Það fyrsta, sem deyr í stríði, er sannleikurinn.

Í ofangreindum orðum felst mikill sannleikur, sem hvað eftir annað hefur sannast í styrjöldum. Þau eiga einnig við um aðdraganda styrjalda og eftirmála þeirra, því að sagt er að sagan sé skrifuð af sigurvegurum.

Hitler réttlætti innrás í Pólland með því að Pólverjar hefðu átt upptökin og sviðsetti atvik í því skyni við landamærin. Bandaríkjamenn fundu hæpnar ástæður, svonefnda atburði á Tonkin-flóa, til þess að stigmagna styrjöldina í Víetnam.

Georg W. Bush réttlætti innrásina í Írak með því að þar væri búið að koma upp gereyðingarvopnum. Aldrei fannst neitt, sem benti til þess að slík vopn hefðu verið þar.

Saddam Hussein var svo viss um að CIA vissi hvað væri satt í þessu efni, að hann vildi ekki beygja sig fyrir því að eftirlitsmenn Sþ, sem hann grunaði um græsku, færu sínu fram í landinu nema að takmörkuðu leyti.

Saddam sagði við réttarhöldin yfir honum, að hann hefði ekki trúað því að gerð yrði innrás í landið, heldur væru hótanir Bush bara látalæti til að kúga hann og Íraka.

Margir fögnuðu því þegar Fidel Castro steypti hinum gerspillta Battista, einræðisherra Kúbu, en voru grandalausir gagnvart því að Castro myndi innleiða annað einræði í staðinn.

Atburðirnir í Túnis, Egyptalandi og Sýrlandi sýna, að engu er að treysta varðandi stríðandi aðila.

Assad Sýrlandsforseti er að sönnu spilltur og firrtur einræðisherra, en það er gömul saga og ný, að oft koma öfgaöfl og jafnvel hreinir misyndismenn sér fyrir í hópi uppreisnarmanna og bjaga svo myndina af átökunum, að fáu eða engu er að treysta sem haldið er fram.

Beiting efnavopna í Sýrlandi gæti verið örþrifaráð hjá hvorum stríðsaðilanun, sem væri.

Og þessi beiting vopna af þessu tagi sýnir hve hættulegt og varasamt ástandið er orðið.


mbl.is Notkun efnavopna væri pólitískt sjálfsmorð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú segir;

"Georg W. Bush réttlætti innrásina í Írak með því að þar væri búið að koma upp gereyðingarvopnum. Aldrei fannst neitt, sem benti til þess að slík vopn hefðu verið þar"

Þetta er ekki allskostar rétt, nema að vopnin fundust ekki. Það var vitað að Írakar höfðu keypt gereyðingarvopn, m.a. af Bandaríkjamönnum og ekki bara keypt þau, heldur notað þau líka. Ef ég man rétt drápu þeir um 700 þúsund manns með efnavopnum í stríðinu við Íran og gegn Kúrdum í eigin landi.

Eftir fall Saddam Hússein hefur komið í ljós að Írakar voru fyrst og fremst hræddir við Írana og e.t.v. uppreisnaröfl í eigin landi. Þeir notuðu meinta gereyðingavopnaeign sína sem fælingu gagnvart þeirri ógn. Þess vegna neituðu þeir alþjóðasamfélaginu um að gera grein fyrir hvað hafði orðið um þessi vopn, sem sannarlega höfðu verið skjalfest og til og á allra vitorði. Þeir vildu ekki að óvinir þeirra vissu að þeir höfðu klárað byrgðir sínar eða eytt þeim.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.8.2013 kl. 09:25

2 identicon

Ekki er ofsögum sagt af gullfiskaminni Íslendinga.

Munð ekki þegar okkar utanríkisráðherra, hæstvirtur Halldór Ásgrímsson, tilkynnti þann heimsviðburð að strákarnir okkar hefðu fundið gereyðingarvopn í Írak.

Okkar menn voru rétt komnir útúr flugvélinni, þegar þeir fundu dótið.

Voru ekkert lengi að því, sko!

 

http://baggalutur.is/skrif.php?id=421

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.8.2013 kl. 11:38

3 identicon

Annað afbrigði: "Guðsást er það fyrsta sem deyr í harðindum."
(ofangreind orð flokkuðust undir guðlast á sínum tíma, held þó
að höfundi hafi ekkert slíkt verið í huga, - annars guðlast!)

Húsari. (IP-tala skráð) 23.8.2013 kl. 12:56

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þöggun á sannleika hertekinna og opinberra fjölmiðla er það fyrsta sem notað er í stríði.

Sannleikurinn verður aldrei drepinn, þótt fjölmiðlar þaggi hann niður tímabundið með yfirborguðum áróðri.

Sannleikurinn og sálarljós jarðarbúa lifa að eilífu, þvert á allar áætlanir þöggunar-aflanna misvitru og mannlegu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.8.2013 kl. 17:34

5 identicon

Astandid i Syrlandi og nagrenni er eins og pudurtunna. I tessu landslagi getur svona atburdur hrundid af stad kedjuverkun sem leidir til 3ju heimstyrjaldarinnar. Fyrri heimstyrjöld sidustu aldar byrjadi med einu skoti.

Gudmundur Gudmundsson (IP-tala skráð) 24.8.2013 kl. 14:13

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég bið almættið algóða um að kærleikur, friður og réttlæti hjálpi og stjórni gjörðum þeirra sem valdið hafa, og afstýri öllu stríði. Stríð er einungis olía á tortímingar-eldinn.

Almættið algóða hjálpi Sýrlendingum, og öllum öðrum herteknum og kúguðum þjóðum.

Það er ekki í mannlegu valdi einu saman, að stoppa þennan heimsveldis"stýrða" (stjórnlausa), sjúklega og grimma hrylling.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.8.2013 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband