Nöturleg sjón.

Á síðustu árum er ein af þeim leiðum, sem ég ek nokkrum sinnum á ári, leiðin frá Möðrudal í átt til Hvannalinda og Kverkfjalla og svonefnd Áltadalsleið, sem liggur til sauðaustur fra henni í átt til Brúaröræfa. IMG_0320

Á þessari leið má sjá vaxandi merki um akstur utan merktra vega og slóða ár frá ári.

Á Álftadalsleið kann skýringin að hluta að vera sú að leiðin er afar illa merkt.

En á Kverkfjallavegi er engin leið að réttlæta vaxandi spjöll meðfram leið, sem er ein hin greiðfærasta á hálendinu. IMG_0325

Hú er sléttari breiðari og beinni en jafnvel góðir héraðsvegir.

Nú er svo komið að báðum megin við leiðina  eru spólför svo tugum kílómetra skiptir.

Myndirnar, sem hér birtast, voru teknar í gærkvöldi á leið norður til Möðrudals. Þeir, sem þarna hafa verið að verki, láta hvorki viðkvæman gróður né sanda hefta för sína.

Förin gera margþætt ógagn.

Í fyrsta lagi skemma þau fyrir upplifun þeirra af óspilltu landi, sem ganga þarf um af virðingu og varúð.IMG_0322 

Í öðru lagi sýna þau, að viðkomandi telur sér gefið skotleyfi á að sýna landinu og þeim sem vilja njóta þess lítilsvirðingu og spæna það upp

Í þriðja lagi sýna þau vafasamt fordæmi fyrir aðra, sem annað hvort hafa séð myndir eða auglýsingar um íslenska hálendið sem eitt allshverjar æfingasvæði fyrir torfærutæki.

Í fjórða lagi sýna þau lítið eftirlit og víða afar lélegar merkingar á leiðum sem eiga að falla undir skilgreininguna "merktar leiðir og slóðar."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta utan þjóðgarðs, þ.e.a.s. austan kreppu. Ég hef keyrt hringinn nokkrum sinnum F88 í Öskju og gegnum Möðrudal til baka. Á Öskjuleið og í Krepputungunni sjálfri eru minni ummerki um utanvegaakstur en áður enda er búið að vera mikið átak í gangi hjá Vatnajökulsþjóðgarði þar. Því miður hefur Möðrudalsleiðin verið mjög ljót í sumar, það er ekki gott sem ein aðalaðkomuleið að hálendinu norðan jökla.

Sigurður Erlingsson (IP-tala skráð) 2.9.2013 kl. 14:25

2 identicon

Ég man eftir Bronco föstum í drullupytti í Vatnsmýri nálægt Norræna húsinu meðan það var í byggingu.  Var það 1964!

 Ég man líka eftir þýsku þríhjóli með þrígengisvél og plasthúsi.  Var það 1958!

Og svo voru það steinar og glerhús.

Björn Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.9.2013 kl. 14:56

3 identicon

Ef þessum orðum er beitt gegn Ómari R. má benda á að síðustu dæmi um meint brot hans eru nær fimmtíu ára.  Ætli mætti ekki grafa eitthvað svipað upp um flesta ef farið væri svo langt aftur.  Hver veit nema glerhús Björns Guðmundssonar myndi þá bresta?  Og hvaða tilgangi þjónar annars að rifja upp að bronco hafi festst árið 1964?  Reyndar er það afar merkilegt því þeir fyrstu voru ekki smíðaðir fyrr en tveimur árum seinna.  Kannski ber að taka sagnfræði Björns Guðmundssonar með hæfilegum fyrirvara í því ljósi?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 2.9.2013 kl. 17:40

4 identicon

Ég þori nánast veðja að þarna hafi verið útlendingar á ferð og eigi þessi för og eru að gera þetta því sandurinn er mýkri en þvottabrettið vegurinn, íslenskir jeppamenn haga sér almennt ekki svona.

Ekki það ég sé að verja svona hegðun en ef þessi för væru spark eftir hestastóð myndi nokkur pæla í því, nei bara maður ansi oft séð slíkt.

reynir (IP-tala skráð) 2.9.2013 kl. 18:59

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

76. gr. Refsiábyrgð.

Hver sá sem brýtur gegn ákvæðum laga þessara eða reglna settra samkvæmt þeim skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.

Nú hljótast af broti alvarleg spjöll á náttúru landsins og skal brotamaður þá sæta sektum, að lágmarki 350.000 kr., eða fangelsi allt að fjórum árum.

Lágmarksfjárhæð sekta skal taka mánaðarlegum breytingum samkvæmt vísitölu neysluverðs. Sektir renna í ríkissjóð.

76. gr. a. Upptaka ökutækis.

Þegar alvarleg spjöll verða á náttúru landsins við akstur eða hann telst sérlega vítaverður að öðru leyti má gera upptækt með dómi vélknúið ökutæki sem notað hefur verið við framningu brots gegn ákvæðum laga þessara, nema ökutækið sé eign manns sem ekkert er við brotið riðinn."

Lög um náttúruvernd nr. 44/1999

Þorsteinn Briem, 2.9.2013 kl. 20:04

6 identicon

Björn, ekki veit ég til þess að Ómar hafi ekið um á þýsku þríhjóli, held þýskum NSU bíl á fjórum hjólum. Það má vera að hann hafi aðeins notað tvö í besta falli þrjú dekk í begjum, þegar mikið lá við.

Þór (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband