Mannauðurinn í sveitunum.

Það hefur lengi loðað við íslenska bændur, að furðu margir innan þeirra raða hafa verið sjálfmenntaðir heimsborgarar, sem fylgdust jafnvel betur með heimsmálunum en háskólamenntað fólk erlendis.

Í bók minni, Manga með svartan vanga, segi ég frá Þorvaldi Péturssyni, "kotbónda" á Strjúgsstöðum í Langadal, sem ég kynntist fyrir 60 árum og reyndist vera allt annar maður en fátækleg kjör hans og útlit gáfu til kynna.

Þetta var ekki algengt fyrrum en miklu algengara en erlendis á sama tíma.

En nú er þetta orðið algengt.

Ég skrifa þennan pistil á túninu í landi Vestari-Garðsauka við Hvolsvöll. Skrifa hann um borð í TF-FRÚ en skýst líka yfir í gamla örbílinn minn til að sinna öðrum tölvu- og netverkum.

Svona er nú tækni nútímanst búin að opna fjarskipti og samskipti og eyða einangrun.  

Bóndinn, Jón Logi Þorsteinsson, er ekki heima þessa dagana heldur hefur annríkt við að vera leiðsögumaður.

Í því starfi getur hann auðveldlega notað að minnsta kosti fjögur tungumál, sem hann talar reiprennandi, og ekki skortir þekkinguna fyrir ferðamennina, því Jón Logi er heimsborgari í hugsun og einhver fróðasti maður á mörgum ólíkum sviðum, sem ég þekki.  

Yfir bústörfunum og barnahópnum þeirra unga vakir því kona hans, Kristín, sem er skráður lögmaður í símaskránni, þýsk að uppruna, en talar íslensku svo vel, að það er algerlega óaðfinnanlegt.

Hún er líka með meirapróf á rútu og sjálfsagt sitthvað fleira tiltækt til að sýsla við. 

Þau hjónin reka bæði búskap á jörðinni en einnig gistiheimili og ferst allt vel úr hendi.

Unga fólkið, sem er að alast upp á landsbyggðinni, er vel menntað og snjallt. 

Næsta fimmtudag mun ég líta við hjá hóp þeirra, sem ætlar í óháð framboð hér í sveitinni og vill nálgast sveitarstjórnarmálin, - en meira en 90% af viðfangsefnum þeirra eru þverpólitísk, - á nýjan og ferskan hátt, þar sem þau vilja brjótast út úr aldargömlum viðjum hinna hefðbundnu íslensku  stjórnmálaflokka.

Ég er sannfærður um að mannauðurinn í dreifbýlinu eigi mikla möguleika til þess að bæta og bylta mörgu hér á landi og hlakka til að sjá hann taka til hendi og sjá hvað getur gerst.     


mbl.is Systirin sló bræðrunum við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Heimskan býr í 101 R.Vík.

Sigurgeir Jónsson, 27.5.2014 kl. 16:28

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðbjörg Ei­ríks­dótt­ir fer í nám í 101 Reykjavík í haust.

Framsóknarflokkurinn hverfur alveg ef Sigurgeir Jónsson heldur áfram að mylja hér skítinn úr nábrókum sínum.

Þorsteinn Briem, 27.5.2014 kl. 16:44

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Breimakötturinn í Sörlaskjólinu gengur ekki alltaf hreinlega um.

Sigurgeir Jónsson, 27.5.2014 kl. 18:22

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Haltu endilega áfram, Sigurgeir Jónsson.

Þorsteinn Briem, 27.5.2014 kl. 18:32

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðbjörg Ei­ríks­dótt­ir fer í nám í tölvuverkfræði í Háskóla Íslands í 101 Reykjavík og því næst trúlega í vinnu í 101 Reykjavík hjá til að mynda CCP, eins og önnur dúx af landsbyggðinni sem leigði herbergi hjá undirrituðum.

Ég býð Þjóðbjörgu velkomna í 101 Reykjavík.

Þorsteinn Briem, 27.5.2014 kl. 18:55

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ráðhús R.Víkur er í 101.

Sigurgeir Jónsson, 27.5.2014 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband