Frábær bíll með barnasjúkdóma?

Tesla rafbíllinn er einn magnaðasti bíll sem ég hef skoðað og ekið, angandi af hugviti hönnuðanna. 

Galli við rafbíla hefur verið sá, að rafgeymarnir hafa tekið mikið rým og verið þungir auk þess sem drægi bílanna hefur verið allt of stutt til þess að þeir geti keppt við jarðefnaknúna bíla nema sem snattbílar í borgum eða annar af tveimur bílum sama eiganda.

Með því að nýta sér meðfærileika lítilla raflhlaðna eins og eru í farsímum hefur tekist að raða þeim þannig og dreifa um Tesla bílinn að þær taka svo litið rými, að það þarf næstum því að leita að þeim.

Í flestuim rafbílum eru rafhlöður undir gólfinu, en það gerir bílinn hærri og takmarkar lofthæð inni í farþegarýminu.

Tesla bíllinn er hins vegar þannig, að hann er næstum eins og sportbíll að hæð, með lægri bílum án þess að það skemmi fyrir rými fyrir farþegana.

Bæði að framan og að aftan eru stórar farangursgeymslur og það þarf líka að leita að aflvélinni.

Drægið er mörg hundruð kílómetrar og afl og viðbragð einstakt, því að rafhreyfill gefur fullt tog (torque) frá lægsta snúningshraða, en venjulegur bensínknúinn hreyfill fer ekki að toga að gagni fyrr en komið er á annað þúsund snúninga og nær ekki hámarkstogi fyrr en um 3000 snúninga.

Eðlilegt er að nýjung eins og rafbíl með hinni nýju Tesla-tækni fylgi barnasjúkdómar. Bensín- og olíuknúnir bílar hafa haft 120 ár til þróunar og eru enn í hraðri framþróun.   


mbl.is Tesla sætir rannsókn sökum elda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Every US specification Nissan LEAF is backed by a New Vehicle Limited Warranty providing: [...] 96 months (í átta ár)/100,000 miles (eða 161 þúsund km.) Lithium-Ion Battery coverage (whichever occurs earlier)."

Nissan LEAF 2013

Þorsteinn Briem, 2.12.2013 kl. 14:22

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Rafbílar nýta orkuna mun betur en hefðbundnir bílar. Drifbúnaður rafbíla er frekar einfaldur, varmatap vegna bruna er ekkert og yfirleitt er hemlunarorka nýtt til að endurhlaða inn á rafhlöðurnar.

Aðeins um 20% af eldsneyti bensínbíls nýtist til að hreyfa bílinn
. Ef 50 lítrum er dælt á tapast 40 lítrar sem varmi í kælikerfi og hemlunarbúnaði.

Dæmið snýst við í rafbíl. Sé 25 kWh hlaðið inná rafhlöðu rafbíls nýtast 20 kWh til að hreyfa bílinn og einungis 5kWh tapast.


Hefðbundnar bifreiðar nota mikið af rafbúnaði sem knúinn er af sprengihreyfli en honum fylgir margvíslegur og flókinn búnaður og mengunarskapandi útblástur.

Rafmótorinn hefur aðeins fáeina hreyfanlega hluti í stað hundruða.


Í rafbíl eru slitfletir margfalt færri og hitamyndun minni. Þetta skilar sér í lengri endingu. Rafmótor þarf minna viðhald en hefðbundin bílvél sem þarfnast reglulegra olíu og síuskipta, kertaskipti, ventlaskipti, tímareimaskipti, pústviðgerðir auk viðhalds á vatnsdælu, eldsneytisdælu, rafal og fleira sem fylgir flóknum sprengihreyfli.

Þetta hverfur allt með rafbílnum.


Samkvæmt reiknivél hjá Orkusetrinu sparast um 90% í viðhaldi, bifreiðagjöldum og eldsneyti með rafbíl.

Miðað við lágt rafmagnsverð á Íslandi og tímabundna niðurfellingu aðflutningsgjalda er rafbíll nú langhagstæðasti kosturinn fyrir íslenska bifreiðaeigendur."

Þorsteinn Briem, 2.12.2013 kl. 14:24

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sá sem kaupir hér rafbíl núna ætlar væntanlega fyrst og fremst eða eingöngu að nota bílinn á höfuðborgarsvæðinu og þar eru tveir bílar á fjölmörgum heimilum.

Hins vegar er harla ólíklegt að bifreiðaverkstæðin og olíufélögin séu hrifin af rafbílum.

Þorsteinn Briem, 2.12.2013 kl. 14:28

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hámarksdrægni rafbílsins Nissan LEAF er 200 km., samkvæmt NEDC.

En meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11.000 km. á ári, eða 30 km. á dag
.

Þorsteinn Briem, 2.12.2013 kl. 14:52

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Hugvitið er eiginlega ekki frá Telsa heldur þeirra sem búa til batterínn. þetta eru æðisleg batterí og þau eru orðin raunhæfur kostur í kappaksti og sporti en verðið er hátt til að þau verði "hagkvæm" og ekkert sem bendir til að það breytist á næstu árum.

Hugmyndir um Grafín þétta í stað battería eru nú einna líklegastar til að koma rafbílum betur á kortið.

"""Rafbílar nýta orkuna mun betur en hefðbundnir bílar. Drifbúnaður rafbíla er frekar einfaldur, varmatap vegna bruna er ekkert og yfirleitt er hemlunarorka nýtt til að endurhlaða inn á rafhlöðurnar."""

Þettar er bull. Rafbílar eyða rafmagni, þeir hagkvæmustu geta breyt raforku í hreyfiorgu með um 75% nýtni. ef þessi raforka er búin til með olíu er nýtni þeirra um 25% lakari en hefðbundis díselbíls.

Rafmagsbílar eru ekki hagkvæmir nema olía sé útilokuð sem orkugjafi með sköttum eða öðru. Þetta eru í reynd orkusóðar.

Guðmundur Jónsson, 2.12.2013 kl. 19:36

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er gott að Sjálfstæðisflokkurinn hefur komist að því að raftæki noti rafmagn og álfyrirtækin hér á Íslandi séu orkusóðar.

Rafmagnskostnaður rafbílsins
Nissan LEAF er um þrjár krónur á kílómetra, 300 krónur í 100 kílómetra akstri.

Þorsteinn Briem, 2.12.2013 kl. 22:44

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári og því er raforkukostnaður vegna rafbílsins Nissan LEAF þar um 33 þúsund krónur á ári, þar sem kostnaðurinn er um 3 krónur á kílómetra.

Meðalstórt heimili í Reykjavík notar hins vegar um fjögur þúsund kWst raforku fyrir um 70 þúsund krónur á ári.

Raforkukostnaður vegna rafbílsins er því minni en helmingur af þeim kostnaði.

16.8.2013:


Raforkukaup íslenskra heimila - ASÍ


Raforkunotkun íslenskra heimila - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 3.12.2013 kl. 03:39

8 identicon

Rafbíllinn er enginn umhverfissóði ef að orkan kemur frá.....öhömmmm.....sjálfbærum orkulindum.
Svo má ekki gleyma því að útblástur er enginn.
Eini gallinn er sá, að á okkar ísaða landi þyrfti hann jú að vera með kyndingu. Olíufýring?

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.12.2013 kl. 07:11

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu er miðstöð í Nissan LEAF og hægt að hita upp sætin og stýrið með því að ýta á takka.

17.9.2013:


""Við hjónin látum okkur ekki muna um að skreppa frá Reykjavík austur á Flúðir, það kostar aðeins 200-kall," segir Halldór Jónsson húsgagnabólstrari og Nissan LEAF- eigandi.

Áður var þetta eldsneytiskostnaður upp á 5-6 þúsund krónur fram og til baka.

Eystra hleð ég bílinn yfir nóttina, þar er ég bara með 16 ampera öryggi og hleðslan tekur því lengri tíma, en bíllinn er tilbúinn um morguninn.

Heima er ég
hins vegar með hleðslustöð sem hleður rafgeyminn á 2½ klukkustund."

"Forstjóri Orkuveitunnar hélt fund með Nissan LEAF-eigendum og tilkynnti okkur að settir yrðu upp tíu hleðslustaurar í Reykjavík og nágrenni, Borgarnesi, Keflavík, Selfossi og fleiri stöðum endurgjaldslaust í tvö ár," segir Halldór Jónsson."

Kostar 200 krónur að aka Nissan LEAF frá Reykjavík austur á Flúðir

Þorsteinn Briem, 3.12.2013 kl. 08:31

10 identicon

Það væri gaman að vita hvað hleðslustöðin þarf, en ætti ekki að vera mikið mál.
Ljósarafmagn er max. 13 amper á öryggy, venjulega 10, en fyrir rafhitun etc. eru 16, eldavélar eru svo 20 ef ég man rétt.
Það ætti alla vega að vera nóg afl inn á flest íbúðarhús til að tækla svona hraðhleðslu.
En nú kemur snúningur á þetta, - og tek ég það fram að ég er afar skotinn í þessum bílum.

Það er það, að meiri partur eldsneytiskostnaðar rennur beint til ríkis. Besti partur er skattur. Hann á að renna til vegagerðar, - veit ekki hvort hann gerir það, - en hvað um það, - rafbílavæðing myndi skerða tekjur til ríkis.
Við vissan fjölda verður þetta skattlagt, - t.a.m. með þungaskatti. Veðja á það.
Meðan fáir eru, þá eru dagarnir góðir í paradís. Og vissulega gaman að geta notað orku að heiman. En.....skattakrumlan er alltaf á ferðinni.

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.12.2013 kl. 12:42

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í febrúar síðastliðnum var innkaupsverð á bensíni hér á Íslandi um 94,50 krónur, flutningur, tryggingar og álagning um 32,40 krónur, fast kolefnisgjald 5 krónur, fast bensíngjald samtals um 64 krónur og virðisaukaskattur um 50 krónur.

Í ágúst 2007 var innkaupsverð á bensíni um 34,40 krónur en í febrúar síðastliðnum um 94,50 krónur, tæplega þrisvar sinnum hærra en í ágúst 2007.

Bandaríkjadollar kostaði um 61 íslenska krónu 1. ágúst 2007 en um 123 krónur 1. febrúar síðastliðinn, 102% eða tvisvar sinnum meira en í ágúst 2007.

Bensín kostaði hér um 120,70 krónur í ágúst 2007 en um 245,90 krónur í febrúar síðastliðnum, 104% eða tvisvar sinnum meira en í ágúst 2007.

Á sama tímabili hækkaði hins vegar gengi Bandaríkjadollars gagnvart evrunni einungs um 4,4%.


Og heimsmarkaðsverð á olíu er skráð í Bandaríkjadollurum
.

Samsetning bensínverðs - DataMarket

Þorsteinn Briem, 3.12.2013 kl. 18:42

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í febrúar í fyrra, 2012, átti þetta nú að vera en ekki í febrúar síðastliðnum.

Íslenska ríkið
fengi að sjálfsögðu ekki bensíngjald vegna rafbíla, um 64 krónur af hverjum bensínlítra í fyrra, 2012.

Einkabíll í Reykjavík sem keyrður er 11 þúsund kílómetra á ári og eyðir 8 bensínlítrum á hverja hundrað kílómetra eyðir um 880 lítrum á ári og ríkið hefði því orðið þar af um 56 þúsund króna bensíngjaldi í fyrra.

Á móti kemur að ríkið fær meiri virðisaukaskatt af raforkukaupum íslenskra heimila vegna rafbílanna, heimilin greiða hæsta raforkuverðið og raforkusala Landsvirkjunar, sem er í eigu ríkisins, gæti aukist.

Ef íslensk heimili eiga tvo rafbíla hvert tvöfaldast raforkukaup þeirra og virðisaukaskattur meðalstórra heimila í Reykjavík vegna raforkukaupa hækkar um 14 þúsund krónur á ári í um 28 þúsund krónur.

Og dýrir bensínflutningar um landið slíta götum og þjóðvegum.

Með rafbílum minnkar mengun og hávaði frá götum og vegum og ekki þarf hér hljóðmanir og hljóðeinangrandi rúðugler í þúsundum húsa vegna þeirra.

Þar að auki minnka innkaup á bensíni til landsins vegna rafbíla og þar með sparast erlendur gjaldeyrir en innkaupsverð á bensíni var um 94,50 krónur fyrir hvern lítra í febrúar 2012.

Þorsteinn Briem, 3.12.2013 kl. 20:53

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nissan LEAF charger:

Specifications

- 208VAC to 240VAC
- Requires dedicated 220/240 Volt 40A circuit
- 30A output maximum current
- 60/50Hz
- 10 pounds excluding cable
- Generous 25' cable length

Nissan LEAF EV Charger: Plug-In, 25' cable, 30A, 7.2kW (FREE SHIPPING*)

Þorsteinn Briem, 3.12.2013 kl. 23:20

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

"In this brief video, a Nissan host will walk you through the basics
of owning a Nissan LEAF, including how to charge this vehicle:"

Þorsteinn Briem, 4.12.2013 kl. 04:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband