Þá vitum það: Mikil ást á gíslatöku í umferðinni.

Þegar ökumenn, stundum margir í röð, gefa ekki stefnuljós við beygju á gatnamótum eða í hringtorgum, koma þeir oft í veg fyrir  að aðrir ökumenn geti haldið áfram för sinni, - halda jafnvel langri röð af bílum í raun í gíslingu.

Einkum getur þetta verið áberandi og svekkjandi við T-gatnamót. Hliðstætt þessu er þegar bílstjórar planta bíl sínum þannig þegar aka á inn á gatnamót, að enginn, sem er fyrir aftan þá og ætlar í aðrar átt, komist leiðar sinnar.   

Þessi gíslataka sýnir eindæma skammsýni, því að enda þótt þessir stefnuljósalausu ökumenn tapi sjálfir ekkert á þessari framkomu í augnablikinu, verða þeir sjálfir oftast að gíslum þegar þeir koma á gatnamót í næsta skipti, ef marka má niðurstöður rannsóknar, að  30% ökumanna eru gíslatökumenn í umferðinni.

Hin landlæga hegðun okkar Íslendinga er brot á umferðarlögum, en hins vegar minnist ég þess ekki að nokkurn tíma hafið verið sektað fyrir hana.

Kannski finnst sumum það næg refsing, að menn verði oftar fyrir barðinu á þessu en að þeir valdi því, en þá vaknar spurningin: Hvers vegna í ósköpunum höldum við áfram að koma svona fram hvert við annað til daglegs tjóns og leiðinda?  


mbl.is Þrír af tíu gefa ekki stefnuljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er eins og helmingur ökumanna viti ekki hvar stefnuljósarofinn er. Sumir virðist beinlíkis aka samkvæmt reglunni:aldrei stefnuljós. Það kemur engum við hvort ég ætla að bwygja eða skipta um akrein. Ætli Persónuvernd sé þessu ekki bara sammála.? 

Eiðue (IP-tala skráð) 9.6.2014 kl. 13:17

2 identicon

fólk þarf að læra hvernig á að nota stefniljós! að nota stefniljós alltaf allstaðar er ekki betra en að fylgjast með umferðinni og vita hvort eithverjum í kring nýtist stefniljósinu. það sést greinilega að þegar maður er í bifreið með ökumanni sem notar stefniljós allstaðar, að hann er ekki að taka eftir hvað er að gerast í kring..

ragnar (IP-tala skráð) 9.6.2014 kl. 13:32

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigmundur hann selur ljós,
en sæll er sá sem gefur,
ætíð stefnir út í fjós,
þar Óli grísinn sefur.

Þorsteinn Briem, 9.6.2014 kl. 13:43

4 identicon

"... að hann er ekki að taka eftir hvað er að gerast í kring."

.

En Ragnar, ert ÞÚ að fylgjast með? Fyrirsögn fréttarinnar er: "Þrír af tíu gefa stefnuljós", en í fréttinni sjálfri stendur: "Þrír af hverjum tíu ökumönnum ... gáfu ekki stefnuljós".

Auk þess tekur það enga athygli frá umferðinni að gefa stefnuljós nema hjá þeim ökumönnum sem eru heiladauðir.

.

Annars er þetta rétt bæði hjá Ómari og Eiði. Það er hvimleitt og beinlínis hættulegt þegar ökumenn gefa ekki stefnuljós þegar þeir beygja. Sennilega stafa þessi umferðarlagabrot bæði af sjálfselsku og kæruleysi þessara bílstjóra annars vegar og hins vegar lélegri ökukennslu. Hér á landi geta víst allir fengið ökuskírteini, sama hvað þeir gera margar vitleysur í umferðinni.

.

Það er annað sem er virkilega óþolandi, það er þegar óhæfir ökufantar svína fyrir aðra í tíma og ótíma. Ég hef líka oft orðið vitni að því líka þegar ökumenn skipta í sífellu um akrein á 2ja sekúndna fresti á Miklubrautinni meðan löggan horfir á og aðhafst ekkert. Þannig athæfi hef ég aldrei séð í öðrum löndum.

Pétur D. (IP-tala skráð) 9.6.2014 kl. 13:53

5 identicon

Ragnar ... mig grunar að þú sért að misskilja málið.  Það á að nota stefnuljós einungis þegar það á við.  Ekki "alltaf" og ekki heldur "allsstaðar".  Auk þess má benda á að það er tiltölulega auðvelt að gefa stefnuljós og halda athyglinni við nærumhverfið á sama tíma.

Hilmar (IP-tala skráð) 9.6.2014 kl. 14:06

6 Smámynd: Jack Daniel's

Það þarf bara að fara að sekta þessa ökumenn og hafa það nógu háa upphæð til þess að þeir læri af því.
Gera svo eins og td í þýskalandi, að ef viðkomandi fer eitthvað að rífa sig yfir því að þurfa að borga þetta þá hækkar sektin bara um helming á staðnum.

Jack Daniel's, 9.6.2014 kl. 15:03

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Fellur þetta háttalag ekki að stefnu borgaryfirvalda; að hægja á umferðinni?  Og jafnvel að pirra svo ökumenn að þeir leggi bílnum og velji hjólhestinn?

Kolbrún Hilmars, 9.6.2014 kl. 17:13

8 identicon

Alveg hárrétt hjá Ómari. Sjálfselskan og vanvirðingin við annað fólk nær nýjum hæðum hjá þessari þjóð og kemur ágætlega fram í umferðinni meðal annars. Á tímabili gátu þessir vesalingar gefið stefnuljós út úr hringtorgi þegar þeir voru í innri hring en það er alveg búið. Sjálfur nauðhemlaði ég í tvígang í dag þegar ég í ytri hring ætla að aka áfram en innri hringur svínar fyrir mig án þess að gefa merki. Já það á að beita háum sektum til dæmis hálf milljón og allir munu virða umferðalögin. En það vilja stjórnvöld ekki einhverra hluta vegna og halda áfram að sekta svona 0,001 % brotamanna um smánarupphæð.

Tryggvi (IP-tala skráð) 9.6.2014 kl. 17:56

9 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Kolbrún!!! þeir meiga ekki komast að meira þessir hálfvitar/Grarristar. Að koma gatnamálum í gang er ekki í hlutverki trúða eða pólitíkusa.

Eyjólfur Jónsson, 9.6.2014 kl. 18:37

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég vissi ekki að Jón Gnarr hefði verið borgarstjóri árið 2007.

Þorsteinn Briem, 9.6.2014 kl. 19:05

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Slys á gangandi vegfarendum í Reykjavík - September 2007:

"Slysum með alvarlegum meiðslum og banaslysum gangandi vegfarenda hefur fækkað verulega í Reykjavík á undanförnum áratugum."

"Umferðar- og gangbrautarljósum, einnar akreinar hringtorgum, samfelldum girðingum, 30 km hverfum, hraðahindrunum ýmiss konar og mislægum götutengslum hefur fjölgað mjög. Þá hefur stígakerfið lengst mjög og hönnun þess batnað.

Aðgerðir á aðalgatnakerfinu miða að því að aðskilja akandi og gangandi umferð
þar sem ökuhraðinn er mestur og fækka þverunarstöðum gangandi vegfarenda annars staðar. Aðgerðir innan hverfa miða hins vegar að því að halda ökuhraða niðri.

Umferðinni er ennfremur stýrt betur nú en áður, meðal annars með hringtorgum og umferðarljósum, og þverunarstaðir gangandi vegfarenda hafa verið gerðir öruggari með gangbrautarljósum, girðingum og miðeyjum."

"Sebragangbrautum var fækkað því þær gáfu falskt öryggi, þar sem ökumenn virtu ekki rétt þeirra."

"Götulýsing hefur víða verið bætt sérstaklega við þverunarstaði óvarinna vegfarenda."

"Aðgerðir innan hverfa miða einkum að því að minnka ökuhraða og innan 30 km hverfa hefur alvarleiki umferðaslysa minnkað verulega."

"Umferðaróhöppum þar sem slys verða á fólki hefur fækkað að meðaltali um 27% og alvarlegum slysum um 62% í 30 km hverfum."

Slys á gangandi vegfarendum í Reykjavík - September 2007

Þorsteinn Briem, 9.6.2014 kl. 19:06

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það hlýtur að vera hámark letinnar að nenna ekki að gefa stefnuljós.

Þorsteinn Briem, 9.6.2014 kl. 19:13

13 identicon

Ætli þetta sé ekki eitthvað svipað og að bjóða góðan dag.

Það þykir mörgum Íslendinum upp á þrengjandi, sagði Laxness.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.6.2014 kl. 20:37

14 identicon

steini mikið gáfnarljós

gefur grísum orma

veður í villu upp í kjós

 í fjósið sitt að dorma

HH (IP-tala skráð) 10.6.2014 kl. 09:16

15 identicon

Gallinn er sá að ef maður tekur mark á stefnuljósi sem er svo plat (hefur t.d. gleymst á) og árekstur hlýst af er maður sjálfur í órétti; 100% ef hinn kemst upp með að þræta fyrir stefnuljósið, 2/3 jafnvel þó enginn ágreiningur sé um stefnuljósið.

Niðurstaðan er sú (því miður) að stefnuljós eru tilgangslaus því það er tóm della að taka mark á þeim.

ls.

ps. Ég reyni sjálfur að muna eftir að gefa stefnuljós ef einhver vill taka mark á þeim, en sjálfur er ég hættur að taka sénsinn.

ls (IP-tala skráð) 10.6.2014 kl. 10:42

16 identicon

Er þá ekki bezt að taka þig úr umferð, ls, ef þú ert hættur að gefa stefnuljós?

Galdurinn við að keyra ekki aftan á aðra bifreið er að hafa nægilega mikla fjarlægð á milli miðað við hraða og aðstæður, svo að maður nái að stöðva bifreiðina undir öllum kringumstæðum. Þegar einhver gleymir að taka stefnuljós af er það oft augljóst, en þegar það er ekki augljóst, þá get ég ekki séð hvernig það geti ollið árekstri nema kannski við að taka fram úr allt of snemma. Hins vegar, ef bíll keyrir löturhægt eða er stopp við beygju ÁN ÞESS að gefa stefnuljós, skapar það verulega árekstrahættu.

.

Annars er alltaf árekstrarhætta til staðar í tveggja akreina hringtorgum á höfuðborgarsvæðinu vegna bjánalegra reglna, sem Íslendingar eru víst einir um að hafa. Umferðarstofu hefur verið bent á þetta, en þeir láta það sem vind um eyru þjóta. Þessar asnalegu reglur, sem eru í algjörri andstöðu við alþjóðareglur um akstur í hringtorgum, gerir það að verkum að það er yfirleitt algjör ringulreið í íslenzkum hringtogum á annatímum.

Pétur D. (IP-tala skráð) 10.6.2014 kl. 13:47

17 identicon

Af hverju segir þú Pétur að ég sé hættur að gefa stefnuljós?

Skil heldur ekki hvernig þú færð það út að það geti ekki orsakað árekstur taki maður mark á platstefnuljósi og aki í veg fyrir annan (sem ætlar sér svo ekki að beygja).

ls.

ls (IP-tala skráð) 10.6.2014 kl. 15:02

18 identicon

Jú, það er rétt hjá þér, ls. Í því tilviki, sem þú nefnir er veruleg árekstrarhætta. Ég var að hugsa meira um ef ekið væri á eftir bíl með gleymdu stefnuljósi.

Hins vegar er það skv. minni reynslu mikið fleiri ökumenn sem trassa að gefa stefnuljós en þeir sem trassa að slökkva á því eftir að hafa skipt um skoðun. Í öðrum tilfellum á að slokkna sjálfkrafa á ljósunum eftir að bíllinn hefur verið réttur af eftir beygju.

Pétur D. (IP-tala skráð) 10.6.2014 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband