"Hálfvitunum" fjölgar.

Það er ekki út í hött að kalla turninn við Höfðatorg "Hálfvitann", fyrir að ryðjast inn í sjónlínu innsiglingarvitans í turni Sjómannaskólans og skerða gagn sjófarenda af honum.

Svona "hálfvitar" virðast njóta vaxandi vinsælda fyrst annar á að rísa við Skúlagötu og ryðjast líka inn í sjónlínu Sjómannaskólavitans.

Spurning er, hvort ekki hefði verið rétt að láta þá sem reisa nýja hálfvita borga kostnaðinn af gerð nýs innsiglingavita fyrir Sjómannaskólavitans.

Þegar Hálfvitinn reis við Höfðatorg var sagt að ekki væri hægt að gera neitt varðandi tilvist hans eftir á.

Nú verður líklega það sama sagt um nýja hálfvitann og fer þá að verða verkefni að finna heiti yfir þá, sem bera ábyrgð á þessu eða hliðstæðum fyrirbærum. Eða að finna líka heiti yfir þá sem hafa smám saman komið því svo fyrir að enginn beri helst ábyrgð á einu eða neinu.


mbl.is Nýr turn kallar á nýjan vita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

í lögum nr 132 frá 1999 segir: „4. gr. Óheimilt er að byggja hús eða mannvirki sem skyggt gætu á leiðarmerki frá sjónum á þeim boga sjóndeildarhringsins þar sem því er ætlað að þjóna sjófarendum, og hæfilega langt til beggja handa. Getur [Vegagerðin]1) látið rífa húsið eða mannvirkið á kostnað eiganda þess ef brotið er á móti þessu.

Óheimilt er að setja upp ljós eða önnur merki sem kynnu að villa um fyrir sjófarendum.“

Ætli fjármagnseigendur komist upp með að hunsa þetta?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 19.3.2014 kl. 22:14

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Líklega. Margi komust upp með að hunsa lögmál viðskipta og hagfræði fyrir Hrunið.

Ómar Ragnarsson, 20.3.2014 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband