Náttúran getur verið án mannsins.

Náttúran getur verið án mannsins en maðurinn getur ekki verið án náttúrunnar. Þannig hefur það oft verið orðað sem Kumi Naidoo alþjóðaframkvæmdastjóri Greenpeace segir í viðtali.

Enn og aftur kemur það upp að orsakasambandið í upphafi ljóðs Snorra Hjartarsonar er rétt:  "Land, þjóð og tunga." 

Landið getur vel verið án þjóðarinnar og tungunnar en forsendan fyrir þjóð og tungu er landið.

Það er oft tíðkað að væna náttúruverndar- og umhverfisverndarfólk um að hugsa bara um náttúruna en ekki fólk. Líka sagt að dýraverndunarfólk hugsi bara um dýrin en ekki fólkið.

Svona áróður ristir afar grunnt því að án lands eða náttúru þrífst ekkert fólk. Náttúruverndar- og umhverfisverndarstefna snýst um hagsmuni fólks.  

Og í dýraverndunarlögum er talað um að fara "mannúðlega" með dýr. Það þýðir fólki sé ekki misboðið, sem þykir vænt um dýr og vill ekki að þau þjáist að óþörfu.

 


mbl.is Mannkynið í hættu en ekki Jörðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þá er hann örugglega náttúrulaus!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 13.10.2013 kl. 22:21

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nákvæmlega hnötturinn eyðir okkur klárlega í náinni framtíð eða öllu heldur eyðum við okkur sjáf með framkomu okkar gagnvart honum.

Sigurður Haraldsson, 13.10.2013 kl. 23:22

3 identicon

Hvernig er hægt að taka mark á fólki sem lætur eins og verið sé að fara með jarðýtu á börn þegar leggja þarf veg gegnum hraun?

"Án lands eða náttúru þrífst ekkert fólk" er rangt og réttara væri "án nýtingar lands og náttúru þrífst ekkert fólk." Náttúruverndar- og umhverfisverndarstefna hefur aldrei snúist um hagsmuni fólks. Þess vegna er virkjunum mótmælt, vegalagningu og háspennulínum frekar en hættulegum gatnamótum, rýrnandi lífskjörum og atvinnuleysi. Að halda öðru fram eru vísvitandi lygar eða sjálfsblekking á hæsta stigi.

Oddur zz (IP-tala skráð) 14.10.2013 kl. 00:16

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hergagnaframleiðsla er okkur ekki til framdráttar Oddur.

Sigurður Haraldsson, 14.10.2013 kl. 00:18

5 identicon

Átt þú von á mikilli hergagnaframleiðsla á Álftanesinu Sigurður ef vegurinn fer gegnum hraunið?

Svo mætti benda á það að án hergagnaframleiðslu værum við sennilega ennþá rótartýnandi hellisbúar einhverstaðar í Afríku.

Oddur zz (IP-tala skráð) 14.10.2013 kl. 00:43

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hergagnaframleiðsla er sem sagt forsenda fyrir tækniframförum og á Álftanesvegi eru hættulegustu gatnamót landsins.

Þorsteinn Briem, 14.10.2013 kl. 00:54

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Og ekki þorir "Oddur zz" að skrifa hér undir nafni frekar en margir aðrir vesalingar.

Þorsteinn Briem, 14.10.2013 kl. 00:57

8 identicon

Steini Briem - Hergagnaframleiðsla ER forsenda fyrir tækniframförum.

Öll tækni sem þú nýtir á þínu heimili hefur verið þróuð í hernaðartilgangi í byrjun. Fyrst kemur tæknin og síðan þróunin í hernaðartilgangi.

Hvað er gerfihnöttur og til hvers var hann upphaflega?

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.10.2013 kl. 15:19

9 identicon

Það neikvæða við bloggið er hversu auðveldlega kjánar eins og þessi V.Jóhannsson og Oddur Zulu Zulu geta tjáð sig.

"Hergagnaframleiðsla ER forsenda fyrir tækniframförum".

Bull og vitleysa.

Forsenda tækninnar er þekking, "knowledge", vísindi, aflað án nokkurra stríðssjónarmiða. Eða halda menn kannski að það hafi fyrst verið ljóst eftir atómbombuna að E = m x c x c? 

Auðvitað ekki, vice versa. Og án afstæðiskenningar Einsteins væri GPS svo ónákvæmt, að það væri gagnlaust með öllu.

Engir hálfleiðarar (semiconductors) væru til án "basic research" og þar með tölvan og allt blogg bullið.  

Please, hættið að láta eins of fífl innbyggjarar, er staddur í Hellaða, búinn að fá mér Ouzo og þoli ekki svona bull. Jassas!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.10.2013 kl. 16:08

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á flestum heimilum eru eftirtalin hergögn:

Húsgögn, innréttingar, fatnaður, bækur, heimilistæki og matvæli.

Í sjávarútvegi eru notuð fiskiskip og í landbúnaði húsdýr og búvélar.

Og menn reisa íbúðarhús vegna þess að menn vilja búa í þeim.

Allt er þetta hins vegar eyðilagt í hernaði
, þannig að lífskjör fjölda manna versna en ekki öfugt.

Þorsteinn Briem, 14.10.2013 kl. 16:56

11 identicon

Ég talaði um TÆKNI ekki húsgögn. Hvaðan kemur tæknin sem fiskiskip nota?

Bretar fundu upp radarinn Í STRÓIÐINU og astic líka.

Þjóðverjar fundu upp þotuhreyfilinn Í STRÍÐINU.

Þungavatnsframleiðsla í Noregi var! til hvers? Reynið að geta, illa upplýstu idiot!

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.10.2013 kl. 18:17

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alls kyns tækni er notuð til að smíða til að mynda húsgögn, innréttingar og heimilistæki, sauma fatnað, gefa út bækur, veiða fisk, framleiða landbúnaðarvörur og reisa íbúðarhús.

Saga tölvanna


Saga Internetsins


Þú ert hér enn einn nafnleysinginn og fáráðlingurinn, V. Jóhannsson.


Home of Paul and Clara Jobs, on Crist Drive in Los Altos, California. Steve Jobs formed Apple Computer in its garage with Steve Wozniak and Ronald Wayne in 1976. Wayne stayed only a short time leaving Jobs and Wozniak as the primary co-founders of the company.
Home of Paul and Clara Jobs, on Crist Drive in Los Altos, California. Steve Jobs formed Apple Computer in its garage with Steve Wozniak and Ronald Wayne in 1976.

Þorsteinn Briem, 14.10.2013 kl. 19:02

13 identicon

"basic research" hófst þegar forfaðir okkar datt úr trénu og tók sér grjót í hönd til að verjast, horfði á það og hugsaði "hvernig get ég gert þetta að betra vopni". Sagt er að mannskepnan hafi lítið þróast en grjótið tekið stöðugum framförum. Elstu minjar um hluti framleidda af mönnum eru vopn. Að framleiða spjót og beitta hnífa var mikilvægara en innréttingar í hellana. Þar var skreytt með myndum af hvernig vopnin voru notuð, engar uppskriftir af rótarsúpu eða saumasnið af skinnjakka. Án hergagnaframleiðslu værum við ekki hér. 

Oddur zz (IP-tala skráð) 14.10.2013 kl. 19:33

14 identicon

Ég á líka naglaklippur.

Þetta eru útúrsnúningar, Steini!

Stríð "reka á eftir tækni" og það veistu.

"Google Earth" væri ekki í boði ef njósnahnettir væru ekki til staðar.

Þurfum við að ræða það nánar?

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.10.2013 kl. 19:40

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hernaður var að sjálfsögðu ekki skilyrði fyrir því að ratsjár og dýptarmælar voru fundin upp, þar sem þessi tæki gagnast vel í friðsamlegum tilgangi.

Gríðarlegum fjárhæðum er varið árlega í hergagnaframleiðslu
og að sjálfsögðu hefði einnig verið hægt að þróa alls kyns tæki fyrir það allt það fé án nokkurs hernaðar, til að mynda ratsjár og dýptarmæla.

Apar nota einnig verkfæri, grjót til að brjóta hnetur og trjágreinar til að ná í maura.

Saga verkfæra


Oddur zz brýtur hnetu - Myndband

Þorsteinn Briem, 14.10.2013 kl. 20:29

16 identicon

Apar nota verkfæri, menn smíða verkfæri. Nokkuð sem verkfæranotandinn Steini Briem sér augljóslega engan mun á.

Svo mætti hann einskorða fjölskyldualbúmið við eigin bloggsíðu. Þá fengju allir notið sem áhuga hafa.

Oddur zz (IP-tala skráð) 15.10.2013 kl. 00:13

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég efast ekki um að ofbeldisfýsnin drífi áfram ykkur fáráðlingana og hægriöfgamennina, Oddur zz og V. Jóhannsson.

Þorsteinn Briem, 15.10.2013 kl. 00:52

18 identicon

Slakaðu á Steini Briem. Þó þú sért undir meðallagi greindur og rökþrota þá er óþarfi að láta eins og fimm ára með frekjukast. Og árásir þínar og dónaskapur við gesti Ómars eru ein af birtingarmyndum ofbeldis. Þú prumpar ekki rósailmi og glimmeri frekar en aðrir þó þú virðist halda það.

Oddur zz (IP-tala skráð) 15.10.2013 kl. 09:26

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Saga rafmagnsnotkunar

Og að sjálfsögðu þorir öfgahægrimaðurinn Oddur zz ekki að koma hér fram undir nafni.

Þorsteinn Briem, 15.10.2013 kl. 11:13

20 identicon

Flott hve Steini Briem er snöggur að renna frekari stoðum undir ummæli mín um hann. Verra hve hann er afspyrnu leiðinlegur penni og skapillur karakter.

Oddur zz (IP-tala skráð) 15.10.2013 kl. 12:03

21 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hverjum/hverju skal fórna fyrir Móður Jörðina dásamlegu?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.10.2013 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband