Maður í manns stað? Ólafur Guðmundsson einn af þeim.

Það hefur verið ástæða til þess að hafa áhyggjur af því hve mikið hefur mætt á helstu máttarstólpum íslenska landsliðsins í handbolta á EM.

Í fyrri hálfleik leiksins við Austurríki kviknar hins vegar von um að þetta geti breyst. Nýir menn hafa komið inn á og staðið sig frábærlega, til dæmis Ólafur A. Guðmundsson, sem hefur verið unun að horfa á.

Ástæða er til að minnast á hve mikils virði það er að fá hágæða lýsingu á leiknum hjá manni, sem sjálfur þekkir alla kima handboltans erlendis út og inn.

Markvarslan, vörnin, sóknin, flugeldasýning, unun.

Nú er að sjá hvernig spilast úr þessu í síðari hálfleik.


mbl.is Allt gekk upp gegn Austurríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Frábært að fá Ólaf inn. Hann er svo ótrúlega hæfileikamikill þessi drengur og þurfti svo á þessu að halda að fá einn svona leik upp á sjálfstraustið með landsliðinu.

Ragna Birgisdóttir, 18.1.2014 kl. 18:48

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Djöfuls röfl þetta með sjálfstraustið! Menn apa vitleysuna hver eftir öðrum. Ólafur hefur alltaf haft nóg sjálfstraust en aldrei fengið neitt tækifæri fyrr en nú.

Torfi Kristján Stefánsson, 18.1.2014 kl. 18:59

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Austurríki var ekki alveg eins sterkt og búist var við. Allavega eins og eg hafði búist við því þeir hafna náð ágætis úrslitum hingað til á mótinu. Vörnin hjá þeim alls ekki sannfærandi en vörnin hjá Íslandi hnsvegar sannfærandi sérstaklega framan af.

En vissulega skyggja ummæli drengsins hjá RUV á þennan sigur. Ótrúleg ummæli. Mjög leiðinleg uppákoma og það sem var sjökkerandi var að Einar og Reynir hlógu bara og sú ekkert athugavert við ummælin.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.1.2014 kl. 19:14

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,Mjög leiðinleg uppákoma og það sem var sjokkerandi var að Einar og Reynir hlógu bara og sáu ekkert athugavert við ummælin."

Og ps. ef eg hefði verið viðmælandi drengsins á RUV og hann hefði sagt þetta - það hefði dottið af mér andlitið. Vegna þess að þetta er eins óviðeigandi og hugsast getur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.1.2014 kl. 19:17

5 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Hver sá sem hefur spilað handbolta veit að ef að vel gengur  þegar að þú færð tækifærið þá eykst sjálfstraustið. Annað er kjaftæði.

Ragna Birgisdóttir, 18.1.2014 kl. 20:05

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takið ekki mark á tröllaskapnum í Torfa, hann lokar sjálfur á athugasemdir á bloggsíðu sinni og ræðir þar við sjálfan sig um handboltann.

Rétt er þó að benda á að Ólafur Guðmundsson fékk tækifæri á síðast móti og nýtti þau ekki eins vel. Sem er ekkert óeðlilegt, alltaf erfitt að brjóta ísinn. Ég hef ekki verið ánægður með allt sem Aron gerir, en held hann hafi alveg valið rétta tímann fyrir rétta manninn, Ólaf.

Þó það megi færa rök fyrir því að tíminn hafi verið sjálfvalinn vegna meiðsla Arons Pálmarssonar og margra annarra.

Theódór Norðkvist, 18.1.2014 kl. 23:11

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þess má geta að íþróttadeild RUV og Björn Bragi sendu frá sér afsökunarbeiðni skömmu eftir þessa leiðinda uppákomu.

Þegar horft var á leik Dana og Spánverja á eftir leik okkar við Austurríki sást vel, að Austurríkismenn eru klassa fyrir neðan evrópumeistarana og heimsmeistarana.

Ómar Ragnarsson, 18.1.2014 kl. 23:41

8 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Þetta sagði Aron Kristjánsson eftir leik í viðtali við fréttamann á Visi.Segir kannski allt um hversu mikilvægtvar fyrir Ólaf að komast vel inn í leikinn;)

Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar:
Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson var að vonum kátur eftir sigurinn á Austurríki enda gekk nánast allt upp hjá Íslandi í leiknum.

"Þetta fór nákvæmlega eins og við vildum. Ég get ekki kvartað. Ég er gríðarlega ánægður með vinnuframlagið hjá strákunum. Gríðarlega einbeittir og baráttuglaðir allan tímann," sagði Aron.

"Það var alveg sama hver kom inn á. Það voru allir klárir. Vörnin virkilega sterk og Bjöggi góður. Það lagði grunninn að sigrinum. Planið var að keyra í bakið á þeim og láta þá hlaupa. Mér fannst það heppnast. Við gerðum það líka skynsamlega.

"Í sókninni áttum við svör við öllum varnarafbrigðum Austurríkismanna. Vel stýrt af leikstjórnendunum. Það var mikið framlag frá strákunum af bekknum sem var gott."

Þetta var í raun draumaleikur fyrir Ísland. Strákarnir kláruðu leikinn snemma og þjálfarinn gat leyft sér að hvíla tæpa menn.

"Ég gat ekki beðið um það betra. Markmiðið var að koma Óla Guðmunds í gang í þessum leik og í raun koma landsliðsferlinum hans um leið almennilega í gang. Það var mjög ánægjulegt að það skildi ganga upp. Hann skaut mjög vel í þessum leik. Og þannig var nú það og Ólafur OKKAR Guðmundsson mun eiga bjarta daga í boltanum í framtíðinni.

Ragna Birgisdóttir, 18.1.2014 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband