Vopnin snerust í höndum síðar.

Í fróðlegum frönskum sjónvarpsþáttum sem sýndir voru í Sjónvarpinu í fyrra var dregið skýrt fram hvernig olía og yfirráð yfir henni hefur leikið lykilhlutverk í stjórnmálum heimsins í meira en öld.

Þegar hún var annars vegar urðu hástemmdar yfirlýsingar stórveldanna um frelsi og sjálfsákvörðunarrétt þjóða einskis virði.

Í allmörg skipti virtust afskipti stórveldanna heppnast eins og til dæmis það að steypa Mossadeq í Íran og koma Resa Palevi til valda og að koma Ngo Diem Diem til valda í Suður-Vietnam. 

Í bæði skiptin reyndust þetta Phyrrosarsigrar þar sem þeir, sem studdir voru til valda urðu gerspilltir.

Palevi tókst að slá svo mjög ryki í augu Bandaríkjamanna að tímaritið Time var með stóra forsíðugrein um það hvernig Íranskeisari væri að gera land sitt að stórveldi vestræns lýðræðis í þeim heimshluta.

Keisarinn var að lokum kominn með yfirgengilegt stórmennskubrjálæði. Það leiddi til óhjákvæmilegrar byltingar sem kom CIA algerlega á óvart.

Bandaríkjamenn neyddust sjálfir til að steypa Ngo Diem Diem af stóli og töpuðu að lokum Vietnamstyrjöldinni.

Hik Obamastjórnarinnar í málefnum Sýrlands og fleiri ríkja við austanvert Miðjarðarhaf ræðst af því að þrátt fyrir allt hafa menn fyrir framan sig dæmi um misheppnaða íhlutun í málefni fjarlægra landa.   

 


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 20.8.2013 kl. 09:50

3 identicon

Eftir á sást hvernig ajatolla Komení lék á gervalla vinstripressuna á vesturlöndum. Hann var foringi útlagastjórnar í París og allir gáfu sér að hann væri lýðræðissinni. Með honum hófst svo því miður vor islamista.

Aðalsteinn Geirsson (IP-tala skráð) 20.8.2013 kl. 16:38

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fidel Castro lék svipaðan leik 1959.

Ómar Ragnarsson, 20.8.2013 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband