"Eitthvað annað" kemur ekki til greina.

Eina áþreifanlega einróma stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar er að reisa álver í Helguvík. Það virðist eina framtíðarsýnin, að stunda mesta mögulega orkubruðl með yfirgengilegum náttúruspjöllum á hálfu landinu og eyða fé í langdýrustu störf sem hugsast getur, því að sköpun hvers starfs í álveri kostar mörg hundruð milljónir króna.

Einn  maður, Baltasar Kormákur, segist geta komið með milljarð inn í landið með sér í tengslum  við gerð einnar kvikmyndar. Tveir menn sköpuðu með hugviti sínu CCP sem skapar meiri gjaldeyristekjur en nemur launum allra starfsmanna í álverum Íslands.

Munurinn á íslenskum fyrirtækjum í skapandi greinum, sem færa arðinn inn í landið er sláandi miðað við álverin, þar sem arðurinn rennur til erlendra fyrirtækja.

En svona lagað hefur verið skipulega talað niður og kallað í fyrirlitngartóni "eitthvað annað" af því að það að einn eða örfáir menn geti skapað svona mikinn auð ógnar stóriðjustefnunni sem ekkert lát virðist á.    

Þar að auki örlar ekki á því að landið verði leyst úr gjaldeyrishöftum vegna þess að krónan þolir ekki að bátnum sé ruggað. Gott dæmi um það að fyrirtæki, reist á hugviti, verði að fara úr landi, var síðast í fréttunum í gær.

Enn virðist það svo að sé það eitthvað annað en stóriðja sé það að engu hafandi. Trúin á "orkufrekan iðnað" sem það eina, "sem geti bjargað landinu" hefur verið gerð að þjóðartrúarbrögðum síðan 1965.  

Baltasar Kormákur, Benedikt Erlingsson og Friðrik Þór Friðriksson gagnrýna íslensk stjórnvöld harðlega fyrir þröngsýni sína undanfarinn áratug varðandi möguleika kvikmyndagerðarinnnar, en það er eins og að skvetta vatni á gæs.  


mbl.is Íslensk kvikmyndagerð á krossgötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

CCP varð ekki til vegna þess að ómældum fjármunum frá skattgreiðendum væri dælt í aðstandendur félagssins. Microsoft varð heldur ekki þannig til, og ekki Apple. Fæst farsæl fyrirtæki verða til vegna innælingar á skattfé.

Baltasar framleiðir kvikmynd hér, ef það hentar honum, enda er skattaumhverfi hagstætt fyrir erlenda kvikmyndagerð. Fjarstæða að hans nýjasta mynd sé ekki framleidd hér vegna þess að hér séu engir styrkir til kvikmyndagerðar, fjöldinn allur af erlendum kvikmyndum sem hafa verið teknar upp hér undanfarin misseri sýna það og sanna.

Friðrik Þór er enginn Speilberg, og Baltasar er enginn Ridley Scott. Allt skattfé heimsins breytir því ekki, og linnulaus beit s.k. listamanna á sameiginlegum fjármunum landsmanna býr ekki til snillinga.

Þetta endalausa væl manna sem ekki gera sig án þess að vera ríkisstyrktir í bak og fyrir, er ákaflega þreytandi.

Hilmar (IP-tala skráð) 13.2.2014 kl. 23:18

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Allir Íslendingar fá eða hafa fengið styrki frá íslenska ríkinu.

Íslenskir stjórnmálaflokkar
, til að mynda Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, hafa fengið háa styrki frá ríkinu.

Og bændur hafa fengið gríðarlega styrki, sjómenn hafa fengið styrk í formi sjómannaafsláttar, íbúðarkaupendur vaxtabætur og barnafólk barnabætur.

Þorsteinn Briem, 14.2.2014 kl. 02:20

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.9.2013:

"Síðasta ríkisstjórn skar Kvikmyndasjóð heiftarlega niður en eftir að fjármagnið var aftur aukið hefur orðið 238 prósent veltuaukning í kvikmyndaframleiðslu, samkvæmt Hagstofu Íslands," segir Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri og -framleiðandi.

"Erlend fjárfesting í kvikmyndum er langt yfir milljarði króna og tekjur íslenska ríkisins af hækkuninni er um 1,2 milljarðar króna.

Og þegar Kvikmyndasjóður kemur með framlag þurfum við að leita að innlendu eða erlendu fjármagni til að fjármagna kvikmyndirnar."

Friðrik Þór segir kvikmyndagerð nánast einu atvinnugreinina sem komi nú með nýtt erlent fjármagn inn í landið.

"Fjölgun erlendra ferðamanna má einnig að stórum hluta rekja til þess að erlendar stjörnur sem hafa verið hér í kvikmyndatökum hafa auglýst landið á samfélagsmiðlum og í erlendum spjallþáttum."

Niðurskurður hjá Kvikmyndasjóði er eins og að skjóta mjólkurkúna

Þorsteinn Briem, 14.2.2014 kl. 02:28

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skapandi greinar hér á Íslandi veltu 189 milljörðum króna árið 2009, útflutningstekjur þeirra voru þá 24 milljarðar króna og ársverk voru 9.371.

Kortlagning á hagrænum áhrifum skapandi greina - Maí 2011

Þorsteinn Briem, 14.2.2014 kl. 04:51

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.3.2013:

"Alþingi samþykkti í gær frumvarp sem veitir atvinnuvegaráðherra heimild til að gera fjárfestingasamning um byggingu 33 þúsund tonna kísilvers á Bakka við Húsavík.

Ríkið
veitir skattaívilnanir fyrir 1,5 milljarða króna.

Ef áætlanir standast gæti framleiðslan hafist 2016 og gert er ráð fyrir að hún verði aukin upp í 66 þúsund tonn síðar.

Félagið fær sérstakar skattaívilnanir
vegna nýfjárfestinga umfram aðrar heimildir í lögum hvað varðar tekjuskatt, tryggingagjald, stimpilgjöld, fasteignagjöld og fleira fyrir um 1,5 milljarða króna á tíu ára tímabili.

Ríkið
greiðir einnig nærri 800 milljónir króna vegna framkvæmda við lóðina og þjálfun nýs starfsfólks.


Alþingi samþykkti einnig frumvarp um þátttöku ríkisins í gerð vegtengingar milli Húsavíkurhafnar og Bakka fyrir 1,8 milljarða króna.

Og ríkissjóður veitir víkjandi lán vegna hafnarframkvæmda fyrir 819 milljónir króna."

Skiptar skoðanir um kísilver á Bakka við Húsavík

Þorsteinn Briem, 14.2.2014 kl. 05:49

6 identicon

Allir neytendur fá styrki sem keyrðir eru í gegn um bændur, og látnir brennimerkja þá sem e-k styrkjadýr í leiðinni. Þarf maður að endurtaka það hvernig þetta er framkvæmt?

Jón Logi (IP-tala skráð) 14.2.2014 kl. 08:03

7 identicon

Meinleg villa í innleggi 1. Auðvitað á að standa þar "Fæst farsæl fyrirtæki verða EKKI til vegna innælingar á skattfé."

Og rétt að svara sníkjubloggaranum, við skulum skoða FREKARI ríkisaðstoð við kvikmyndagerð, þegar þeir eru tilbúnir til að koma með tugi miljarða inn í íslenskt hagkerfi, til stofnfjárfestinga, eins og t.d. álbræðslur.

Hilmar (IP-tala skráð) 14.2.2014 kl. 08:10

8 identicon

Ferðamanniðnaðurinn fær líka ríkulegan rískisSTYRK

með lægri virðisaukaskatti 

Grímur (IP-tala skráð) 14.2.2014 kl. 08:11

9 identicon

Kjaftæði er þetta Grímur, - því að með minni skattpíningu fara (og fóru) hjólin að snúast í fjölgun ferðamanna, þar sem verð lækkuðu, en HEILDARTEKJUR skattsins jukust til muna út af skyndilegri fjölgun.
Þetta var langt umfram væntingar.
Hins vegar er hægt að drepaniður allt með hávöxtum og skatta-okri.
Minni skattur er ekki styrkur. Basta!

Jón Logi (IP-tala skráð) 14.2.2014 kl. 11:36

10 identicon

100% sammala Ómari

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 14.2.2014 kl. 11:59

11 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst ótrúlegt hvað margir geti verið „forpokaðir“ eins og Grímur (Nr.8) hérna að ofan að nefna ferðaþjónustu sem „ferðamannaiðnað“. Eru það prjónastofur, pulsugerð eða áþekk starfsmi í landinu sem framleiða vörur og varning fyrir ferðaþjónustu?

Orðið „ferðamannaiðnaður“ er orðskrýpi sem kemur inn í íslenska tungu eins og boðflenna, rétt eins og áliðnaðurinn. Enska orðið Industry hefur ekki aðeins merkinguna „iðnaður“ heldur sitthvað fleira. Þannig getur það eins þýtt „starfsemi“, „atvinnuhætti“ og annað áþekkt. Að taka aðeins eina merkingu þessa orðs og reyna að tro'ða henni í samsetningu við ferðafólk eða ferðir nær ekki nokkurri átt. Ekki dettur nokkrum manni í hug að nefna útgerð skipaiðnað nema átt sé við skipabyggingar eða viðhald skipa. Eða „landbúnaðariðnað“ þar sem átt væri við landbúnað.

Rétt notkun málsins kallar á dálitla umhugsun og að vanda betur hugsunina áður en sett er á blað.

En það er nú svo að einn apaköttur hermir eftir öðrum. Klaufinn tekur ambögurnar umhugsunarlaust og telur að hann sé að boða okkur hinum mikinn fögnuð með boðskap sínum.

Guðjón Sigþór Jensson, 14.2.2014 kl. 12:33

12 identicon

Útflutningur á áli og sjávarafurðum skilar ekki krónu í virðisaukaskatt og það sama á við u virkjanir, raflínur, fiskveiðar og vinnslu sem á bak við þennan útflutning standa. Allur útlagður Vsk fæst endurgreiddur við útflutning.

Ríkið hefur í raun ekki styrkt kvikmyndagerð en endurgreiðir útlagðan virðisaukaskatt af innlendi og erlendri kvikmyndagerð með líkum hættti og gildir um álið og fiskinn.

Ferðaþjónustunni er hinsvegar gert að selja álagðan Vsk inn á heimsmarkað og er því ein gjaldeyrisskapandi greina í þeirri stöðu að selja Íslenskan Vsk inn á heimsmarkað.

Þessar umframtekjur ríkisins af virðisaukaskatti ferðaþjónustunnar nema tugum milljarða á ári.

Á móti þessum ofurtekjum á að skerða landvörslu en snara út stórfé í að greiða niður aðkomu að Bakkafabrikkunni.

-Minnnir einna helst á aðfarir Bakkabræðraum við að bera inn sólarljósið.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 14.2.2014 kl. 15:27

13 identicon

Útflutningur er undanþeginn VSK, - það er svo. Sama hvað er.
Hins vegar er enginn innflutningur án útflutnings. Engin kaup án tekna, - húsmæðrahagfræði sem aldrei bregst.
Íslendingar flytja ekki út ál. Við seljum bara straum.
En...við flytjum út fisk, og sú velta endar inni í okkar hagkerfi að mestu, og endar alltaf með VSK einhvers staðar.
Svo er hérna það nýjasta í fréttum með hvað okkar gestir hafa mest að athuga varðandi Ísland sem ferðamannaland:

Jú.....verðlagið.

Jón Logi (IP-tala skráð) 14.2.2014 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband