Þúsundir kei-bíla á Íslandi í 37 ár.

Í frétt á mbl.is um svonefnda "kei"-smábíla í Japan er rangt farið með það að þeir séu aðeins framleiddir fyrir japanskan markað.

Japanskir kei-bílar hafa verið fluttir út frá Japan í fjóra áratugi, og síðustu 16 ár verið kei-bílar sem standast eftirfarandi kröfur verið á markaði í heimalandinu: Hámarkslengd: 3,40m, hámarksbreidd 1,48, hámarksrúmtak vélar 660 cc og hámarksafl vélar 64 hestöfl.

En fyrir erlendan markað hafa Japanir framleitt kei-bíla með hægri- eða vinstrhandanstýri, ýmist óbreytta eða lítt breytta í nær 40 ár og hér á landi hafa slíkir bílar verið allar götur frá því sá fyrsti, Suzuki SJ20 smájeppinn kom á markað 1977 fyrir 37 árum. 

Sá jeppi stóðst afar harðar kröfur um kei-bíla:  Hámörkin voru 2,99 x. 1,30 m lengd og breidd og 360cc vél.

En til útflutnings voru þessir jeppar fluttir með 797 cc 37 hestafla fjórgengisvél og varadekkið var aftan á bílnum í stað þess að vera inni í bílnum eins og í Japan. 

1981 var búið að breyta reglunum í Japan og nú voru hámörkin: 3,20 x 1,40 lengd og breidd og 550 cc vél. En til útflutnings var boðin 970 cc 45 hestafla fjórgengisvél.

Fjöldi svona jeppa voru fluttir til Íslands og nokkrum árum síðar kom 1300 cc útgáfa 63ja hestafla útgáfa með hækkuðu þaki og þessir bílar er ennþá nokkur hundruð í umferð hér á landi.

Síðan voru brettakantar settir á Súkkurnar og öxlarnir lengdir, svo að breiddin varð 1,46 m og nafninu var breytt úr Fox í Samurai.

Síðasta útgáfan undir nafninu Jimny kom 1998 þegar kei-reglunum var breytt í ný hámörk: 3,40 x 1,48 lengd og breidd og 660 cc hámarksrúmtak vélar.

Til útflutnings var bætt utan á bílana samfelldu plastlagi til að breikka bílinn upp í 1,60 og lengja hann í 1,60 og boðin 1300 vél með meira en 80 hestöflum og þeir bílar seljast vel enn í dag, jafnt hér á landi sem annars staðar.

Sama var gert við Daihatsu Terios kid og Mitshubishi Pajero Pinin. Terios var breikkaður úr 1,48 upp í 1,55 með hvimleiðu "fitulagi" úr plasti, sem flestir hafa ryðgað undir, og afturendinn á Terios var lengdur um 20 sentimetra.  

Hér er svo listi yfir kei-bíla, sem fluttir hafa verið inn hér á landi frá 1977 í réttri tímaröð:

Suzuki SJ20

Suzuki Fox.

Suzuki Alto.

Subaru Rex.  

Suzuki Samurai.

Daihatsu Cuore.

Daihatsu Terios.

Mitsubishi Pajero Pinin.

Suzuki Jimny.   

Þetta er myndarlegur listi, þúsundir kei-bíla, sem  hafa verið fluttir hingað til lands allt til dagsins í dag og eru hér enn í umferð og enn í dag eru mörg hundruðJimny jeppar fluttir inn árlega.  

Ef menn telja að ný lög um opinber gjöld á bílum muni fækka kei-bílum í Japan mun það hafa miklar og slæmar afleiðingar fyrir umferðina í stórborgum þess lands, því að tilvist þessara bíla hefur verið grunnurinn að því að koma í veg fyrir algert umferðaröngþveiti í þeim.

Ég hef áður lýst því hvað lengd bíl skiptir gríðarlegu miklu máli í því að losa um rými á götunum, minnka umferðarteppur, greiða fyrir umferð og minnka kostnað við gerð dýrra umferðarmannvirkja.

Bábiljan um öryggið afsannast best með tilveru bíla eins og Fiat nýja 500, Volkswagen Up!/Skoda Citigo, Chevrolet Spark og Kia Picanto.

Toyota IQ er aðeins 2,99 metra langur og fær fimm stjörnur og Smart, sem er aðeins 2,79 m langur gefur margfalt stærri bílum ekkert eftir í öryggi.  

Á þessum bílum sést að hægt er að framleiða bíla með hámarksöryggi, 5 stjörnum, sem eru aðeins 3,50 metra langir og um 1,60 á breidd.  

Með því að lengja kei-viðmiðin um aðeins 10 sentimetra í breidd og lengd , í 3,50 x 1,58, er hægt að ná þessum takmörkum.

Sjálfur lenti ég í því á kei-bíl, Daihatsu Cuore árgerð 1999, að stórum amerískum bíl var ekið aftan á mig kyrrstæðan á 60 kílómetra hraða, og stóðst Cuore-bíllinn þann harða árekstur afar vel án þess að ég hlyti meiðsl af.

Ég ætla að henda inn myndum af kei-bílum á facebook síðu mína þegar færi gefst kvöld.   

 

 

  

  


mbl.is Í stríð gegn smábílum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég átti Samurai í allnokkur ár og ók honum vítt og breytt um Noreg, í heilt sumar, nú á ég gamlan Jimny, sem er ekinn næstum 200 þúsund km. og hefur m.a. þvælst með mér um allar Færeyjar í tvígang. Ég get staðfest og tek heilshugar undir að þetta eru ótrúlega seigir bílar, þægilegir, komast nánast allt - og ekki síst: bila ákaflega sjaldan og eru almennt ódýrir í rekstri, ganga eins og klukka! Ég vissi raunar ekki um þessa forsögu og bakgrunn sem þú rekur hér, Ómar. Fróðlegt.

Beastu kveðjur,

Þorgrímur Gestsson

Þorgrímur Gestsson (IP-tala skráð) 9.6.2014 kl. 20:44

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk, Þorgrímur. Núna eigum við hjónin sjö kei-bíla framleidd af Suzuki og Daihatsu, þar af þrjá á númerum. Allir nema einn eru orðnir fornbílar.  

Ómar Ragnarsson, 9.6.2014 kl. 20:47

3 identicon

Ek Terios '99 daglega. Bilar aldrei.

Einar (IP-tala skráð) 9.6.2014 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband