Hvað um "engar nefndir, bara efndir"?

Nú segir forsætisráðherra að aldrei hafi staðið til að láta loforð um skuldaniðurfellingar vera efnd í sumar.

Þá er það afgreitt.

Nú er að fá að úr því skorið hvort það hafi verið misheyrn hjá mörgum þegar sagt var "Engar nefndir - bara efndir."

Átti það að vera "Engar efndir - bara nefndir"?

Siggi heitinn flug endaði allar sínar greinar svona og ég geri það líka: "Mér bara datt þetta svona í hug."


mbl.is Stóð aldrei til að senda ávísun í pósti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvar er hvalur Kristjáns Loftssonar?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er lækkunin á skuldum heimilanna?

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 22.8.2013 kl. 22:02

2 identicon

Það að Íhaldið skuli hafa tekið þátt í vitleysunni sýnir mæta vel hversu "desperate" þeir voru að komast að kjötkötlunum.

LÍÚ-framsjalla-bananalýðveldi.

Til lukku innbyggjarar!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.8.2013 kl. 22:03

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verðbólga hér á Íslandi í janúar 2009: 18,6%.

Verðbólga hér á Íslandi í apríl 2013: 3,3%.

Hagvöxtur
hér á Íslandi árið 2009: Mínus 6,7%.

Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2012: Plús 1,6%.

Halli á ríkissjóði
Íslands árið 2008: 216 milljarðar króna.

Halli á ríkissjóði Íslands árið 2012: 40,5 milljarðar króna.

Þorsteinn Briem, 22.8.2013 kl. 22:04

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nú segir forsætisráðherra að aldrei hafi staðið til að láta loforð um skuldaniðurfellingar vera efnd í sumar.

Þetta er rangt ályktað. Hann sagði þetta ekki, heldur að það hefði ekki staðið til að gera þetta með því að senda út ávísanir í pósti. Tek það fram að ég er ekki í neinu varnarlið fyrir SDG heldur hef fyrst og fremst áhuga á upplýstri umræðu um staðreyndir og vönduðum lausnum á skuldavanda heimilanna. En það hefur aldrei staðið til að senda út ávísanir í pósti sem lið í þessu, og vonandi dettur engum það í hug.

Andstæðingar aðgerðarinnar hafa hinsvegar verið mjög duglegir að halda fram þessari kenningu um heimsendar ávísanir sem á við engin rök að styðjast. Getur verið að það sé vegna þess að þeir vita að sú leið er galin og ef hún væri farin myndi aðgerðin misheppnast? Getur verið að það séu einhver pólitísk sjónarmið sem ráði því hverjir taka undir þennan bullmálflutning og hverjir ekki?

Þeir sem hafa búist við heimsendum ávísunum hafa klárlega hvorki skilið forsendur né tilgang fyrirhugaðara aðgerða til að leiðrétta stöðu heimilanna. Reyndar þá er þessi ávísanakenning grófur útúrsnúningur á annars góðu málefni.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.8.2013 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband