Hvaða áhrif höfðu verkföllin á brottfallið í heild ?

Það er þekkt staðreynd að brottfall úr framhaldsskólum er meira hér á landi en í öðrum löndum. Fróðlegt væri að vita hvort tíðni verkfalla í þessum skólum sé ekki líka miklu meiri.

Og af því leiðir að líka væri fróðlegt að vita hvort fylgni sé með þessu tvennu og til dæmis, hvort brottfallið hafi verið meira á sama tímabili og verkföllin voru tíðustu.

 Ummæli Óttars Proppé á Alþingi í dag hafa vakið verðskuldaða athygli og margt vitlausara hefur verið gert en að kafa niður í þessi mál, að ekki sé nú talað um að koma þessu fári af okkur.  


mbl.is „Þýddi að ég leiddist út í pönk og pólitík“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reyndar er sú „staðreynd“ umdeild enda ekki sami mælikvarði lagður á brottfall alls staðar. Þannig brautskrást eingöngu þeir úr framhaldsskóla hér sem ljúka prófum. Í Noregi og Svíþjóð brautskrást menn þótt þeir falli, rétt eins og úr grunnskólanum hér. Hlé á námi, sem þá telst til brottfalls, hér er auðveldara en í nágrannalöndunum vegna þess að menn geta komið aftur inn án sérstakra kvaða en hjá hinum greiða þeir sem komnir eru af hefðbundnum framhaldsskólaaldri kennslukostnað sjálfir.

Þetta kemur m.a. fram í því að hlutfall brautskráðra úr framhaldsskólum miðað við meðalstærð árganga 18-22 ára hefur verið vel á annað hundrað prósent undanfarin ár, bæði vegna þess að sumir brautskrást tvisvar og svo teljast þeir sem brautskrást eldri með.

Þá voru 84% Íslendinga á aldrinum 15-19 ára við nám árið 2008 sem er hærra en meðaltal OECD ríkjanna sem er 82%.

Það er sem sagt ekki sama hvernig brottfall er reiknað.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 19.3.2014 kl. 21:32

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Í hagfræðiskýrslum má lesa að brottfall í framhaldsskólum innan OECD ríkja sé um 30%. Hér er það með því mesta á Vesturlöndum. Í Svíþjóð ná 67% nemenda að útskrifast úr framhaldskóla eftir 4 ára nám. Í Noregi 68%. Á Íslandi eru það 45% nemenda, það hlutfall lagast eftir 6-7 ára nám og um 60% nemenda útskrifast. Samanburður á gæðum námsárangurs er ekki í skýrslunum, en ætla má að hann sé svipaður.

Mesta brottfall er á þriðja og fjórða ári, þegar flestir nemendur hafa lokið framhaldsskólanámi í Noregi og Svíþjóð. Árangur í skóla og tekjur samfélaga þyrfti að bera meira saman. Meta tekjutap og kostnaðarauka nemenda og þjóðfélags við brottfall nemenda. Einhver sagði það um 14 milljónir á hvern nemenda. Sá sem fer í pönk og endar sem alþingismaður getur skapað mikil verðmæti með vinnu sinni.

Af samræðum má sjá að yfirvöld menntamála ná ekki að stytta framhaldsskólann vegna andstöðu kennara. Verkföll eru öðrum þræði pólitísk. Spyrja má af hverju kennarar reyndu ekki að fá leiðréttingu launa á tímum velferðar stjórnarinnar.

Alltof lítill umræða hefur verið um skólamál og árangur. Skólamenn eiga að hafa frumkvæðið að endurbótum á skólakerfinu. Ef skólinn tekur ekki framförum með breyttum tímum munu koma upp kröfur um uppstokkun.

Örar breytingar eru í tækni og þjóðfélagsgerð. Ekki er ásættanlegt að hér séu nemendur mun lengur að ná sama árangri og í nágranalöndum. Samanburður þarf líka að vera á sambærilegum nótum.

Sigurður Antonsson, 19.3.2014 kl. 22:56

3 identicon

Já. Eins og ég sagði. Í Noregi og Svíþjóð eru menn brautskráðir úr framhaldsskóla þótt þeir falli á prófum og hafi því ekki rétt til að fara í aðra skóla. Svoleiðis er ekki gert hér. Hér er auðveldara að taka sér hlé. Því koma miklu fleiri til baka hér en í Noregi og Svíþjóð. Þeir sem ljúka 2 ára starfsnámi hér, s.s. verslunarprófi, eru taldir til brottfalls í tölum OECD. Þessar tölur eru sem sagt engan veginn sambærilegar. Um þetta má lesa í ágætri úttekt dr. Atla Harðarsonar heimspekings, sjá hér: http://this.is/atli/textar/skolamal/umraedan_um_brottfallid_ur_framhaldsskolum.pdf

og hér: http://atlih.blogg.is/2013-05-25/argathras-um-brottfall-ur-framhaldsskolum/

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 20.3.2014 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband