Hræðslan við þjóðina.

Ef forseti Íslands hefði ekki virkjað 26. grein stjórnarskrárinnar hefði aðeins ein þjóðaratkvæðagreiðsla farið fram á lýðveldistímanum, hinn 20. október 2011.

Í þeirri þjóðaratkvæðagreiðslu var mikill meirihluti fylgjandi nýrri stjórnarskrá í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs og líka sérstaklega þeim línum, sem þar voru lagðar um frumkvæði kjósenda, beint lýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslur.

Ef slík ákvæði hefðu verið í stjórnarskrá hefði þjóðaratkvæðagreiðsla orðið um aðild að EES og Kárahnjúkavirkjun, auk þjóðaratkvæðagreiðslna um Icesave.

Ég hef oft bent á þá staðreynd að allt frá 1959 hefur einn og sami þverpólitíski meirihluti verið á þingi, það er, sá meirihluti þingmanna sem á kosningakvöldi og kosninganótt geta setið rólegir og horft á kosningasjónvarps, þess fullvissir að vera í svonefndum "öruggum sætum".

Svipaður meirihluti þingmanna úr öllum flokkum  hefur komið í veg og kemur enn í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur aftur og aftur í gegnum tíðina.

Þetta er ríkjandi stjórnarmeirihluti í hvert sinn, þannig að flokkarnir hafa skipst á um að ræna þjóðina rétti sínum til að úrskurða beint um meginmál áratugum saman.

Ríkjandi stjórnarmeirihlutar mismunandi flokka komu í veg fyrir atkvæðagreiðslu um EES, í veg fyrir atkvæðagreiðslu um Kárahnjúkavirkjun, í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hefja skyldi aðildarviðræður við ESB og nú í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort halda skuli þeim viðræðum áfram.

Sömu flokkar og vildu ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB, vilja nú þjóðaratkvæði um það hvort halda eigi þeim áfram.

Og sömu flokkar og vildu þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB, vilja nú ekki þjóðaratkvæði um það hvort hætta eigi þeim viðræðum.

Hræðslan við þjóðina, sem skín út úr þessari hegðun stjórnmálamanna, fer ekki eftir flokkum, hún virðist þverpólitísk.

Ég er hættur að hafa tölu á þeim atriðum til aukins lýðræðis og réttindabóta á ýmsum sviðum, sem ég hef bent á að stjórnarskrá byggð á tillögum stjórnlagaráðs myndi hafa fært þjóðinni og gæti enn fært henni ef meirihluti þingmanna væri ekki svona logandi hræddur um sitt skinn og sín völd.

Því að það er ekki hægt að finna neina aðra ástæðu en hræðslu við kjósendur hvernig ævinlega tekst að koma í veg fyrir að þjóðin frá að segja sitt álit.

Hræsnin er líka mikil. Á hátíðarstundum er gumað af lýðræði, stéttleysi og góðum stjórnarháttum.

En hið raunverulega ástand er fólgið í samtryggingu stjórnmálamanna um að hleypa fólkinu ekki að.

Í sumum stjórnarskrám er beinlínis tekið fram að allt vald komi og eigi að koma frá þjóðinni.

En hér á landi virðist flest reynt til að koma í veg fyrir að vilji þjóðarinnar komi beint fram.  

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

algerlega sammála, og mér sýnist að lýðræði eins og við þekkum það gengur ekki í þessu siðlausu þjóðfélagi...

held að það sé best að hafa fagfólk á "þingi" til að framkvæma það sem við íslendingar (öll) kjósum, það er ekkert mál að kjósa um hvert einasta málefni með þá tækni sem við höfum í dag.

breytinga er þörf !

disa anderiman (IP-tala skráð) 18.8.2013 kl. 21:40

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gleymdu því ekki, Ómar, að til "stjórnlagaráðs" var stofnað með ólöglegum hætti, þvert gegn lögum um stjórnlagaþing (sem þá voru enn í gildi) og í grófri mótsögn við lögmætan úrskurð Hæstaréttar Íslands og þá eðlilegu ákvörðun yfirkjörstjórnar að svipta 25-menningana kjörbréfum sínum. Þú sazt þar því ekki í umboði þjóðarinnar, heldur minnihluta alþingismanna, einkum samflokksmanna þinna úr Samfylkingu!!!

Svo var þessi "þjóðaratkvæðagreiðsla" fáránlegur farsi og sérvaldar örfáar spurningar handa kjósendum! Af hverju ekki fleiri? "Treysti" Samfylking ekki þjóðinni til að ráða við að lesa fleiri spurningar? Af hverju leyfði hún ekki þjóðinni að taka afstöðu til ykkar sviksamlegu 111. greinar, með billegri fullveldisframsalsheimild eftir óskahugmynd Esb-innlimunarsinna, ásamt 67. greininni sem átti að meina þjóðinni að snúa til baka með fullveldisframsalið í hendur Evrópusambandsins?!

Fjölda annarra krítískra athugasemda mætti gera við þetta skrípaplagg hins ólögmæta "ráðs".

Jón Valur Jensson, 18.8.2013 kl. 22:00

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"111. gr. Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu.

Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft.

Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst.

Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar.

Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi."

Frumvarp Stjórnlagaráðs

Þorsteinn Briem, 18.8.2013 kl. 22:51

5 identicon

Hin svokallaða þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram 20. október 2012 en ekki 2011. Þar var kosið um tillögur stjórnarráðs að nýrri stjórnarskrá. Stjórnlagaráð var skipað með ályktun Alþingis 24. mars 2011 eftir að Hæstiréttur úrskurðaði kosningar til stjórnlagaþings ólögmætar.

Það varla hægt að tala um alvöru þjóðaratkvæðagreiðslu eða mál sem þjóðin styður, vilja þjóðarinnar, þegar aðeins um helmingur kosningabærra telur tíma sínum vel varið að mæta á kjörstað. Þá ætti frekar að setjast niður og pæla aðeins í því hvaða vitleysisgangur þetta var, hvernig var hægt að misskilja þjóðina svo hrapalega að aðeins 33% kosningabærra töldu þetta vera niðurstöðu sem vert væri að styðja. 

Síðan má benda á það að það var meirihluti þjóðkjörinna þingmanna, þingmenn úr nær öllum flokkum á Alþingi, ekki bara stjórnarflokkunum, sem samþykktu að Alþingi fæli ríkisstjórn að hefja aðildarviðræður við ESB. Það var þetta sama Alþingi, með sama umboð, sem skipaði stjórnlagaráð.

Oddur zz (IP-tala skráð) 18.8.2013 kl. 23:10

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ef við beitum svipuðum aðferðum og Davíð Oddsson gerði í sínu svari getum við fundið út að okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Það er nú allt "fullveldið".

Og enginn stjórnmálaflokkur, sem á sæti á Alþingi, vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Þorsteinn Briem, 18.8.2013 kl. 23:15

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október síðastliðinn:

1.
Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já sögðu 67,5%.


2.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

Já sögðu 82,9%.


3.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

Já sögðu 57,1%.


4.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

Já sögðu 78,4%.


5.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

Já sögðu 66,5%.


6.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Já sögðu 73,3%.

Þorsteinn Briem, 18.8.2013 kl. 23:25

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útlendingar geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

"Samkvæmt lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, sem sett voru árið 1991, mega útlendingar eiga allt að 25% í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

Og fyrirtæki sem er óbeint í eigu útlendinga má eiga 49,9% í íslensku sjávarútvegsfyrirtæki."

23.11.2010:


"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.

Eignarhlutur Kínverjanna er
um 44%, beint og óbeint.

Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."

Þorsteinn Briem, 18.8.2013 kl. 23:46

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þó að Steini Briem endurtaki eins og páfagaukur þessi orð úr 111. gr. hinnar ógildu tillögu að stjórnarskrá: "Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft," þá var við hæfi, að hann bætti þessu merki við: því að þessi orð eru meira en grunsamleg, þau eru stórlega gagnrýnisverð, því að svo er um hnútana bundið í 67. gr. sama skrípaplaggs, að þjóðin geti EKKI fengið þjóðaratkvæðagreiðslu (hversu margir sem senda slíka áskorun um að fá hana) um það að breyta eða segja upp slíkum þjóðréttarskuldbindingum sem ESB-innganga (innlimun) myndi fela í sér. Þjóðinni (hafa mætti þetta orð í gæsalöppum, því að nægja mundi 50,0001% af kjósendum, þótt þeir væru ekki nema t.d. 35% þjóðarinnar) gæfist sem sé bara "heimild" til að afsala landinu æðstu fullveldisréttindum í hendur Brussel-bossa og gömlu evrópsku stórveldanna (sem ráða lögum og lofum í ESB), ég endurtek: gæfist bara "réttur" til að fyrirgera okkar fullveldi, en ekki til að endurheimta það aftur. Þetta væri one-way ticket to Brusselles, ekki til baka, einungis Alþingi gæti reynt að fara til baka, en það yrði óheyrilega erfitt.

En ég sé, að Ómar Ragnarsson er klumsa hér.

PS. Steini Briem (ekki rétt nafn) er einn virki ESB-Snatinn á netinu.

Jón Valur Jensson, 19.8.2013 kl. 00:06

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það hefur margoft komið fram á þessu bloggi og annars staðar að ég heiti Þorsteinn Briem og er eini maðurinn í heiminum sem heitir því nafni.

Jón Valur Jensson
heldur greinilega að öll íslensk umræða um Evrópusambandið fari fram hér á Moggablogginu, ekki síst eftir að Davíð Oddsson varð ritstjóri Morgunblaðsins og Facebook kom til sögunnar, þar sem ég á fimm þúsund vini.

Og þar er einnig umræða um bloggfærslur Ómars Ragnarssonar hér á Moggablogginu.

Þar að auki veit ég ekki betur en að Ómar svari athugasemdum hér, ef honum þykir ástæða til þess.

Og það sem heilagsandahopparanum Jóni Vali Jenssyni finnst um hitt og þetta skiptir hér engu máli.

Hann getur hins vegar greitt atkvæði í kjörklefa um það sem honum finnst, ef honum gefst kostur á því.

Það sem máli skiptir hér er staðreyndir en ekki hvað einhverjum finnst um hitt og þetta.

Enda þótt kosningaþátttakan
í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október síðastliðinn hefði verið 64% og þeir sem við bættust (38.513 kjósendur) hefðu allir verið andvígir tillögum stjórnlagaráðs hefðu tillögur ráðsins samt sem áður verið samþykktar:

"1. Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?"

Þorsteinn Briem, 19.8.2013 kl. 01:21

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Öll aðildarríki Evrópusambandsins þurftu að samþykkja Lissabon-sáttmálann til að sáttmálinn gæti tekið gildi.

"The Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland permitted the state to ratify the Lisbon Treaty of the European Union.

It was effected by the twenty-eighth Amendment of the Constitution (Treaty of Lisbon) Act 2009, which was approved by referendum on 2 October 2009 (sometimes known as the Lisbon II referendum).

The amendment was approved by the Irish electorate by 67.1% to 32.9%, on a turnout of 59%."

Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland

Þorsteinn Briem, 19.8.2013 kl. 01:39

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lissabon-sáttmálinn:

"50. gr.

1.
Sérhvert aðildarríki getur ákveðið að segja sig úr Sambandinu í samræmi við stjórnskipunarreglur sínar. ..."

Þorsteinn Briem, 19.8.2013 kl. 01:51

13 identicon

" Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október síðastliðinn um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskrár var kosningaþátttakan 49%, um Sambandslögin árið 1918 44%, um þegnskylduvinnu árið 1916 53% og um afnám áfengisbanns árið 1933 45%.            Steini Briem, 13.3.2013 kl. 01:30"     http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/1287463/

Oddur zz (IP-tala skráð) 19.8.2013 kl. 02:07

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.10.2012:

"Eiríkur [Bergmann Einarsson, sem var í Stjórnlagaráði,] telur að til að fá raunhæfan samanburð sé æskilegt að líta til annarra landa.

"Í svona kosningum í löndunum í kringum okkur er kosningaþátttakan um fjórðungur til helmingur."

"Ef einhver vill mótmæla atkvæðagreiðslunni þarf hann að mæta á kjörstað og skila auðu.

Og sá sem ákveður að mæta ekki leyfir öðrum að ráða."

Þorsteinn Briem, 19.8.2013 kl. 02:50

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.6.2004:

"Svisslendingar, Írar og Frakkar hafa ekki gert lágmarksþátttöku að skilyrði fyrir gildi þjóðaratkvæðagreiðslu."

"Engin skilyrði um lágmarksþátttöku [í þjóðaratkvæðagreiðslum] eru fyrir hendi á Írlandi og raunar má finna dæmi þess frá 1979 að breytingar á stjórnarskrá hafi verið samþykktar í kosningum með innan við 30% þátttöku."

"Franska þjóðin kaus um Maastricht-sáttmálann árið 1992 og árið 2000 var þjóðaratkvæðagreiðsla um styttingu á kjörtímabili forsetans úr sjö árum í fimm.

Engin skilyrði um lágmarksþátttöku
voru í þessum kosningum og úrslit kosninganna árið 2000 voru bindandi, þrátt fyrir aðeins um 30% kosningaþátttöku."

Rúmlega 460 þjóðaratkvæðagreiðslur í Evrópu frá 1940

Þorsteinn Briem, 19.8.2013 kl. 02:58

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Matthías Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins:

"Dagurinn 1. desember 1918 var lokadagur í þeim árangri að Ísland varð sjálfstætt og fullvalda ríki."

"43,8% kjósenda greiddu atkvæði [um Sambandslögin 1918].

Þorsteinn Briem, 19.8.2013 kl. 03:07

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Frekar dapurlegt að sjá hvernig Steina Briem yfirtekur athugasemdakerfið hér með langlokum (og yfirleitt copy/paste), sem eru margfalt lengri heldur en bloggærslan sjálf.

Steini Briem bloggar ekkert sjálfur, sennilega af því engin hefur nennt að lesa bloggið hans, en notar þess í stað þennan vettvang til að vekja athygli á hversu lipur hann er í að Copy/paste-a.

Ég er löngu hættur að nenna að lesa þessar langlokur, enda oft það sama, aftur og aftur. Þess í stað skrollar maður yfir þetta. Inn á milli detta athyglisverðar athugasemdir frá öðru fólki, en það er tímafrekt og leiðinlegt að leita að því innan um kraðakið frá Steina.

Svo sannarlega dapurlegt að sjá umræðuvettvanginn skemmdan með þessum hætti

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.8.2013 kl. 07:16

18 identicon

Tek undir með Gunnari hér að ofan.

Það er nokkuð til í þessu hjá þér Ómar, með hræðsluna við þjóðina.

En er ekki þessi síðasta þjóðaratkvæðisumræða aðeins öðruvísi?

Þjóðin var hreinlega plötuð út í aðildaferli að ESB á þeirri forsendu að verið væri að fara út í aðildarviðræður sem annar þáverandi stjórnarflokka hlaut góða kosningu út á að lofa að gera ekki. (Þannig að VG lugu tvöfalt að þjóðinni) 

Þörfin/krafan/ástæðan til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það ferli var því rík, þó í ljósi reyslunnar sé hætt við að kosið hefði verið um upplognna kosti. 

Að kjósa nú um ferli sem hefði allan tímann átt að vera sjálfhætt vegan þessara ágalla er því út í hött.

Á semsagt að spyrja þjóðina hvort hún vilji halda áfram ferli sem hún var aldrei spurð um og þó framhaldið, jafnvel í óþökk meirihlutans?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 19.8.2013 kl. 09:40

19 identicon

Það er með ólíkindum hve þrautseigir ESB-andstæðingar eru í endurtaka sama bullið sem búið er að reka ofan í þá óteljandi sinnum.

Öll rök hníga að ESB-aðild. Andstaða gegn aðild stafar af sérhagsmunagæslu fárra og minnimáttarkennd annarra sem gjarnar brýst út í þjóðrembu og vænisýki.

Treyst er á að nógu margir Íslendingar séu fífl og ekkert hirt um hagsmuni komandi kynslóða.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 19.8.2013 kl. 10:04

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Enn hefur Ómari ekki tekizt að svara mér. En hann gæti svo sem verið á Frúnni e-s staðar. :) Þó hefur hann bloggað hér nýja grein eftir þessa, svo að ég spyr: Er meistarinn heimaskítsmát? Varla hefur hann gert bunubloggarann "Steina Briem" að talsmanni sínum!! Ekkert hefur þeirri ESB-málpípu þó tekizt að hrekja af því, sem ég hef lagt inn hér.

Jón Valur Jensson, 19.8.2013 kl. 11:40

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og "Ásmundur" (stundum "Harðarson") talar ekki virðulega til Íslendinga, þetta hljómar býsna líkt orðbragði Ómars Bjarka Kristjánssonar, útnesjamanns (en heimsborgara í eigin augum) á sveitabæ í Seyðisfirði eystra.

Það mælir svo sannarlega ekkert með fullveldisafsali í hendurnar á Brusselvaldinu og stórveldunum sem fyrst og fremst stýra því.

Jón Valur Jensson, 19.8.2013 kl. 11:43

22 identicon

Ekki eru allir Íslendingar bjánar, fjarri því.

En því miður eru bjánarnir oft nógu margir til að ráða úrslitum ásamt sérhagsmunaöflunum og þeirra fylgdarliði. Fylgdarlið sérhagsmunaaflanna eru þeir sem þau lofa gulli og grænum skógum fyrir að kjósa rétt eða er hótað ef þeir gera það ekki.

Fátt er svo um efndir þegar atkvæðið er í höfn. Hagsmunum barna og barnabarna hefur verið fórnað fyrir ekki neitt.

Ásmundur (IP-tala skráð) 19.8.2013 kl. 13:27

23 identicon

"til "stjórnlagaráðs" var stofnað með ólöglegum hætti, þvert gegn lögum um stjórnlagaþing"

hvernig getur 'stjórnlagaráð' verið gegn lögum um 'stjórnlagaþing'? Þetta er tvennt keimlíkt en ólíkt.

Til þess að koma með smá athugasemd um meintar 'langlokur' þá afritar hann Steini ágætis gögn ... þegar þau eru hins vegar ekki sett í samhengi þá verður dálítið erfitt að lesa úr þeim. Móðgunin er þess vegna tvöföld, fyrst að ætla að það sem hann hefur til málanna að leggja sé ekki viðeigandi og í öðru lagi að hann skuli ekki virða lesandann nægilega mikið til þess að setja hlutina í samhengi.

Uppnefningar hjálpa engum Jón Valur - ef þú getur ekki komið máli þínu fram án þess að grípa til munnlegs ofbeldis þá geri ég sjálfkrafa ráð fyrir því að þú hafir ekkert að segja. Kannski er það þess vegna sem Ómar er ekki búinn að svara þér?

Afsakið að ég trufli þessa umræðu svona með því að setja mig í hlutverk leikskólakennara en eftir að hafa einmitt unnið í leikskóla þá finnst mér svörin við þessari annars fínu grein hjá Ómari vera á því plani (mest megnis - taki það til sín sem vill).

Ég tek undir það að niðurstaða stjórnlagaþingskosninganna virðist hafa hrætt einhverja ... ástæðurnar fyrir því að sú kosning var dæmd ólögleg til dæmis eru mjög takmarkaðar og ef einhver ætlar að vísa í þær sem slíkar þá verður sá hinn sami að athuga að margar kosningar hafa einmitt borið svipaða eða verri galla. Í nýliðnum kosningum sáum við til dæmis mjög marga óinnsiglaða kjörkassa ... það eitt og sér er _mjög_ alvarlegt. Mun alvarlegra en að einhver 'mögulega' (með sjónauka) geti séð hvað þú kaust.

Björn Leví (IP-tala skráð) 19.8.2013 kl. 13:31

24 identicon

Björn Leví - sammála.

brynjar (IP-tala skráð) 19.8.2013 kl. 14:38

25 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ef maður framselur eitthvað, þá hefur maður selt það frá sér. Og þá er það ekki afturkræft eftir á. Það er flestu réttlátt hugsandi fólki skiljanlegt.

Það er ýmislegt óútskýrt í orðalagi og hugmyndafræði stjórnlagaþingsins.

Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur eru ekki til. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru bindandi. Ráðgefandi skoðanakannanir eru ekki bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur.

Það er ekki hægt að snúa út úr þessum staðreyndum, til að hagræða sannleikanum fyrir sérhagsmunaöfl. Öfl sem vilja frjálst flæði vinnuafls milli ríkja innan ESB, sem ekki eiga rétt á löglegum kjarasamnings-launum, ef vinnuaflið er frá öðru ríki en fyrirtækið er skráð í. Það er ekki hægt að sniðganga umræður um svo mikilvæga staðreynd.

Það er ekki, og verður ekki hagur almennra launþega í Evrópu framtíðarinnar, að tilheyra ESB. Bankar og spillt fjármálafyrirtæki vítt og breitt í Evrópu skálduðu innistæðulausa peninga í tölvuheimum bankanna, sem ekki eru til í raunheimum. Það er óumflýjanlegt að skrúfað verður fyrir styrkjakranann í ESB, þegar ekki verður hægt að lifa á upplognum loft-"peningum" bankaræningjanna lengur.

Hvaða hagsmunaöfl er verið að tala um að vilji ekki ganga í ESB-sambandið?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.8.2013 kl. 21:49

26 identicon

Steini Brím er álfur

bloggar ætíð rallhálfur

hugsar líkt og kálfur

flyttu til ESB sjálfur

BMX (IP-tala skráð) 19.8.2013 kl. 21:55

27 identicon

Þorsteinn Briem ég heiti

mig langar í ESB teiti

á Árna Pál ég heiti

að víni vel hann veiti

BMX (IP-tala skráð) 19.8.2013 kl. 22:45

28 identicon

Þorsteinn Briem ég heiti,

mig langar í ESB teiti,

á Árna Pál ég heiti

að vínið vel hann veiti.

BMX (IP-tala skráð) 19.8.2013 kl. 22:48

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Uppnefningar", Björn Leví? Ég kallaði Ómar Ragnarsson "meistara" (hann er það a.m.k. í stríðssögu og í þekkingu á Íslandi), en Steina Briem kallaði ég "bunubloggarann", það sýnir hann í nokkrum mæli hér ofar, en hefur gert það á enn svæsnari hátt á Evrópuvaktinni, þar sem hann átti t.d. eitt sinn 25 innlegg í strikklotu! (ergo sönnun viðurnefnisins). Ennfremur kallaði ég steina "ESB-málpípu", og hlýtur hann að gangast við því, enda veit ég fáa iðnari við kolann í þeim efnum.

Þá kallaði ég Ómar Bjarka Kristjánsson "útnesjamann (en heimsborgara í eigin augum) á sveitabæ í Seyðisfirði eystra," og er það a.m.k. rétt staðsetning, en það er sennilega þetta sem þér virðist svo afskaplega niðrandi mælt. Ekki var ég þó að gera lítið úr þeim fagra Seyðisfirði og byggðinni þar, enda var ég þar til sjós á togara (heilt sumar og hluta úr öðru). En mér leiðist rembingur þess manns gagnvart Íslendingum og slefandi hrifningin af Evrópusambandinu. Af hverju bregður hann sér ekki bara yfir pollinn og gerir eins og BMX kveður hér um Steina:

"hugsar líkt og kálfur,

flyttu til ESB sjálfur".

En þú kaust, Björn Leví, EKKI að lesa og glíma við rök mín, fremur að einblína á "uppnefningar" og draga af þeim ábúðarmiklar ályktanir. -- Það sýnir þína rökhæfni !!

Jón Valur Jensson, 22.8.2013 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband