Leggst boltinn í ættir ?

Það getur verið gaman að fylgjast með þvi hvernig engu er líkara en að sumir hæfileikar leggist í ættir.602289b.jpg

Þetta kemur upp í hugann þegar fréttir berast af fljúgandi starti Mistar Edvardsdóttur í norsku úrvalsdeildinnii.img_7923.jpg

Fyrir neðan myndina af Mist er mynd af föður hennar, Edvardi Ragnarssyni 17 ára gömlum ásamt langömmu og langafa Mistar, Sigurlaugu Guðnadóttur og Edvardi Bjarnasyni. 

Myndin er plokkuð á ófullkominn hátt úr úr 53ja ára gamalli litkvikmynd, sem mér hefur áskotnast og Gunnlaugur Þorfinnsson tók í boði, sem afi Mistar, Ragnar Edvardsson, og amma hennar, Jónína Þorfinnsdóttir, héldu amerískum hjónum í heimsókn þeirra til Íslands sumarið 1960. img_7875.jpg 

Ragnar Edvardsson var sumarið 1939 aðeins 17 ára gamall útnefndur efnilegasti leikmaður Fram, sem varð Íslandsmeistari bæði í 1. flokki og mestarflokki.

Hann hafði alist upp á Skólavörðuholtinu með nokkrum af leiknustu knattspyrnumönnum þess tíma, svo sem Alberti Guðmundssyni, og bætti þar hver annan. 

Á mynd hér við hliðina situr Sigrún Gísladóttir, kona Gunnlaugs, á milli Ragnars og Jónínu. img_7907.jpg

Sumarið eftir var hann kominn á kaf í Bretavinnuna og að eignast fjölskyldu og þar með endaði knattspyrnuferill hans.

Nú er það svo, að hæfileikar erfast að sjálfsögðu ekki alfarið frá öðru foreldrinu til afkomanda, heldur getur þetta verið blandað, en engu að síður er gaman að velta upp þetta mörgum nöfnum úr sama ættarsamfélaginu. Þannig gæti ýmislegt hafa komið úr ætt Jóhönnu Magnúsdóttur, konu Edvards og sömuleiðis hjá öðrum, sem nefnd eru hér fyrir neðan, svo sem Margréti Ólafsdóttur, Rúriki Andra Þorfinnssyni og Olgeiri Óskarssyni.   

Mist og Margrét Ólafsdóttir eru systkinabörn, - Margrét er dóttir Ólafar Ragnarsdóttur, sem er 12 ára á myndinni hér fyrir ofan, og manns hennar, Ólafs Jóhanns Sigurðssonar.  img_8075.jpg

Eins og afi Magrétar, Ragnar, var Margrét útnefnd efnilegasti leikmaður úrvaldsdeildar Íslandsmótsins á sínum tíma og var landsliðskona og í allra fremstu röð íslenskra knattspyrnukvenna á þeim árum, - burðarás í landsliðinu.

Ekki er til nein mynd, svo vitað sé af Ragnari Edvardssyni með boltann, en í litkvikmyndinni frá 1960 bregður honum fyrir í 7 sekúndur, sem lýsa honum kannski betur en tveggja klukkustunda heiildarmynd um hann hefði getað gert. img_8073.jpg

Í þessar fáu sekúndur sést hann ganga niður tröppurnar á Stórholti 33. img_8078.jpg

Í lífsnautn augnabliksins býr hann til þögulan einleik í gamanleikriti með líkamstjáningu sem gefur til kynna hvað gerði hann svona skemmtilegan knattspyrnumann. 

Hann var maður augnbliksins, þetta var sjálfsprottið eins og þegar fugl byrjar að syngja.

Ef hann hefði verið beðinn um að gera þetta aftur hefði hann ekki getað það, heldur gert eitthvað allt annað.  img_8082.jpg

Magnús Edvardsson, bróðir Mistar, var afar efnilegur knattspyrnumaður á sínum tíma. img_8080.jpg

En meiðsli settu strik í reikninginn hjá Magnúsi, og eins og afinn lét hann staðar numið við dyr frægðarferils.

Rúrik Andri Þorfinnsson, 21. árs sonarsonarsonur Ragnars Edvardssonar, (sonur Önnu Hauksdóttur og Þorfinns Ómarssonar) hefur verið úrvaldsdeildareikmaður hjá Fylki, en spilað í vetur með liði háskóla í Texas, þar sem hann er við nám. img_8079.jpg

Og enn komum við að því, að knattspyrnuhæfileikar geti komið úr mörgum áttum. img_8076.jpg

Annað langafabarn Ragnars, Sigurður Kristján Friðriksson (og Iðunnar Ómarsdóttur), spilar nú aðeins 18 ára með meistaraflokki Fram og er stórefnilegur, enda knattspyrnan úr báðum ættum, því að afi hans og alnafni var í gullaldarliði Fram fyrir fjórum áratugum.

Enn ber að nefna Olgeir Óskarsson, langafabarn Ragnars Edvardssonar, (sonur Óskars Olgeirssonar og Jónínu Ómarsdóttur),  sem var snjall frálsíþróttamaður í yngri flokkum og var að vinna sig upp í fremstu röð í knattpsyrnunni hjá Fjölni þegar slæm meiðsli settu strik í reikninginn.

Mér er kunnugt um að fleiri upprennandi knattspyrnustjörnur séu á leiðinni, svo sem í hópi afkomenda Jóns R. Ragnarssonar og Petru Baldursdóttur, og það verður gaman að fylgjast með því þegar komið verður upp í meistaraflokka eftir innan við áratug. 

 


mbl.is Mist kom Avaldsnes á bragðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband