013 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband